Varnarsigrar Hauka og Gróttu | ÍBV gerði góða ferð í Safamýrina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. apríl 2016 21:46 Ramune Pekarskyte skoraði fjögur mörk fyrir Hauka í kvöld. vísir/ernir Úrslitakeppnin í Olís-deild kvenna hófst í kvöld með fjórum leikjum. Í Garðabænum vann Stjarnan öruggan sigur á Val, 27-20. Lesa má um leikinn með því að smella hér. Það var ekki mikið skorað í Schenker-höllinni þegar deildarmeistarar Hauka mættu Fylki. Haukar leiddu allan tímann en tókst aldrei að hrista Árbæinga af sér. Fylkiskonur voru í miklum vandræðum í sókninni skoruðu aðeins fjögur mörk í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 7-4, Haukum í vil. Fylkir jafnaði metin í 12-12 um miðjan seinni hálfleik en þá tóku Haukar sér taki, unnu síðustu 11 mínútur leiksins 7-3 og leikinn 19-15. Maria Ines De Silva, Ramune Pekarskyte og Karen Helga Díönudóttur skoruðu allar fjögur mörk fyrir Hauka en Patricia Szölösi var markahæst í liði Fylkis með fjögur mörk.Mörk Hauka: Maria Ines De Silva 4, Ramune Pekarskyte 4, Karen Helga Díönudóttir 4/1, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 3, Vilborg Pétursdóttir 1/1, Erla Eiríksdóttir 1, María Karlsdóttir 1, Ragnheiður Sveinsdóttir 1.Mörk Fylkis: Patricia Szölösi 4/2, Hildur Björnsdóttir 3, Thea Imani Sturludóttir 3, Hildur Karen Jóhannsdóttir 2, Kristjana Björk Steinarsdóttir 1, Vera Pálsdóttir 1, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 1.Anna Úrsúla skoraði sex mörk af línunni gegn Selfossi.mynd/magnús matthíassonÍslandsmeistarar Gróttu sýndu styrk sinn gegn Selfossi á heimavelli og unnu 10 marka sigur, 27-17. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og þegar tvær mínútur voru til hálfleiks var staðan 9-9. Grótta skoraði þrjú síðustu mörk fyrri hálfleik og þrjú fyrstu í seinni hálfleik og lögðu þannig grunninn að sigrinum. Seltirningar juku muninn jafnt og þétt og á endanum munaði 10 mörkum á liðunum, 27-17. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir var markahæst í liði Gróttu með sex mörk en Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði mest fyrir Selfoss, eða fimm mörk.Mörk Gróttu: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 6, Arndís María Erlingsdóttir 4, Lovísa Thompson 4, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 4, Anna Katrín Stefánsdóttir 3, Sunna María Einarsdóttir 2/1, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 2, Eva Björk Davíðsdóttir 2.Mörk Selfoss: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 5/3, Steinunn Hansdóttir 4, Carmen Palamariu 4, Perla Ruth Albertsdóttir 2, Adina Maria Ghidoarca 1, Kristrún Steinþórsdóttir 1, Elena Elísabet Birgisdóttir 1.Drífa Þorvaldsdóttir skoraði átta mörk í Safamýrinni.vísir/ernirEyjakonur gerðu góða ferð í Safamýrina og unnu tveggja marka sigur á Fram, 21-23. Framkonur leiddu í hálfleik, 12-11, en í seinni hálfleik náðu Eyjakonur undirtökunum og byggðu upp forskot sem heimakonur náðu ekki að brúa. Drífa Þorvaldsdóttir skoraði átta mörk fyrir ÍBV og Telma Silva Amado skilaði sjö mörkum af línunni. Ragnheiður Júlíusdóttir var markahæst í liði Fram með sjö mörk.Mörk Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 7, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 4, Marthe Sördal 3, Arna Þyri Ólafsdóttir 2, Hekla Rún Ámundadóttir 2, Steinunn Björnsdóttir 2, Hildur Þorgeirsdóttir 1.Mörk ÍBV: Drífa Þorvaldsdóttir 8/1, Telma Silva Amado 7, Díana Dögg Magnúsdóttir 4/1, Ester Óskarsdóttir 2, Þóra Guðný Arnarsdóttir 1, Sandra Dís Sigurðardóttir 1. Olís-deild kvenna Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Handbolti Fleiri fréttir Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Sjá meira
Úrslitakeppnin í Olís-deild kvenna hófst í kvöld með fjórum leikjum. Í Garðabænum vann Stjarnan öruggan sigur á Val, 27-20. Lesa má um leikinn með því að smella hér. Það var ekki mikið skorað í Schenker-höllinni þegar deildarmeistarar Hauka mættu Fylki. Haukar leiddu allan tímann en tókst aldrei að hrista Árbæinga af sér. Fylkiskonur voru í miklum vandræðum í sókninni skoruðu aðeins fjögur mörk í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 7-4, Haukum í vil. Fylkir jafnaði metin í 12-12 um miðjan seinni hálfleik en þá tóku Haukar sér taki, unnu síðustu 11 mínútur leiksins 7-3 og leikinn 19-15. Maria Ines De Silva, Ramune Pekarskyte og Karen Helga Díönudóttur skoruðu allar fjögur mörk fyrir Hauka en Patricia Szölösi var markahæst í liði Fylkis með fjögur mörk.Mörk Hauka: Maria Ines De Silva 4, Ramune Pekarskyte 4, Karen Helga Díönudóttir 4/1, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 3, Vilborg Pétursdóttir 1/1, Erla Eiríksdóttir 1, María Karlsdóttir 1, Ragnheiður Sveinsdóttir 1.Mörk Fylkis: Patricia Szölösi 4/2, Hildur Björnsdóttir 3, Thea Imani Sturludóttir 3, Hildur Karen Jóhannsdóttir 2, Kristjana Björk Steinarsdóttir 1, Vera Pálsdóttir 1, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 1.Anna Úrsúla skoraði sex mörk af línunni gegn Selfossi.mynd/magnús matthíassonÍslandsmeistarar Gróttu sýndu styrk sinn gegn Selfossi á heimavelli og unnu 10 marka sigur, 27-17. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og þegar tvær mínútur voru til hálfleiks var staðan 9-9. Grótta skoraði þrjú síðustu mörk fyrri hálfleik og þrjú fyrstu í seinni hálfleik og lögðu þannig grunninn að sigrinum. Seltirningar juku muninn jafnt og þétt og á endanum munaði 10 mörkum á liðunum, 27-17. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir var markahæst í liði Gróttu með sex mörk en Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði mest fyrir Selfoss, eða fimm mörk.Mörk Gróttu: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 6, Arndís María Erlingsdóttir 4, Lovísa Thompson 4, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 4, Anna Katrín Stefánsdóttir 3, Sunna María Einarsdóttir 2/1, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 2, Eva Björk Davíðsdóttir 2.Mörk Selfoss: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 5/3, Steinunn Hansdóttir 4, Carmen Palamariu 4, Perla Ruth Albertsdóttir 2, Adina Maria Ghidoarca 1, Kristrún Steinþórsdóttir 1, Elena Elísabet Birgisdóttir 1.Drífa Þorvaldsdóttir skoraði átta mörk í Safamýrinni.vísir/ernirEyjakonur gerðu góða ferð í Safamýrina og unnu tveggja marka sigur á Fram, 21-23. Framkonur leiddu í hálfleik, 12-11, en í seinni hálfleik náðu Eyjakonur undirtökunum og byggðu upp forskot sem heimakonur náðu ekki að brúa. Drífa Þorvaldsdóttir skoraði átta mörk fyrir ÍBV og Telma Silva Amado skilaði sjö mörkum af línunni. Ragnheiður Júlíusdóttir var markahæst í liði Fram með sjö mörk.Mörk Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 7, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 4, Marthe Sördal 3, Arna Þyri Ólafsdóttir 2, Hekla Rún Ámundadóttir 2, Steinunn Björnsdóttir 2, Hildur Þorgeirsdóttir 1.Mörk ÍBV: Drífa Þorvaldsdóttir 8/1, Telma Silva Amado 7, Díana Dögg Magnúsdóttir 4/1, Ester Óskarsdóttir 2, Þóra Guðný Arnarsdóttir 1, Sandra Dís Sigurðardóttir 1.
Olís-deild kvenna Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Handbolti Fleiri fréttir Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Sjá meira