Söguþjóð í raun? Katrín Jakobsdóttir skrifar 12. mars 2016 07:00 Íslendingar hafa ekki slegið hendi á móti titlinum söguþjóð eða bókaþjóð. Söguáhugi Íslendinga er eitt af því sem okkur finnst flestum gaman að segja erlendum vinum og gestum frá. Söguáhuginn hefur verið umfjöllunarefni í síðari tíma bókmenntum. Við fylltum sali Þjóðleikhússins á afmælisári þess þegar Íslandsklukkan var sett upp og enn og aftur vaknaði til lífsins sagan góða um snærisþjófinn Jón Hreggviðsson, Snæfríði Íslandssól og Arnas Arnæus sem safnaði handritableðlum um land allt og bjargaði þeim úr dýnum og fletum í torfbæjum landsins. Þessi handrit eru fæst hver til sýnis þótt okkur finnist gaman að segja af þeim söguna. Þau eru læst inni í geymslum. Þar sem byggja átti hús yfir handritin er enn aðeins hola. Hús íslenskra fræða á ekki einungis að vera staður til að sýna handrit. Þar á einnig að vera húsnæði fyrir kennslu og rannsóknir í íslensku. Bygging þessa húss var hafin á síðasta kjörtímabili og var ætlunin að nýta til dæmis arð af bönkum til að greiða fyrir bygginguna sem var hluti af fjárfestingaáætlun síðustu ríkisstjórnar. Núverandi stjórnvöld slógu þá áætlun af og síðan hefur ekkert annað verið á byggingarstað en hin fræga „hola“ íslenskra fræða.Engir fjármunir Síðastliðið vor leit út fyrir að stjórnvöld væru reiðubúin að taka Hús íslenskra fræða út fyrir sviga. Forsætisráðherra kynnti tillögu þar sem lögð voru til tiltekin verkefni sem átti að ráðast í til að fagna hundrað ára afmæli fullveldis. Ekki hefur sést til tillögunnar síðan. Fjármunir birtust í fjárlögum í önnur verkefni tillögunnar, þ.e. viðbyggingu við þinghúsið. Engir fjármunir hafa komið í ljós í Hús íslenskra fræða. Happdrætti Háskóla Íslands, sem greiða mun þriðjung af húsinu, hefur ekki fengið heimild ríkisins til að setja sína fjármuni í verkefnið. Ráðamenn hafa aðspurðir sagst jákvæðir gagnvart verkefninu og bjartsýnir á framgang þess sem hljómar ankannanlegt í ljósi þess að framtíð þess liggur í þeirra höndum. Við lýsum gjarnan yfir áhyggjum okkar af stöðu íslenskrar tungu, kennslu og rannsóknum á þessu sviði, miðlun þekkingar og fræðslu. Það er ýmislegt hægt að gera til að bregðast við. Eitt af því gæti verið að gera íslenska tungu gjaldgenga í stafrænum heimi. Um það hefur Alþingi raunar samþykkt ályktun en enn bólar ekki á verulegum fjármunum til þess verkefnis. Annað raunverulegt verkefni gæti verið að byggja Hús íslenskra fræða, gera handritin aðgengileg almenningi og sinna þar með skyldum okkar gagnvart Íslendingum en líka heimsbyggðinni sem hefur sett handritin á sérstakan UNESCO-lista yfir menningarverðmæti. Þar væri líka sinnt kennslu og rannsóknum, miðlun og nýsköpun á sviði íslenskra fræða, málvísinda og bókmennta. Þessu þarf hvoru tveggja að hrinda í framkvæmd ef við viljum standa undir nafni sem söguþjóðin í norðri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Handritasafn Árna Magnússonar Katrín Jakobsdóttir Mest lesið 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa ekki slegið hendi á móti titlinum söguþjóð eða bókaþjóð. Söguáhugi Íslendinga er eitt af því sem okkur finnst flestum gaman að segja erlendum vinum og gestum frá. Söguáhuginn hefur verið umfjöllunarefni í síðari tíma bókmenntum. Við fylltum sali Þjóðleikhússins á afmælisári þess þegar Íslandsklukkan var sett upp og enn og aftur vaknaði til lífsins sagan góða um snærisþjófinn Jón Hreggviðsson, Snæfríði Íslandssól og Arnas Arnæus sem safnaði handritableðlum um land allt og bjargaði þeim úr dýnum og fletum í torfbæjum landsins. Þessi handrit eru fæst hver til sýnis þótt okkur finnist gaman að segja af þeim söguna. Þau eru læst inni í geymslum. Þar sem byggja átti hús yfir handritin er enn aðeins hola. Hús íslenskra fræða á ekki einungis að vera staður til að sýna handrit. Þar á einnig að vera húsnæði fyrir kennslu og rannsóknir í íslensku. Bygging þessa húss var hafin á síðasta kjörtímabili og var ætlunin að nýta til dæmis arð af bönkum til að greiða fyrir bygginguna sem var hluti af fjárfestingaáætlun síðustu ríkisstjórnar. Núverandi stjórnvöld slógu þá áætlun af og síðan hefur ekkert annað verið á byggingarstað en hin fræga „hola“ íslenskra fræða.Engir fjármunir Síðastliðið vor leit út fyrir að stjórnvöld væru reiðubúin að taka Hús íslenskra fræða út fyrir sviga. Forsætisráðherra kynnti tillögu þar sem lögð voru til tiltekin verkefni sem átti að ráðast í til að fagna hundrað ára afmæli fullveldis. Ekki hefur sést til tillögunnar síðan. Fjármunir birtust í fjárlögum í önnur verkefni tillögunnar, þ.e. viðbyggingu við þinghúsið. Engir fjármunir hafa komið í ljós í Hús íslenskra fræða. Happdrætti Háskóla Íslands, sem greiða mun þriðjung af húsinu, hefur ekki fengið heimild ríkisins til að setja sína fjármuni í verkefnið. Ráðamenn hafa aðspurðir sagst jákvæðir gagnvart verkefninu og bjartsýnir á framgang þess sem hljómar ankannanlegt í ljósi þess að framtíð þess liggur í þeirra höndum. Við lýsum gjarnan yfir áhyggjum okkar af stöðu íslenskrar tungu, kennslu og rannsóknum á þessu sviði, miðlun þekkingar og fræðslu. Það er ýmislegt hægt að gera til að bregðast við. Eitt af því gæti verið að gera íslenska tungu gjaldgenga í stafrænum heimi. Um það hefur Alþingi raunar samþykkt ályktun en enn bólar ekki á verulegum fjármunum til þess verkefnis. Annað raunverulegt verkefni gæti verið að byggja Hús íslenskra fræða, gera handritin aðgengileg almenningi og sinna þar með skyldum okkar gagnvart Íslendingum en líka heimsbyggðinni sem hefur sett handritin á sérstakan UNESCO-lista yfir menningarverðmæti. Þar væri líka sinnt kennslu og rannsóknum, miðlun og nýsköpun á sviði íslenskra fræða, málvísinda og bókmennta. Þessu þarf hvoru tveggja að hrinda í framkvæmd ef við viljum standa undir nafni sem söguþjóðin í norðri.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun