Sjokkið í skírnarveislunni Aldís Arna Tryggvadóttir skrifar 7. apríl 2016 08:00 Fyrir nokkrum árum skírðum við hjónin yngsta son okkar. Skírnarveislan var stór þar sem nokkrar kynslóðir komu saman til að fagna. Flestir gesta ræddu saman um daginn og veginn á meðan aðrir stungu saman nefjum. Yngstu börnin í veislunni léku sér saman í einu horni veislusalarins. Það var glatt á hjalla. Einn aldurshóp vantaði í fjörið. Það var unga, frjálsa og áhyggjulausa fólkið á aldrinum 15-25 ára. Þegar ég gekk á milli gesta leit ég yfir salinn í leit að unga fólkinu. Að lokum fann ég það í einu horninu. Ég hugsaði með mér að þetta hlyti að vera stuðboltaborðið. Ég hafði kolrangt fyrir mér. Við borðið ríkti algjör þögn. Það var eins og þau væru ekki þarna, þau sögðu ekkert og tóku ekki þátt í gleðinni. Ungmennin við borðið lutu öll höfði og voru upptekin í símum sínum. Ég komst að því síðar um kvöldið þegar ég fór inn á Facebook að þau höfðu ekki setið aðgerðarlaus í veislunni. Þvert á móti höfðu þau „spjallað“ ákaft saman á samfélagsmiðlinum með skrifum og „lækum“ hvert hjá öðru. Hættu nú alveg! Ég sá líka fleira á Facebook þetta kvöld sem stakk í augu. Þar var mynd af skírnartertunni með nafni barnsins okkar. Hún hafði verið sett inn á samfélagsmiðilinn áður en við höfðum látið þá vini og vandamenn sem ekki voru í veislunni vita af nafni barnsins. Ég hef alltaf talið það hlutverk foreldranna að flytja þær fregnir og ákveða hvenær nafnið skyldi opinberað. Þarna var líka Snapchat-myndskeið af okkur hjónum, tekið þegar við vorum að tala við aðra veislugesti án vitundar okkar eða samþykkis um birtingu á netinu. Það virðist sem fólk sé orðið berskjaldað fyrir myndatökum og hafi varla rétt á því að vita hvenær verið er að taka samtöl upp – hvenær maður heldur að viðmælandinn einn sé að hlusta þegar í reynd 200 manns eru að því. Við erum orðin almannaeign, okkur má mynda hvenær og hvar sem er og segja öðrum frá. Sjokkið í skírnarveislunni okkar ýtti við mér. Það vakti mig til vitundar um það tangarhald sem samfélagsmiðlar hafa náð á okkur og þeim neikvæðu áhrifum sem þeir geta valdið ef þeir eru ekki notaðir á meðvitaðan hátt. Ekki svo að skilja að ég sé á móti tækninni en mér fannst að einhverju þyrfti að breyta. Ég sökkti mér niður í rannsóknir um áhrif netnotkunar, samfélagsmiðla og stafrænna tækja á heilsu og líðan fólks.Ekki eyða lífinu í símanum! Í þessu grúski mínu komst ég að því að um 61% einstaklinga er háð netnotkun. Fólk sem notar Netið of mikið, hvort heldur er í síma eða tölvu, er 2,5 sinnum líklegra til að glíma við þunglyndi en aðrir. Síðan er það stressið. Streita er það sem helst ógnar heilsufari manna á 21. öldinni enda undanfari margra sjúkdóma. Meðalmaðurinn er alltaf að múltítaska með því að flakka stöðugt á milli vefsíðna og skoða samfélagsmiðlana. Fyrir vikið verður einbeitingin lítil sem engin og framleiðni minnkar, sem er vissulega bagalegt í hugum atvinnurekenda. Það tekur ekki „enga stund“ að kíkja aðeins á samfélagsmiðlana – þannig týnist tíminn?… Málið er í hnotskurn þetta: Tæknin átti að þjóna okkur og auðvelda vinnuna en hefur gert okkur að þrælum. Við verðum að taka stjórnina á ný og verða meðvitaðri um þau neikvæðu áhrif sem notkun stafrænna tækja og samfélagsmiðla hafa á heilsu okkar og félagslega hæfni. Prófaðu að setja símann á hilluna í einn klukkutíma á dag eftir að börnin eru komin heim. Vittu til: Þú munt eignast ómetanleg augnablik og samverustundir með börnunum í stað þess að eyða öllum þínum tíma með augu og athygli á skjánum á meðan lífið þýtur óvart fram hjá þér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum skírðum við hjónin yngsta son okkar. Skírnarveislan var stór þar sem nokkrar kynslóðir komu saman til að fagna. Flestir gesta ræddu saman um daginn og veginn á meðan aðrir stungu saman nefjum. Yngstu börnin í veislunni léku sér saman í einu horni veislusalarins. Það var glatt á hjalla. Einn aldurshóp vantaði í fjörið. Það var unga, frjálsa og áhyggjulausa fólkið á aldrinum 15-25 ára. Þegar ég gekk á milli gesta leit ég yfir salinn í leit að unga fólkinu. Að lokum fann ég það í einu horninu. Ég hugsaði með mér að þetta hlyti að vera stuðboltaborðið. Ég hafði kolrangt fyrir mér. Við borðið ríkti algjör þögn. Það var eins og þau væru ekki þarna, þau sögðu ekkert og tóku ekki þátt í gleðinni. Ungmennin við borðið lutu öll höfði og voru upptekin í símum sínum. Ég komst að því síðar um kvöldið þegar ég fór inn á Facebook að þau höfðu ekki setið aðgerðarlaus í veislunni. Þvert á móti höfðu þau „spjallað“ ákaft saman á samfélagsmiðlinum með skrifum og „lækum“ hvert hjá öðru. Hættu nú alveg! Ég sá líka fleira á Facebook þetta kvöld sem stakk í augu. Þar var mynd af skírnartertunni með nafni barnsins okkar. Hún hafði verið sett inn á samfélagsmiðilinn áður en við höfðum látið þá vini og vandamenn sem ekki voru í veislunni vita af nafni barnsins. Ég hef alltaf talið það hlutverk foreldranna að flytja þær fregnir og ákveða hvenær nafnið skyldi opinberað. Þarna var líka Snapchat-myndskeið af okkur hjónum, tekið þegar við vorum að tala við aðra veislugesti án vitundar okkar eða samþykkis um birtingu á netinu. Það virðist sem fólk sé orðið berskjaldað fyrir myndatökum og hafi varla rétt á því að vita hvenær verið er að taka samtöl upp – hvenær maður heldur að viðmælandinn einn sé að hlusta þegar í reynd 200 manns eru að því. Við erum orðin almannaeign, okkur má mynda hvenær og hvar sem er og segja öðrum frá. Sjokkið í skírnarveislunni okkar ýtti við mér. Það vakti mig til vitundar um það tangarhald sem samfélagsmiðlar hafa náð á okkur og þeim neikvæðu áhrifum sem þeir geta valdið ef þeir eru ekki notaðir á meðvitaðan hátt. Ekki svo að skilja að ég sé á móti tækninni en mér fannst að einhverju þyrfti að breyta. Ég sökkti mér niður í rannsóknir um áhrif netnotkunar, samfélagsmiðla og stafrænna tækja á heilsu og líðan fólks.Ekki eyða lífinu í símanum! Í þessu grúski mínu komst ég að því að um 61% einstaklinga er háð netnotkun. Fólk sem notar Netið of mikið, hvort heldur er í síma eða tölvu, er 2,5 sinnum líklegra til að glíma við þunglyndi en aðrir. Síðan er það stressið. Streita er það sem helst ógnar heilsufari manna á 21. öldinni enda undanfari margra sjúkdóma. Meðalmaðurinn er alltaf að múltítaska með því að flakka stöðugt á milli vefsíðna og skoða samfélagsmiðlana. Fyrir vikið verður einbeitingin lítil sem engin og framleiðni minnkar, sem er vissulega bagalegt í hugum atvinnurekenda. Það tekur ekki „enga stund“ að kíkja aðeins á samfélagsmiðlana – þannig týnist tíminn?… Málið er í hnotskurn þetta: Tæknin átti að þjóna okkur og auðvelda vinnuna en hefur gert okkur að þrælum. Við verðum að taka stjórnina á ný og verða meðvitaðri um þau neikvæðu áhrif sem notkun stafrænna tækja og samfélagsmiðla hafa á heilsu okkar og félagslega hæfni. Prófaðu að setja símann á hilluna í einn klukkutíma á dag eftir að börnin eru komin heim. Vittu til: Þú munt eignast ómetanleg augnablik og samverustundir með börnunum í stað þess að eyða öllum þínum tíma með augu og athygli á skjánum á meðan lífið þýtur óvart fram hjá þér.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar