Hvert stefnir? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 5. apríl 2016 07:00 Stjórnmálamönnum ber að að halda trúnaði við umbjóðendur sína og samfélagið og nú hafa nokkrir þeirra brugðist traustinu - einn þeirra sýnu verst og mest. Nokkrar misvænlegar leiðir eru færar til að lágmarka skaðann, hér innanlands jafnt sem utan landsins - þá gildir að yfirvegun og sanngirni ráði. Ég skora á allt frjálslynt og félagslega sinnað fólk um að ná sem mestri samstöðu þar um. Það tekur töluverðan tíma - jafnvel allmörg ár - að rétta kúrsinn af og þoka samfélaginu til margaukins jöfnuðar og minni (geldrar) markaðshyggju - hvað þá sjálfbærni sem framtíðin veltur á.Alþýða manna á betra skilið Alþýða manna - allir þeir sem vinna eða þjóna fyrir sér og sínum í sveita síns andlits - á annað og betra skilið en 607 aflandsmenn, auk bankstera, fjárglæframanna og hönnuða kollsteypunnar 2008. Fjöldinn ber auðvitað ábyrgð á eigin framtíð og verður að finna henni leið um fulltrúalýðræði og með samræðu. Á Íslandi er stjórnkerfi sem nefnist þingbundið lýðræði enn við lýði og ekkert sólóútspil einstaklinga á að vera í boði - einhvers konar gerræði sem á að bjarga málum. Heldur ekki stjórnlaus reiði stórra hópa. Munum líka að bak við einstaklinga eru jafnan fjölskyldur, vinir og samstarfsmenn sem geta harmað atburðarásir og hafa lítt eða ekkert með þær að gera. Mannúð kostar umhugsun.Styrkur frjálsrar upplýsingamiðlunar Að þessu sinni sýndu íslenskir og alþjóðlegir fjölmiðlar styrk frjálsrar upplýsingamiðlunar og skoðanaskipta og ber að þakka það - um leið og við höfnum síendurteknum tilraunum til að sverta þá með ásökunum um sviðsettar og tilhæfulausar árásir á stjórnmálamenn. Rökstudd gagnrýni er góð en hana sjáum við allt of sjaldan. Í annað sinn á einum áratug hriktir í samfélaginu svo um munar. Erum við mannskapur til að fást við það svo vel fari? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmálamönnum ber að að halda trúnaði við umbjóðendur sína og samfélagið og nú hafa nokkrir þeirra brugðist traustinu - einn þeirra sýnu verst og mest. Nokkrar misvænlegar leiðir eru færar til að lágmarka skaðann, hér innanlands jafnt sem utan landsins - þá gildir að yfirvegun og sanngirni ráði. Ég skora á allt frjálslynt og félagslega sinnað fólk um að ná sem mestri samstöðu þar um. Það tekur töluverðan tíma - jafnvel allmörg ár - að rétta kúrsinn af og þoka samfélaginu til margaukins jöfnuðar og minni (geldrar) markaðshyggju - hvað þá sjálfbærni sem framtíðin veltur á.Alþýða manna á betra skilið Alþýða manna - allir þeir sem vinna eða þjóna fyrir sér og sínum í sveita síns andlits - á annað og betra skilið en 607 aflandsmenn, auk bankstera, fjárglæframanna og hönnuða kollsteypunnar 2008. Fjöldinn ber auðvitað ábyrgð á eigin framtíð og verður að finna henni leið um fulltrúalýðræði og með samræðu. Á Íslandi er stjórnkerfi sem nefnist þingbundið lýðræði enn við lýði og ekkert sólóútspil einstaklinga á að vera í boði - einhvers konar gerræði sem á að bjarga málum. Heldur ekki stjórnlaus reiði stórra hópa. Munum líka að bak við einstaklinga eru jafnan fjölskyldur, vinir og samstarfsmenn sem geta harmað atburðarásir og hafa lítt eða ekkert með þær að gera. Mannúð kostar umhugsun.Styrkur frjálsrar upplýsingamiðlunar Að þessu sinni sýndu íslenskir og alþjóðlegir fjölmiðlar styrk frjálsrar upplýsingamiðlunar og skoðanaskipta og ber að þakka það - um leið og við höfnum síendurteknum tilraunum til að sverta þá með ásökunum um sviðsettar og tilhæfulausar árásir á stjórnmálamenn. Rökstudd gagnrýni er góð en hana sjáum við allt of sjaldan. Í annað sinn á einum áratug hriktir í samfélaginu svo um munar. Erum við mannskapur til að fást við það svo vel fari?
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar