Audi SQ7 í aðalhlutverki í Captain America Finnur Thorlacius skrifar 19. apríl 2016 12:22 Í tilvonandi Captain America kvikmynd leika Audi bílar stórt hlutverk og koma mikið við sögu. Svo mikið að sumir hafa sagt að myndin sé ein stór Audi auglýsing. Með stærsta hlutverkið fara Audi SQ7 jeppar sem stundum sjást í hrönnum í myndinni, meðal annars í miklum eltingaleik. Einnig koma Audi R8 V10 Plus, Audi A4, Audi A7 Sportback og Audi Prologue tilraunabíll við sögu. Þetta má sjá í auglýsingastiklu Audi hér að ofan sem klippt er inn í atriði úr myndinni og felur einnig í sér ágætan húmor. Það er Chris Evans sem leikur Captain America og hann ekur Audi SQ7 bíl en Tony Stark sem Iron Man ekur Audi S8 bíl í myndinni. Þessi nýja Captain America mynd mun heita Civil War og frumsýning hennar er 6. maí næstkomandi. Kannski verða í henni fleiri Audi bílar en leikarar og er það vel því þarna fara fallegir bílar. Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent
Í tilvonandi Captain America kvikmynd leika Audi bílar stórt hlutverk og koma mikið við sögu. Svo mikið að sumir hafa sagt að myndin sé ein stór Audi auglýsing. Með stærsta hlutverkið fara Audi SQ7 jeppar sem stundum sjást í hrönnum í myndinni, meðal annars í miklum eltingaleik. Einnig koma Audi R8 V10 Plus, Audi A4, Audi A7 Sportback og Audi Prologue tilraunabíll við sögu. Þetta má sjá í auglýsingastiklu Audi hér að ofan sem klippt er inn í atriði úr myndinni og felur einnig í sér ágætan húmor. Það er Chris Evans sem leikur Captain America og hann ekur Audi SQ7 bíl en Tony Stark sem Iron Man ekur Audi S8 bíl í myndinni. Þessi nýja Captain America mynd mun heita Civil War og frumsýning hennar er 6. maí næstkomandi. Kannski verða í henni fleiri Audi bílar en leikarar og er það vel því þarna fara fallegir bílar.
Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent