Hreinsitækni fær tvo nýja götusópa Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2016 09:19 Björn afhendir Lárusi sópana tvo. hreinsitækni Nýlega fékk Hreinsitækni, stærsta fyrirtæki landsins í gatna- og göngustígahreinsun, afhenta tvo nýja götusópa frá Krafti hf. Sóparnir sjálfir eru frá Bucher Municipal og eru byggðir á MAN vörubílagrindur af gerðinni 18.290 FL. Nýju sóparnir eru með þeim fullkomnustu sem völ er á enda er Bucher Municipal leiðandi fyrirtæki í heiminum, í framleiðslu á búnaði til að hreinsa og sópa götur og göngustíga. Sóparnir eru af gerðinni CityFant 6000 með 6,5 rúmmetra tunnu fyrir uppsogað efni og 1.900 lítra vatnstank og OptiFant 8000 með 8 rúmmetra tunnu fyrir uppsogað efni og 2.150 lítra vatnstank. Bílarnir eru knúnir af eigin 117 hestafla dísilvélum. Hreinsitækni hefur yfir að ráða 20 gatna- og stéttasópum af ýmsum stærðum og eru flestir þeirra af gerðinni Bucher. Það var Björn Erlingsson framkvæmdastjóri Krafts, sem afhenti Lárusi Jónssyni framkvæmdastjóra Hreinsitækni nýju sópana. Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent
Nýlega fékk Hreinsitækni, stærsta fyrirtæki landsins í gatna- og göngustígahreinsun, afhenta tvo nýja götusópa frá Krafti hf. Sóparnir sjálfir eru frá Bucher Municipal og eru byggðir á MAN vörubílagrindur af gerðinni 18.290 FL. Nýju sóparnir eru með þeim fullkomnustu sem völ er á enda er Bucher Municipal leiðandi fyrirtæki í heiminum, í framleiðslu á búnaði til að hreinsa og sópa götur og göngustíga. Sóparnir eru af gerðinni CityFant 6000 með 6,5 rúmmetra tunnu fyrir uppsogað efni og 1.900 lítra vatnstank og OptiFant 8000 með 8 rúmmetra tunnu fyrir uppsogað efni og 2.150 lítra vatnstank. Bílarnir eru knúnir af eigin 117 hestafla dísilvélum. Hreinsitækni hefur yfir að ráða 20 gatna- og stéttasópum af ýmsum stærðum og eru flestir þeirra af gerðinni Bucher. Það var Björn Erlingsson framkvæmdastjóri Krafts, sem afhenti Lárusi Jónssyni framkvæmdastjóra Hreinsitækni nýju sópana.
Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent