Hann er lifandi | Myndband af hrekk hjá NFL stjörnu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2016 22:00 Robert Griffin III. Vísir/Getty Robert Griffin III, sem er jafnvel þekktari undir gælunafninu RG3, hugar nú að endurkomu hjá Cleveland Browns í NFL-deildinni eftir að hafa ekkert fengið að spila með Washington Redskins á síðasta tímabili. Robert Griffin III verður væntanlega aðalleikstjórnandi Cleveland Browns á komandi tímabili eftir að hafa skrifað undir tveggja ára og fimmtán milljón dollara samning í mars. RG3 átti enga framtíð hjá Washington Redskins þrátt fyrir að vera andlit félagsins nokkrum mánuðum fyrr. Meiðsli og þrjóska þjálfarans Jay Gruden áttu þátt í þessu óvæntu falli hans innan félagsins. Robert Griffin III brá á leik með nýja liðsfélaganum Cam Erving þegar þeir heimsóttu menntaskóla í North Ridgeville í Ohio-ríki á dögunum. Cam Erving mætti með ávísun í skólann upp á 25 þúsund dollara sem átti að fara í nýja hjálma og búninga fyrir fótboltalið skólans. Krakkarnir í North Ridgeville héldu fyrst að Cam Erving væri bara einn á ferð en annað átti eftir að koma í ljós. Þegar hann kynnti nýju hjálmana þá kom í ljós gína klædd í fótboltabúning og með nýja hjálminn á höfðinu. Cam kallaði svo á tvo nemendur til að skoða hjálminn betur en þegar þeir ætluðu að snerta hjálminn þá lifnaði gínan skyndilega við. Í ljós kom að það var mættur sjálfur Robert Griffin III og það fór ekkert framhjá neinum að krakkarnir þekktu vel nýju stjörnuna hjá Cleveland Browns. Það er hægt að sjá myndband af uppátækinu hér fyrir neðan.??????Watch @BigErv_75 and @RGIII pull off the biggest surprise ever at @NRHSSports!#Give10https://t.co/9Nw4gsOY3h— Cleveland Browns (@Browns) May 4, 2016 Pull off the surprise ??Present 25k worth of helmets ??All in a day's work.??'s https://t.co/BimWXz61FV#Give10 pic.twitter.com/hLAu2Vz6kB— Cleveland Browns (@Browns) May 5, 2016 NFL Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Sigursæl boðhlaupssveit Bandaríkjanna óvænt úr leik Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Sjá meira
Robert Griffin III, sem er jafnvel þekktari undir gælunafninu RG3, hugar nú að endurkomu hjá Cleveland Browns í NFL-deildinni eftir að hafa ekkert fengið að spila með Washington Redskins á síðasta tímabili. Robert Griffin III verður væntanlega aðalleikstjórnandi Cleveland Browns á komandi tímabili eftir að hafa skrifað undir tveggja ára og fimmtán milljón dollara samning í mars. RG3 átti enga framtíð hjá Washington Redskins þrátt fyrir að vera andlit félagsins nokkrum mánuðum fyrr. Meiðsli og þrjóska þjálfarans Jay Gruden áttu þátt í þessu óvæntu falli hans innan félagsins. Robert Griffin III brá á leik með nýja liðsfélaganum Cam Erving þegar þeir heimsóttu menntaskóla í North Ridgeville í Ohio-ríki á dögunum. Cam Erving mætti með ávísun í skólann upp á 25 þúsund dollara sem átti að fara í nýja hjálma og búninga fyrir fótboltalið skólans. Krakkarnir í North Ridgeville héldu fyrst að Cam Erving væri bara einn á ferð en annað átti eftir að koma í ljós. Þegar hann kynnti nýju hjálmana þá kom í ljós gína klædd í fótboltabúning og með nýja hjálminn á höfðinu. Cam kallaði svo á tvo nemendur til að skoða hjálminn betur en þegar þeir ætluðu að snerta hjálminn þá lifnaði gínan skyndilega við. Í ljós kom að það var mættur sjálfur Robert Griffin III og það fór ekkert framhjá neinum að krakkarnir þekktu vel nýju stjörnuna hjá Cleveland Browns. Það er hægt að sjá myndband af uppátækinu hér fyrir neðan.??????Watch @BigErv_75 and @RGIII pull off the biggest surprise ever at @NRHSSports!#Give10https://t.co/9Nw4gsOY3h— Cleveland Browns (@Browns) May 4, 2016 Pull off the surprise ??Present 25k worth of helmets ??All in a day's work.??'s https://t.co/BimWXz61FV#Give10 pic.twitter.com/hLAu2Vz6kB— Cleveland Browns (@Browns) May 5, 2016
NFL Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Sigursæl boðhlaupssveit Bandaríkjanna óvænt úr leik Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Sjá meira