Gunnar Nelson kærður fyrir að fella tré nágranna síns Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. apríl 2016 06:00 Útsýnið hefur stóraukist á Kleifarvegi 6 eftir að eigendur hússins felldu tré nágrannanna á Laugarsvegi 3 sem nú er ekki í eins góðu skjóli og áður. Vísir/Ernir Stórt og gamalt tré var á fimmtudag fellt í garðinum á Laugarásvegi 3 í óþökk eigenda hússins. Bardagakappinn Gunnar Nelson og eigandi annarrar íbúðar í nágrannahúsinu á Kleifarvegi 6 eru sagðir hafi staðið fyrir verkinu sem kært hefur verið til lögreglu. Ekki náðist tal af eigendum Kleifarvegs 6 í gær en Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, segir að upphaf málsins megi rekja til þess að eigendur Kleifarvegs 6, sem keyptu hvor sína íbúðina í húsinu í fyrra, hafi látið mynda skólplagnir á lóðinni. „Þá kemur í ljós að þetta aspartré sem er þarna á lóðamörkunum er búið að skemma skólplagnir hjá þeim,“ útskýrir Haraldur sem kveður við svo búið hafa verið haft samband við nágrannana og þeim boðið að tréð yrði fjarlægt þeim að kostnaðarlausu um leið og tré í Kleifarvegsgarðinum yrðu felld. Vel hafi verið tekið í þetta.Haraldur Nelson segir Gunnar son sinn síst vilja troða illssakir við nágranna sína í Laugarásnum. Fréttablaðið/Vilhelm„Þeir ætluðu síðan að láta vita ef það mætti ekki. Síðan er liðnir margir mánuðir og þeir töldu að það væri í lagi að taka þetta tré. Þarna er bara einhver misskilningur á milli þeirra,“ segir Haraldur, sem kveður Gunnar síst af öllu vilja eiga í erjum við nágranna sína. „Það var aldrei ætlunin. Hann taldi sig vera að gera þeim greiða með því að fjarlægja þetta algerlega á sinn kostnað.“ Eigendum trésins, Sigurði Ásgeiri Ólafssyni og Richard Kristinssyni á Laugarásvegi 3, ber hins vegar saman um að þeir hafi alls ekki veitt samþykki sitt fyrir því að umrætt tré yrði fellt. Þeir viti reyndar ekki af hvaða tegund tréð hafi verið en það hafi þó ekki verið ösp „Þeir höfðu ekkert leyfi, það er alveg á tæru,“ segir Sigurður sem kveður samband hafa verið haft við þá Richard í fyrra til að óska eftir samþykki fyrir því að tréð yrði fellt. Þeir hafi hvorugur sagst reiðubúnir til að heimila að tréð yrði fellt og teldu jafnvel að ekki mætti farga svo gömlu tré. „Það var ekki haft samband meira við okkur.“ Sigurður og Richard sáu ekki hvað orðið var fyrr en þeir komu heim eftir vinnu á fimmtudaginn. Þá var aðeins trjástubburinn eftir. Aðspurður segir Sigurður að þegar málið hafi verið rætt við þá hafi ekki verið minnst á lagnir af nokkru tagi. „Það var bara talað um að þá fengist betra útsýni,“ rifjar hann upp. Sigurður og Richard segja báðir að tréð hafi skýlt þeim mikið fyrir suðaustanátt, auk þess verið athvarf fugla og verið til prýði á allan hátt. „Það er bara glæpsamlegt athæfi að gera þetta svona,“ segir Sigurður. Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Stórt og gamalt tré var á fimmtudag fellt í garðinum á Laugarásvegi 3 í óþökk eigenda hússins. Bardagakappinn Gunnar Nelson og eigandi annarrar íbúðar í nágrannahúsinu á Kleifarvegi 6 eru sagðir hafi staðið fyrir verkinu sem kært hefur verið til lögreglu. Ekki náðist tal af eigendum Kleifarvegs 6 í gær en Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, segir að upphaf málsins megi rekja til þess að eigendur Kleifarvegs 6, sem keyptu hvor sína íbúðina í húsinu í fyrra, hafi látið mynda skólplagnir á lóðinni. „Þá kemur í ljós að þetta aspartré sem er þarna á lóðamörkunum er búið að skemma skólplagnir hjá þeim,“ útskýrir Haraldur sem kveður við svo búið hafa verið haft samband við nágrannana og þeim boðið að tréð yrði fjarlægt þeim að kostnaðarlausu um leið og tré í Kleifarvegsgarðinum yrðu felld. Vel hafi verið tekið í þetta.Haraldur Nelson segir Gunnar son sinn síst vilja troða illssakir við nágranna sína í Laugarásnum. Fréttablaðið/Vilhelm„Þeir ætluðu síðan að láta vita ef það mætti ekki. Síðan er liðnir margir mánuðir og þeir töldu að það væri í lagi að taka þetta tré. Þarna er bara einhver misskilningur á milli þeirra,“ segir Haraldur, sem kveður Gunnar síst af öllu vilja eiga í erjum við nágranna sína. „Það var aldrei ætlunin. Hann taldi sig vera að gera þeim greiða með því að fjarlægja þetta algerlega á sinn kostnað.“ Eigendum trésins, Sigurði Ásgeiri Ólafssyni og Richard Kristinssyni á Laugarásvegi 3, ber hins vegar saman um að þeir hafi alls ekki veitt samþykki sitt fyrir því að umrætt tré yrði fellt. Þeir viti reyndar ekki af hvaða tegund tréð hafi verið en það hafi þó ekki verið ösp „Þeir höfðu ekkert leyfi, það er alveg á tæru,“ segir Sigurður sem kveður samband hafa verið haft við þá Richard í fyrra til að óska eftir samþykki fyrir því að tréð yrði fellt. Þeir hafi hvorugur sagst reiðubúnir til að heimila að tréð yrði fellt og teldu jafnvel að ekki mætti farga svo gömlu tré. „Það var ekki haft samband meira við okkur.“ Sigurður og Richard sáu ekki hvað orðið var fyrr en þeir komu heim eftir vinnu á fimmtudaginn. Þá var aðeins trjástubburinn eftir. Aðspurður segir Sigurður að þegar málið hafi verið rætt við þá hafi ekki verið minnst á lagnir af nokkru tagi. „Það var bara talað um að þá fengist betra útsýni,“ rifjar hann upp. Sigurður og Richard segja báðir að tréð hafi skýlt þeim mikið fyrir suðaustanátt, auk þess verið athvarf fugla og verið til prýði á allan hátt. „Það er bara glæpsamlegt athæfi að gera þetta svona,“ segir Sigurður.
Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira