Mæðgur á mótorhjólaferðalagi um Víetnam Finnur Thorlacius skrifar 12. apríl 2016 10:32 Mæðgurnar í Víetnam. Þær láta sér fátt fyrir brjósti brenna mæðgurnar Þóra Hrönn Njálsdóttir og Bára Sigurjónsdóttir. Þær hafa nýlokið 2.100 kílómetra ferð á mótorhjólum frá Hanoi til Saigon í Víetnam en þær eru báðar nýbyrjaðar í mótorhjólasportinu. Bára tók prófið í fyrra en Þóra Hrönn er aðeins hálfnuð með sitt próf og náði ekki að ljúka prófi áður en hún hélt utan. Í Víetnam þarf þó ekki að uppfylla kröfur um próf, aðeins að vera nægilega stór til að valda mótorhjólinu. Með í för voru Sigurjón Pétursson, eiginmaður Þóru Hrannar til 44 ára, og tengdasonur þeirra Ásgeir Pétursson. Ferðin var ekki áfallalaus því að Sigurjón féll af baki eftir árekstur við stóran hund, en slapp með skrámur og gat haldið áfram og lokið ferðinni. Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent
Þær láta sér fátt fyrir brjósti brenna mæðgurnar Þóra Hrönn Njálsdóttir og Bára Sigurjónsdóttir. Þær hafa nýlokið 2.100 kílómetra ferð á mótorhjólum frá Hanoi til Saigon í Víetnam en þær eru báðar nýbyrjaðar í mótorhjólasportinu. Bára tók prófið í fyrra en Þóra Hrönn er aðeins hálfnuð með sitt próf og náði ekki að ljúka prófi áður en hún hélt utan. Í Víetnam þarf þó ekki að uppfylla kröfur um próf, aðeins að vera nægilega stór til að valda mótorhjólinu. Með í för voru Sigurjón Pétursson, eiginmaður Þóru Hrannar til 44 ára, og tengdasonur þeirra Ásgeir Pétursson. Ferðin var ekki áfallalaus því að Sigurjón féll af baki eftir árekstur við stóran hund, en slapp með skrámur og gat haldið áfram og lokið ferðinni.
Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent