Tesla Model 3 með 15 tommu LG skjái Finnur Thorlacius skrifar 4. apríl 2016 09:36 Tesla mun hafa nóg að gera á næstu árum að uppfylla alla þær pantanir sem komnar eru í Model 3 bílinn. Til þess að svo geti orðið þarf Tesla að reiða sig á nokkur af stærri fyrirtækjum heims. Eitt þeirra er S-kóreska fyrirtækið LG sem útvega mun Tesla þá 15 tommu skjái sem eru fyrir miðju mælaborðsins í bílunum. Tesla mun því þurfa að panta að minnsta kosti 135.000 svona skjái uppí þær forpantanir sem komnar eru í bílinn. LG hefur ekki fram að þessu, fremur en aðrir framleiðendur á tölvuskjám, fengið svo stóra pöntun frá bílaframleiðanda. LG hefur hingað til framleitt sjónvarpsskjái, tölvuskjái og símaskjái, en nú bætast upplýsingaskjáir fyrir bíla við og það ekki í litlu magni. Líklega munu skjáframleiðendur þurfa í auknum mæli að útvega bílaframleiðendum skjái, en þeir fara sístækkandi í nútíma bílum. Fram að þessu hefur Tesla keypt skjái frá ónefndum framleiðanda í Tesla Model S og Model X bílana en ekki fylgir sögunni hvort LG muni taka yfir framleiðslu skjánna sem finna verður í nýjum Model S og X. Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent
Tesla mun hafa nóg að gera á næstu árum að uppfylla alla þær pantanir sem komnar eru í Model 3 bílinn. Til þess að svo geti orðið þarf Tesla að reiða sig á nokkur af stærri fyrirtækjum heims. Eitt þeirra er S-kóreska fyrirtækið LG sem útvega mun Tesla þá 15 tommu skjái sem eru fyrir miðju mælaborðsins í bílunum. Tesla mun því þurfa að panta að minnsta kosti 135.000 svona skjái uppí þær forpantanir sem komnar eru í bílinn. LG hefur ekki fram að þessu, fremur en aðrir framleiðendur á tölvuskjám, fengið svo stóra pöntun frá bílaframleiðanda. LG hefur hingað til framleitt sjónvarpsskjái, tölvuskjái og símaskjái, en nú bætast upplýsingaskjáir fyrir bíla við og það ekki í litlu magni. Líklega munu skjáframleiðendur þurfa í auknum mæli að útvega bílaframleiðendum skjái, en þeir fara sístækkandi í nútíma bílum. Fram að þessu hefur Tesla keypt skjái frá ónefndum framleiðanda í Tesla Model S og Model X bílana en ekki fylgir sögunni hvort LG muni taka yfir framleiðslu skjánna sem finna verður í nýjum Model S og X.
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent