Efnir til afmælistónleika Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 28. apríl 2016 10:30 Margrét J. Pálmadóttir fagnar að sjálfsögðu stórafmælinu með tónlist. Vísir/GVA „Ég er mikið afmælisbarn. Ég fæ alltaf svona sérstaka þakklætistilfinningu á afmælisdaginn og hún minnkar ekkert með árunum. Hún bara eykst,“ segir kórstjórinn, tónlistarkonan og söngkonan Margrét J. Pálmadóttir sem er sextug í dag og bætir við að hún elski tölurnar bara meira eftir því sem þær hækka. „Þó ég hafi kannski verið hrædd við töluna 40 þá finnst mér bara „grace“ að fá að verða 60 ára. Og ég tala nú ekki um 80 eða 90 ára. Ég stefni í 100,“ segir hún og skellir upp úr. Afmælinu fagnar þessi mikla tónlistarkona að sjálfsögðu með tónlist allt um lykjandi en hinn eiginlegi fagnaður fer fram í Fríkirkjunni á laugardaginn með tónleikunum. Sjálfum afmælisdeginum eyðir hún í faðmi fjölskyldunnar og við íhugun og slökun fyrir tónleikana. „Ég verð með djass-, blús- og gospel-tónleika í Fríkirkjunni. Ég ætla að brjótast út úr skelinni og syngja með hljómsveit, kór og öðrum einsöngvara svona smá blús og gospel. Ég er aðeins að taka mig á því ég hef þagað dálítið lengi sem sólóisti en nú ætla ég bara út úr skelinni með þetta alla leið,“ segir hún. Margrét er stjórnandi og stofnandi kórsins Vox feminae sem stofnaður var árið 1993 og stofnandi, auk fleiri, sönghússins Domus Vox í Reykjavík. Á tónleikunum verður öllu til tjaldað, hljómsveit auk 100 kvenna kórs sem skipaður er konum á aldrinum 15-75 ára en þeir fara líkt og áður sagði fram í Fríkirkjunni á laugardaginn og hefjast klukkan 18.00. Menning Tónlist Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Ég er mikið afmælisbarn. Ég fæ alltaf svona sérstaka þakklætistilfinningu á afmælisdaginn og hún minnkar ekkert með árunum. Hún bara eykst,“ segir kórstjórinn, tónlistarkonan og söngkonan Margrét J. Pálmadóttir sem er sextug í dag og bætir við að hún elski tölurnar bara meira eftir því sem þær hækka. „Þó ég hafi kannski verið hrædd við töluna 40 þá finnst mér bara „grace“ að fá að verða 60 ára. Og ég tala nú ekki um 80 eða 90 ára. Ég stefni í 100,“ segir hún og skellir upp úr. Afmælinu fagnar þessi mikla tónlistarkona að sjálfsögðu með tónlist allt um lykjandi en hinn eiginlegi fagnaður fer fram í Fríkirkjunni á laugardaginn með tónleikunum. Sjálfum afmælisdeginum eyðir hún í faðmi fjölskyldunnar og við íhugun og slökun fyrir tónleikana. „Ég verð með djass-, blús- og gospel-tónleika í Fríkirkjunni. Ég ætla að brjótast út úr skelinni og syngja með hljómsveit, kór og öðrum einsöngvara svona smá blús og gospel. Ég er aðeins að taka mig á því ég hef þagað dálítið lengi sem sólóisti en nú ætla ég bara út úr skelinni með þetta alla leið,“ segir hún. Margrét er stjórnandi og stofnandi kórsins Vox feminae sem stofnaður var árið 1993 og stofnandi, auk fleiri, sönghússins Domus Vox í Reykjavík. Á tónleikunum verður öllu til tjaldað, hljómsveit auk 100 kvenna kórs sem skipaður er konum á aldrinum 15-75 ára en þeir fara líkt og áður sagði fram í Fríkirkjunni á laugardaginn og hefjast klukkan 18.00.
Menning Tónlist Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira