Ein milljón Mazda MX-5 Miata Finnur Thorlacius skrifar 26. apríl 2016 11:39 Mazda MX-5 Miata. Sá áfangi náðist hjá Mazda þann 22. apríl að japanski bílasmiðurinn smíðaði milljónasta Mazda MX-5 Miata bílinn, en hann kom fyrst á markað fyrir 27 árum. Mazda var búið að smíða hálfa milljón slíkra bíla um aldamótin síðustu og var komið í 800.000 bíla árið 2006. Mazda MX-5 Miata er vinsælasti tveggja sæta blæjubíll heims. Bíllinn er nú nýkominn af fjórðu kynslóð og hefur hann fengið frábæra dóma eins og fyrirrennarar hans. Þessi bíll hefur í raun alltaf fengið frábæra dóma bílagagnrýnenda og vermir yfirleitt efsta sætið í sínum flokki í samanburðarkönnunum. Það að bílaframleiðandi selja eina milljón eintaka af einstakri bílgerð er í raun ekki mjög fréttnæmt í samanburði við það að Ford hefur framleitt 34 milljón eintök af F-150 pallbílnum og Toyota hefur framleitt yfir 40 milljón eintök af Corolla. Þó skal hafa í huga að ekki margir sportbílar eru framleiddir í viðlíka magni og Mazda MX-5 Miata. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent
Sá áfangi náðist hjá Mazda þann 22. apríl að japanski bílasmiðurinn smíðaði milljónasta Mazda MX-5 Miata bílinn, en hann kom fyrst á markað fyrir 27 árum. Mazda var búið að smíða hálfa milljón slíkra bíla um aldamótin síðustu og var komið í 800.000 bíla árið 2006. Mazda MX-5 Miata er vinsælasti tveggja sæta blæjubíll heims. Bíllinn er nú nýkominn af fjórðu kynslóð og hefur hann fengið frábæra dóma eins og fyrirrennarar hans. Þessi bíll hefur í raun alltaf fengið frábæra dóma bílagagnrýnenda og vermir yfirleitt efsta sætið í sínum flokki í samanburðarkönnunum. Það að bílaframleiðandi selja eina milljón eintaka af einstakri bílgerð er í raun ekki mjög fréttnæmt í samanburði við það að Ford hefur framleitt 34 milljón eintök af F-150 pallbílnum og Toyota hefur framleitt yfir 40 milljón eintök af Corolla. Þó skal hafa í huga að ekki margir sportbílar eru framleiddir í viðlíka magni og Mazda MX-5 Miata.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent