White: Væri ekki sanngjarnt að leyfa Conor að berjast úr þessu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. apríl 2016 21:44 Vísir/Getty Dana White sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir UFC 200 í kvöld þar sem aðalumræðuefnið var Conor McGregor. Sjá einnig: Conor segist ekki vera hættur og kastar boltanum yfir til UFC Eins og ítarlega hefur verið fjallað um þá neitaði McGregor að taka þátt í kynningarstarfinu sem fer fram í Las Vegas um helgina. Allt byrjaði það með því að hann tilkynnti að hann væri hættur en það setti allt á annan endann í heimi UFC. McGregor átti að berjast við Nate Diaz á UFC 200 bardagakvöldinu í Las Vegas í júlí en nú er ljóst að ekkert verður úr því. Dana White, forseti UFC, lokaði endanlega á þann möguleika í kvöld. „Ég held að hann sé á Íslandi,“ var fyrsta svar Dana White á blaðamannafundinum í dag. Spurningin var einföld - hvar er Conor? „Það vita allir hver staðan er. Það er búið að fara yfir þetta mjög vel í fjölmiðlum.“ „En allir sem hafa barist fyrir UFC síðustu sextán árin hafa þurft að sinna þessu. Við reynum að gefa okkar mönnum eins mikinn slaka og við getum en þú verður einfaldlega að mæta og kynna bardagann - taka upp auglýsingarnar og annað slíkt.“ „Hingað komu aðilar úr öllum heimshornum. Þau komu öll. Þetta er bara hltui af starfinu. Þetta er það sem við gerum.“ White vildi ekki opna á neina möguleika fyrir Conor fyrir þennan bardaga. Ekki einu sinni að leyfa honum að taka þátt í blaðamannafundinum í gegnum gervihnattasamband. Sjá einnig: Skilaboð frá Conor til UFC: Þið eigið leik „Væri það sanngjarnt? Síðast þegar Conor barðist við Jose Aldo, þá var systir Jose að gifta sig. En Jose sat hér.“ „Þetta hafa margir gert. Margir hafa fórnað ýmsu. Þetta er hluti af starfinu. Þetta er það sem eina sem þú þarft nauðsynlega að gera?“ White var svo einfaldlega spurður, beint út, hvort það væri einhver möguleiki á að Conor myndi mögulega berjast á UFC 200. „Ég bara get ekki séð hvernig það er sanngjarnt. Það eru þrír mánuðir í bardagann og þess vegna gerum við þetta svona snemma. Til að trufla ekki undirbúninginn.“ Sjá einnig: Conor segist vera hættur „Ég skil vel að fólk vilji að Conor berjist. Fjölmiðlar vilja það, stuðningsmenn vilja það og ég vil það. Auðvitað vil ég það. En það er bara ekki sanngjarnt.“ Hann sagði þó einnig þetta: „Conor mun berjast aftur. En það er ekki sanngjarnt að hann fái að berjast á öðrum forsendum en aðrir. Það myndi setja slæmt fordæmi. Það er ekki díllinn. Svona hefur þetta verið í sextán ár.“ „Við erum að eyða tíu milljónum dollara í kynninguna og við getum ekki tekið upp auglýsingu með aðalbardaganum.“ MMA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Fram - Valur | Arnór byrjar á meisturunum Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sjá meira
Dana White sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir UFC 200 í kvöld þar sem aðalumræðuefnið var Conor McGregor. Sjá einnig: Conor segist ekki vera hættur og kastar boltanum yfir til UFC Eins og ítarlega hefur verið fjallað um þá neitaði McGregor að taka þátt í kynningarstarfinu sem fer fram í Las Vegas um helgina. Allt byrjaði það með því að hann tilkynnti að hann væri hættur en það setti allt á annan endann í heimi UFC. McGregor átti að berjast við Nate Diaz á UFC 200 bardagakvöldinu í Las Vegas í júlí en nú er ljóst að ekkert verður úr því. Dana White, forseti UFC, lokaði endanlega á þann möguleika í kvöld. „Ég held að hann sé á Íslandi,“ var fyrsta svar Dana White á blaðamannafundinum í dag. Spurningin var einföld - hvar er Conor? „Það vita allir hver staðan er. Það er búið að fara yfir þetta mjög vel í fjölmiðlum.“ „En allir sem hafa barist fyrir UFC síðustu sextán árin hafa þurft að sinna þessu. Við reynum að gefa okkar mönnum eins mikinn slaka og við getum en þú verður einfaldlega að mæta og kynna bardagann - taka upp auglýsingarnar og annað slíkt.“ „Hingað komu aðilar úr öllum heimshornum. Þau komu öll. Þetta er bara hltui af starfinu. Þetta er það sem við gerum.“ White vildi ekki opna á neina möguleika fyrir Conor fyrir þennan bardaga. Ekki einu sinni að leyfa honum að taka þátt í blaðamannafundinum í gegnum gervihnattasamband. Sjá einnig: Skilaboð frá Conor til UFC: Þið eigið leik „Væri það sanngjarnt? Síðast þegar Conor barðist við Jose Aldo, þá var systir Jose að gifta sig. En Jose sat hér.“ „Þetta hafa margir gert. Margir hafa fórnað ýmsu. Þetta er hluti af starfinu. Þetta er það sem eina sem þú þarft nauðsynlega að gera?“ White var svo einfaldlega spurður, beint út, hvort það væri einhver möguleiki á að Conor myndi mögulega berjast á UFC 200. „Ég bara get ekki séð hvernig það er sanngjarnt. Það eru þrír mánuðir í bardagann og þess vegna gerum við þetta svona snemma. Til að trufla ekki undirbúninginn.“ Sjá einnig: Conor segist vera hættur „Ég skil vel að fólk vilji að Conor berjist. Fjölmiðlar vilja það, stuðningsmenn vilja það og ég vil það. Auðvitað vil ég það. En það er bara ekki sanngjarnt.“ Hann sagði þó einnig þetta: „Conor mun berjast aftur. En það er ekki sanngjarnt að hann fái að berjast á öðrum forsendum en aðrir. Það myndi setja slæmt fordæmi. Það er ekki díllinn. Svona hefur þetta verið í sextán ár.“ „Við erum að eyða tíu milljónum dollara í kynninguna og við getum ekki tekið upp auglýsingu með aðalbardaganum.“
MMA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Fram - Valur | Arnór byrjar á meisturunum Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sjá meira