Geir býst við því að tárast þegar strákarnir labba inn á völlinn í Frakklandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2016 20:39 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var einn viðmælendanna í innslagi um íslenska fótboltakraftaverkið í fótboltaþættinum Football Focus sem er vikulega á dagskrá á BBC í Bretlandi. Breska ríkissjónvarpið sendi tökulið til Íslands til að komast að því hvernig 330 þúsund manna þjóð fór af því að vinna sér sæti meðal bestu knattspyrnulandsliða Evrópu. Íslenska karlalandsliðið er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót á Evrópumótinu í Frakklandi næsta sumar og verður þá fámennasta þjóðin til að taka þátt í EM í fótbolta. Innslagið byrjar og endar á viðtali við formann KSÍ þar sem hann byrjar á því að segja frá því þegar fyrsta Knattspyrnuhöllin var byggð á Íslandi en menn hafa þakkað knattspyrnuhöllunum fyrir uppkomu íslenskra fótboltamanna á síðustu árum Í loki innslagsins er Geir spurður af því hvernig honum muni líða 14. júní næstkomandi þegar íslenska karlalandsliðið gengur inn á Stade Geoffroy-Guichard völlinn í Saint-Étienne fyrir leik sinn á móti Portúgal. „Ég verð yfir mig stoltur og líklega bara grátandi," svaraði Geir hlæjandi og hann verður örugglega ekki eini Íslendingurinn sem verður í tilfinningarússíbana þessa sögulegu daga í júní. Geir er 51 árs gamall og hefur verið formaður Knattspyrnusambands Íslands frá árinu 2007. Geir hóf störf á KSÍ árið 1992 og var búin að vera framkvæmdastjóri í áratug þegar hann var kosinn formaður. Frá því að Geir tók við formennsku hjá KSÍ hafa bæði karla- og kvennalandsliðið unnið sér sæti á Evrópumótinu í fyrsta sinn. Umfjöllunin um Ísland hefst eftir rúmar fjórtán mínútur en það má finna allan Football Focus þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sjá meira
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var einn viðmælendanna í innslagi um íslenska fótboltakraftaverkið í fótboltaþættinum Football Focus sem er vikulega á dagskrá á BBC í Bretlandi. Breska ríkissjónvarpið sendi tökulið til Íslands til að komast að því hvernig 330 þúsund manna þjóð fór af því að vinna sér sæti meðal bestu knattspyrnulandsliða Evrópu. Íslenska karlalandsliðið er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót á Evrópumótinu í Frakklandi næsta sumar og verður þá fámennasta þjóðin til að taka þátt í EM í fótbolta. Innslagið byrjar og endar á viðtali við formann KSÍ þar sem hann byrjar á því að segja frá því þegar fyrsta Knattspyrnuhöllin var byggð á Íslandi en menn hafa þakkað knattspyrnuhöllunum fyrir uppkomu íslenskra fótboltamanna á síðustu árum Í loki innslagsins er Geir spurður af því hvernig honum muni líða 14. júní næstkomandi þegar íslenska karlalandsliðið gengur inn á Stade Geoffroy-Guichard völlinn í Saint-Étienne fyrir leik sinn á móti Portúgal. „Ég verð yfir mig stoltur og líklega bara grátandi," svaraði Geir hlæjandi og hann verður örugglega ekki eini Íslendingurinn sem verður í tilfinningarússíbana þessa sögulegu daga í júní. Geir er 51 árs gamall og hefur verið formaður Knattspyrnusambands Íslands frá árinu 2007. Geir hóf störf á KSÍ árið 1992 og var búin að vera framkvæmdastjóri í áratug þegar hann var kosinn formaður. Frá því að Geir tók við formennsku hjá KSÍ hafa bæði karla- og kvennalandsliðið unnið sér sæti á Evrópumótinu í fyrsta sinn. Umfjöllunin um Ísland hefst eftir rúmar fjórtán mínútur en það má finna allan Football Focus þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sjá meira