Löw hrifinn af Vardy: Hann er frábær leikmaður Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. mars 2016 14:45 Vardy fær ekki tækifæri í byrjunarliði Englands í kvöld. vísir/getty Joachim Löw, þjálfari heimsmeistara Þjóðverja, hefur mikið álit á Jamie Vardy, framherja Leicester City. „Ég er búinn að fylgjast með honum og hann er frábær leikmaður,“ sagði Löw um Vardy en Þýskaland og England mætast í vináttulandsleik á Ólympíuleikvanginum í Berlín í kvöld. „Við höfum rætt um hann, og reyndar fleiri, undanfarna daga. Hann er beinskeyttur leikmaður sem er alltaf að leita að glufum í vörn andstæðinganna og reyna að stinga sér aftur fyrir þær.“ Þrátt fyrir að hafa átt frábært tímabil fyrir topplið ensku úrvalsdeildarinnar þarf Vardy að sætta sig við að byrja á varamannabekknum í kvöld. Harry Kane, sem tók nýlega fram úr Vardy í baráttunni um gullskóinn í ensku úrvalsdeildinni, byrjar í framlínu Englands í kvöld. Hann er einn fjögurra Tottenham-manna í byrjunarliðinu ásamt Dele Alli, Danny Rose og Eric Dier. Löw var einnig spurður um Robert Huth, þýska miðvörðinn sem hefur spilað svo vel fyrir Leicester á tímabilinu. Huth, sem er 31 árs, hefur ekki leikið landsleik síðan 2009 en Löw segir að hann sé enn inni í myndinni hjá sér. „Ég er mjög ánægður með frammistöðu hans í vetur. Hann hefur alltaf verið frábær leikmaður og spilaði vel fyrir landsliðið. Ég veit að ég get hóað í hann ef það verða forföll hjá varnarmönnunum okkar,“ sagði Löw um Huth sem hefur skorað þrjú mörk í 30 deildarleikjum með Leicester á tímabilinu.Huth fagnar öðru tveggja marka sinna í 1-3 sigri Leicester á Man City.vísir/getty EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Sjá meira
Joachim Löw, þjálfari heimsmeistara Þjóðverja, hefur mikið álit á Jamie Vardy, framherja Leicester City. „Ég er búinn að fylgjast með honum og hann er frábær leikmaður,“ sagði Löw um Vardy en Þýskaland og England mætast í vináttulandsleik á Ólympíuleikvanginum í Berlín í kvöld. „Við höfum rætt um hann, og reyndar fleiri, undanfarna daga. Hann er beinskeyttur leikmaður sem er alltaf að leita að glufum í vörn andstæðinganna og reyna að stinga sér aftur fyrir þær.“ Þrátt fyrir að hafa átt frábært tímabil fyrir topplið ensku úrvalsdeildarinnar þarf Vardy að sætta sig við að byrja á varamannabekknum í kvöld. Harry Kane, sem tók nýlega fram úr Vardy í baráttunni um gullskóinn í ensku úrvalsdeildinni, byrjar í framlínu Englands í kvöld. Hann er einn fjögurra Tottenham-manna í byrjunarliðinu ásamt Dele Alli, Danny Rose og Eric Dier. Löw var einnig spurður um Robert Huth, þýska miðvörðinn sem hefur spilað svo vel fyrir Leicester á tímabilinu. Huth, sem er 31 árs, hefur ekki leikið landsleik síðan 2009 en Löw segir að hann sé enn inni í myndinni hjá sér. „Ég er mjög ánægður með frammistöðu hans í vetur. Hann hefur alltaf verið frábær leikmaður og spilaði vel fyrir landsliðið. Ég veit að ég get hóað í hann ef það verða forföll hjá varnarmönnunum okkar,“ sagði Löw um Huth sem hefur skorað þrjú mörk í 30 deildarleikjum með Leicester á tímabilinu.Huth fagnar öðru tveggja marka sinna í 1-3 sigri Leicester á Man City.vísir/getty
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Sjá meira