Volkswagen söluhærra en Toyota á fyrsta ársfjórðungi Finnur Thorlacius skrifar 26. apríl 2016 12:56 Volkswagen Passat. Volkswagen Toyota hefur verið söluhæsta bílafyrirtæki heims síðustu 4 ár. Það gæti hugsanlega breyst þetta árið, en Volkswagen sló við sölu Toyota á fyrsta ársfjórðingi þessa árs. Sala Toyota féll um 2,3% á þessum 3 mánuðum og seldust 2,46 milljón Toyota bílar. Á sama tíma jókst sala Volkswagen um 0,8% og nam 2,5 milljón bílum. Þriðja stærsta bílafyrirtæki heims, General Motors upplifði 2,5% söluminnkun og 2,36 milljón bíla sölu. Ástæðan fyrir söluminnkun Toyota eru tíðar stöðvanir í verksmiðjum Toyota sökum jarðskjálfta, bruna og verkfalla. Það skortir því ekki eftirspurnina eftir Toyota bílum heldur á fyrirtækið aðeins í vanda með að framleiða uppí þá eftirspurn. Athygli vekur að Volkswagen, sem nú glímir við mesta vanda fyrirtækisins í langan tíma sökum disilvélasvindlsins, hefur tekið forystuna í sölu á meðan. Sala fyrirtækisins virðist ekki löskuð frá uppgötvun svindlsins nema þá helst í Bandaríkjunum, en á þessum fyrstu 3 mánuðum ársins hefur sala Volkswagen aukist um 6,4% í Kína og 3,5% í Evrópu. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent
Toyota hefur verið söluhæsta bílafyrirtæki heims síðustu 4 ár. Það gæti hugsanlega breyst þetta árið, en Volkswagen sló við sölu Toyota á fyrsta ársfjórðingi þessa árs. Sala Toyota féll um 2,3% á þessum 3 mánuðum og seldust 2,46 milljón Toyota bílar. Á sama tíma jókst sala Volkswagen um 0,8% og nam 2,5 milljón bílum. Þriðja stærsta bílafyrirtæki heims, General Motors upplifði 2,5% söluminnkun og 2,36 milljón bíla sölu. Ástæðan fyrir söluminnkun Toyota eru tíðar stöðvanir í verksmiðjum Toyota sökum jarðskjálfta, bruna og verkfalla. Það skortir því ekki eftirspurnina eftir Toyota bílum heldur á fyrirtækið aðeins í vanda með að framleiða uppí þá eftirspurn. Athygli vekur að Volkswagen, sem nú glímir við mesta vanda fyrirtækisins í langan tíma sökum disilvélasvindlsins, hefur tekið forystuna í sölu á meðan. Sala fyrirtækisins virðist ekki löskuð frá uppgötvun svindlsins nema þá helst í Bandaríkjunum, en á þessum fyrstu 3 mánuðum ársins hefur sala Volkswagen aukist um 6,4% í Kína og 3,5% í Evrópu.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent