Kári ósáttur við rauða spjaldið: Þeir búa eitthvað til út af því að þetta er sjónvarpsleikur Ingvi Þór Sæmundsson í Hertz-höllinni skrifar 24. mars 2016 16:16 Kári var ekki sáttur í leikslok. vísir/ernir Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, var hundfúll með að missa toppsæti Olís-deildar kvenna í hendur Hauka í dag. Grótta leiddi með þremur mörkum í hálfleik, 14-11, í uppgjöri toppliðanna en Haukar voru miklu sterkari í upphafi seinni hálfleiks, skoruðu sex fyrstu mörk hans og unnu að lokum þriggja marka sigur, 19-22. "Við náðum ekki að skapa okkur færi og vorum að sama skapi klaufar í varnarleiknum. Ramune [Pekarskyte] leysti mikið inn og við leystum það ekki nógu vel," sagði Kári sem var langt frá því að vera sáttur með dómara leiksins, þá Bjarka Bóasson og Gunnar Óla Gústafsson. "Það var algjörlega augljós ruðningsdómur sem þeir sleppa þegar þær skora snemma í seinni hálfleik. Síðan stoppa þeir tímann þegar við erum komnar í færi til að veita eitthvað tiltal og svo ég fari ekki í þetta rauða spjald," sagði Kári og vísaði til rauða spjaldsins sem Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fékk á 50. mínútu fyrir, að því er virtist, afar litlar sakir. "Þetta var skandall og breytti leiknum. Þeir segja að hún rífi í hárið á henni. Manneskjan stendur bara og er ekkert sérstaklega hársár og er ágæt þegar hún labbar í burtu. "Þú verður að lesa í augnablikið, það er ekki eins og þakið hafi verið að rifna af húsinu og allir að biðja um eitthvað. Þá búa þeir bara til eitthvað, líklega út af því að þetta er sjónvarpsleikur. Ég ætla að giska á það." Kári var sömuleiðis ósáttur við sóknarleik síns liðs en hefur hann áhyggjur af því á hversu lágt plan hann getur dottið? "Jájá, auðvitað er ég það. Ég var samt sáttur við fyrri hálfleikinn þar sem við skorum 14 mörk og klúðrum auk þess 3-4 færum. Síðan kom seinni hálfleikurinn þar sem við náðum ekki að búa til stöður og fylgja því nægjanlega vel eftir," sagði Kári að endingu. Olís-deild kvenna Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Sjá meira
Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, var hundfúll með að missa toppsæti Olís-deildar kvenna í hendur Hauka í dag. Grótta leiddi með þremur mörkum í hálfleik, 14-11, í uppgjöri toppliðanna en Haukar voru miklu sterkari í upphafi seinni hálfleiks, skoruðu sex fyrstu mörk hans og unnu að lokum þriggja marka sigur, 19-22. "Við náðum ekki að skapa okkur færi og vorum að sama skapi klaufar í varnarleiknum. Ramune [Pekarskyte] leysti mikið inn og við leystum það ekki nógu vel," sagði Kári sem var langt frá því að vera sáttur með dómara leiksins, þá Bjarka Bóasson og Gunnar Óla Gústafsson. "Það var algjörlega augljós ruðningsdómur sem þeir sleppa þegar þær skora snemma í seinni hálfleik. Síðan stoppa þeir tímann þegar við erum komnar í færi til að veita eitthvað tiltal og svo ég fari ekki í þetta rauða spjald," sagði Kári og vísaði til rauða spjaldsins sem Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fékk á 50. mínútu fyrir, að því er virtist, afar litlar sakir. "Þetta var skandall og breytti leiknum. Þeir segja að hún rífi í hárið á henni. Manneskjan stendur bara og er ekkert sérstaklega hársár og er ágæt þegar hún labbar í burtu. "Þú verður að lesa í augnablikið, það er ekki eins og þakið hafi verið að rifna af húsinu og allir að biðja um eitthvað. Þá búa þeir bara til eitthvað, líklega út af því að þetta er sjónvarpsleikur. Ég ætla að giska á það." Kári var sömuleiðis ósáttur við sóknarleik síns liðs en hefur hann áhyggjur af því á hversu lágt plan hann getur dottið? "Jájá, auðvitað er ég það. Ég var samt sáttur við fyrri hálfleikinn þar sem við skorum 14 mörk og klúðrum auk þess 3-4 færum. Síðan kom seinni hálfleikurinn þar sem við náðum ekki að búa til stöður og fylgja því nægjanlega vel eftir," sagði Kári að endingu.
Olís-deild kvenna Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Sjá meira