Jeremy Clarkson hætti að drekka í 5 mánuði vegna samningsgerðar við Amazon Prime Finnur Thorlacius skrifar 22. mars 2016 09:56 Jeremy Clarkson í kunnuglegum gjörðum. Þegar maður er í samningaviðræðum uppá 1.900 milljónir króna á ári er líklega gott að vera edrú. Það fannst að minnsta kosti Jeremy Clarkson þegar hann stóð í samningaviðræðum við Amazon Prime um gerð bílþátta og hætti fyrir vikið að smakka áfengi í 5 mánuði á seinni hluta síðasta árs. Eftir Clarkson var haft í viðtali við The Times; “Þú getur ekki samið við lögmenn frá Kaliforníu þegar þú ert búinn að fá þér nokkur glös af víni. Ég setti upp grímu. Við setjum öll upp grímu, en þetta var ekki hinn raunverulega ég.” “Lögfræðingar eiga það til að hringja í mann klukkan 11 á morgnana og þá er vissara að vera með hausinn í lagi.” Samkvæmt þessum upplýsingum Clarkson hefur hann snúið aftur til fyrri hátta og greindi meðal annars frá keppni í tennis milli bjórdrykkjumanna og víndrykkjumanna þar sem bjórdrykkjumenn unnu, en ekki kom fram hvoru liðinu hann tilheyrði. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent
Þegar maður er í samningaviðræðum uppá 1.900 milljónir króna á ári er líklega gott að vera edrú. Það fannst að minnsta kosti Jeremy Clarkson þegar hann stóð í samningaviðræðum við Amazon Prime um gerð bílþátta og hætti fyrir vikið að smakka áfengi í 5 mánuði á seinni hluta síðasta árs. Eftir Clarkson var haft í viðtali við The Times; “Þú getur ekki samið við lögmenn frá Kaliforníu þegar þú ert búinn að fá þér nokkur glös af víni. Ég setti upp grímu. Við setjum öll upp grímu, en þetta var ekki hinn raunverulega ég.” “Lögfræðingar eiga það til að hringja í mann klukkan 11 á morgnana og þá er vissara að vera með hausinn í lagi.” Samkvæmt þessum upplýsingum Clarkson hefur hann snúið aftur til fyrri hátta og greindi meðal annars frá keppni í tennis milli bjórdrykkjumanna og víndrykkjumanna þar sem bjórdrykkjumenn unnu, en ekki kom fram hvoru liðinu hann tilheyrði.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent