Ofurtollar hækkaðir, auknar álögur á barnafjölskyldur og tekjulitla Þórólfur Matthíasson skrifar 11. mars 2016 07:00 Í 13. gr. nýgerðs samnings landbúnaðarráðherra, fjármálaráðherra og bændasamtaka um starfsskilyrði nautgriparæktar segir svo, orðrétt: „Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mun beita sér fyrir breytingu á tollalögum til að breyta magntollum á mjólkur- og undarrennudufti (sic) og ostum til sama raunverðs og gilti í júní 1995“. Starfsmenn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins eru þegar farnir að undirbúa framkvæmd þessa ákvæðis. Þeir munu hafa skoðað tvær mögulegar útfærslur á ákvæðinu. Annars vegar með því að miða við breytingar á verði gjaldmiðla (m.v. gengi SDR) og hins vegar með því að miða við vísitölu neysluverðs. Sé miðað við gengisbreytingar ættu magntollar samkvæmt umræddri grein að hækka um 81,5%. Sé miðað við vísitölu neysluverðs ættu magntollar samkvæmt 13. grein að hækka um 148,9%. Starfsmenn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins telja 81,5% vera of litla hækkun og leggja til að umræddir magntollar hækki um 148,9% að verðgildi! Nú er það svo að miklar hækkanir einstakra kostnaðarliða þurfa ekki að skipta miklu máli sé vægi viðkomandi kostnaðarliðar í heildarkostnaði lítið. Áhrif magntollsins til hækkunar endanlegs útsöluverðs er því breytilegt eftir því hversu dýrir ostarnir eru hjá erlendum birgjum. Að minni ósk reiknaði forstjóri Haga út hvaða áhrif lofuð hækkun magntollanna um 148,9% hefði á kostnaðarverð erlendra osta sem eru til sölu í kæliborðum fyrirtækisins. Niðurstaðan kemur fram í meðfylgjandi töflu. Til skoðunar eru fjórir ostar, Mozzarella-ostur og smurostur (Buko) sem eru í ódýrari kantinum. Tveir dýrir ostar eru einnig til skoðunar, Parmesan annars vegar og Camembert hinsvegar.Af töflunni má auðveldlega ráða að ódýrari ostarnir (Mozzarella og Buko) hækka hlutfallslega mun meira en hinir dýrari (Camembert og Parmesan). Nú skiptir kannski ekki öllu máli þó samkeppnisstaða Mozzarella osta á Íslandi sé skekkt samanborið við Parmesan. Það sem er alvarlegt og alþingismenn og kjósendur ættu að athuga vel er sú staðreynd að tollabreytingin mun því veita ódýrustu íslenskt framleiddu ostunum meira skjól en þeim íslenskum ostum sem dýrastir eru. Það má reikna með því að í kjölfar tollahækkunarinnar muni íslenskir ostar sem ætlaðir eru til daglegs brúks, brauðostar og skólaostar, hækka umfram aðra osta og aðrar mjólkurvöru. Ég læt lesendum eftir að meta hvaða þjóðfélagshópar verða fyrir mestum búsifjum af völdum þessara hækkana. Vonandi tekst Alþingi að koma í veg fyrir að umræddur samningur öðlist gildi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Í 13. gr. nýgerðs samnings landbúnaðarráðherra, fjármálaráðherra og bændasamtaka um starfsskilyrði nautgriparæktar segir svo, orðrétt: „Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mun beita sér fyrir breytingu á tollalögum til að breyta magntollum á mjólkur- og undarrennudufti (sic) og ostum til sama raunverðs og gilti í júní 1995“. Starfsmenn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins eru þegar farnir að undirbúa framkvæmd þessa ákvæðis. Þeir munu hafa skoðað tvær mögulegar útfærslur á ákvæðinu. Annars vegar með því að miða við breytingar á verði gjaldmiðla (m.v. gengi SDR) og hins vegar með því að miða við vísitölu neysluverðs. Sé miðað við gengisbreytingar ættu magntollar samkvæmt umræddri grein að hækka um 81,5%. Sé miðað við vísitölu neysluverðs ættu magntollar samkvæmt 13. grein að hækka um 148,9%. Starfsmenn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins telja 81,5% vera of litla hækkun og leggja til að umræddir magntollar hækki um 148,9% að verðgildi! Nú er það svo að miklar hækkanir einstakra kostnaðarliða þurfa ekki að skipta miklu máli sé vægi viðkomandi kostnaðarliðar í heildarkostnaði lítið. Áhrif magntollsins til hækkunar endanlegs útsöluverðs er því breytilegt eftir því hversu dýrir ostarnir eru hjá erlendum birgjum. Að minni ósk reiknaði forstjóri Haga út hvaða áhrif lofuð hækkun magntollanna um 148,9% hefði á kostnaðarverð erlendra osta sem eru til sölu í kæliborðum fyrirtækisins. Niðurstaðan kemur fram í meðfylgjandi töflu. Til skoðunar eru fjórir ostar, Mozzarella-ostur og smurostur (Buko) sem eru í ódýrari kantinum. Tveir dýrir ostar eru einnig til skoðunar, Parmesan annars vegar og Camembert hinsvegar.Af töflunni má auðveldlega ráða að ódýrari ostarnir (Mozzarella og Buko) hækka hlutfallslega mun meira en hinir dýrari (Camembert og Parmesan). Nú skiptir kannski ekki öllu máli þó samkeppnisstaða Mozzarella osta á Íslandi sé skekkt samanborið við Parmesan. Það sem er alvarlegt og alþingismenn og kjósendur ættu að athuga vel er sú staðreynd að tollabreytingin mun því veita ódýrustu íslenskt framleiddu ostunum meira skjól en þeim íslenskum ostum sem dýrastir eru. Það má reikna með því að í kjölfar tollahækkunarinnar muni íslenskir ostar sem ætlaðir eru til daglegs brúks, brauðostar og skólaostar, hækka umfram aðra osta og aðrar mjólkurvöru. Ég læt lesendum eftir að meta hvaða þjóðfélagshópar verða fyrir mestum búsifjum af völdum þessara hækkana. Vonandi tekst Alþingi að koma í veg fyrir að umræddur samningur öðlist gildi.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun