Bílakaup landsmanna halda áfram að vaxa Finnur Thorlacius skrifar 9. maí 2016 15:02 Bílasala er í miklum blóma nú um stundir. Sala nýrra bíla hjá BL hefur gengið mjög vel það sem af er árinu og er eftir apríl komin í 1.818 bíla samanborið við 943 bíla á sama tíma í fyrra. Í nýliðum mánuði nam markaðshlutdeild BL á fólks- og sendibílamarkaði 27,3 prósentum og nemur hún 28 prósentum það sem af er árinu. Alls voru 675 bílar af tegundum sem BL er með umboð fyrir skráðir í apríl, 234 fleiri en í mars. Hjá Samgöngustofu voru alls skráðir 2.470 fólks- og sendibílar í aprílmánuði, 979 fleiri en í mars þegar skráður var 1.491 bíll. Skráðir bílaleigubílar eru 73% fleiri fyrstu fjóra mánuði ársins en á sama tímabili 2015, alls 2.716, þar af 1.229 í apríl. Sé litið til bílamerkja BL fyrstu fjóra mánuði ársins var salan 93% meiri en á sama tíma 2015. Toyota er í öðru sæti yfir árið með 17,2% og Hekla í því þriðja með 16,4% hlutdeild.Sala BL í apríl. Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent
Sala nýrra bíla hjá BL hefur gengið mjög vel það sem af er árinu og er eftir apríl komin í 1.818 bíla samanborið við 943 bíla á sama tíma í fyrra. Í nýliðum mánuði nam markaðshlutdeild BL á fólks- og sendibílamarkaði 27,3 prósentum og nemur hún 28 prósentum það sem af er árinu. Alls voru 675 bílar af tegundum sem BL er með umboð fyrir skráðir í apríl, 234 fleiri en í mars. Hjá Samgöngustofu voru alls skráðir 2.470 fólks- og sendibílar í aprílmánuði, 979 fleiri en í mars þegar skráður var 1.491 bíll. Skráðir bílaleigubílar eru 73% fleiri fyrstu fjóra mánuði ársins en á sama tímabili 2015, alls 2.716, þar af 1.229 í apríl. Sé litið til bílamerkja BL fyrstu fjóra mánuði ársins var salan 93% meiri en á sama tíma 2015. Toyota er í öðru sæti yfir árið með 17,2% og Hekla í því þriðja með 16,4% hlutdeild.Sala BL í apríl.
Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent