Víkingur og Selfoss fyrstu Íslandsmeistarar dagsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2016 13:14 Íslandsmeistarar Víkings í 4. flokks kvenna. Mynd/Instagram/hsi_iceland Kvennalið Víkinga og karlalið Selfoss í 4. flokki tryggðu sér bæði Íslandsmeistaratitla í sínum flokkum í dag en það verður spilað um sjö Íslandsmeistaratitla í Dalhúsum í Grafarvogi í dag. Bæði lið Víkingsstelpna og Selfossstráka unnu tvöfalt í vetur því fyrr í vetur unnu þau bikarúrslitaleiki sína í Laugardalshöllinni. Víkingstelpur unnu 18-15 sigur á Fram í spennandi leik. Brynhildur Vala Björnsdóttir var valin maður leiksins en hún átti stórleik bæði í vörn og sókn og skoraði 6 mörk. Selfossstrákarnir unnu 33-30 sigur á FH en þeir höfðu líka unnið FH-inga í bikarúrslitaleiknum í febrúar. Enn á ný var það einn maður sem gerði útslagið í úrslitaleiknum. Selfyssingurinn Haukur Þrastarson var valinn maður leiksins í úrslitaleiknum en hann skoraði 18 mörk í þessum leik. Hann skoraði 21 mark í bikarúrslitaleiknum fyrr í vetur og hefur þar með skorað 39 mörk fyrir Selfoss í úrslitaleikjum tímabilsins. Hér fyrir neðan má sjá nýkrýnda Íslandsmeistara en Handknattleikssambandið setti myndir inn á Instagram-síðu sína sem er til mikillar fyrirmyndar. Úrslitaleikirnir verða allir sýndir í beinni netútsendingu á Fjölnir TV en hinir úrslitaleikir dagsins eru: Klukkan 13.00 4.flokkur karla eldri Dalhús Valur - Fjölnir Klukkan 14.45 4.flokkur kvenna eldri Dalhús Fylkir -Valur Klukkan 16.30 3.flokkur karla Dalhús ÍBV - FH Klukkan 18.30 3.flokkur kvenna Dalhús Fylkir – Fram Klukkan 20.30 2.flokkur karla Dalhús Fram - Valur Selfoss varð í dag Íslandsmeistarar 4. fl karla yngri þegar liðið sigraði FH 33-30. Haukur Þrastarson var valinn maður leiksins en hann skoraði 18 mörk. #handbolti A photo posted by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on May 5, 2016 at 5:56am PDT Í morgun varð Víkingur Íslandsmeistari í 4kv yngri eftir 18-15 sigur á Fram í spennandi leik. #handbolti A photo posted by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on May 5, 2016 at 4:29am PDT Brynhildur Vala Björnsdóttir var valin maður leiksins þegar Víkingur varð Íslandsmeistari nú í morgun. Brynhildur átti stórleik bæði í vörn og sókn og skoraði 6 mörk. #handbolti A photo posted by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on May 5, 2016 at 4:34am PDT Íslenski handboltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Sjá meira
Kvennalið Víkinga og karlalið Selfoss í 4. flokki tryggðu sér bæði Íslandsmeistaratitla í sínum flokkum í dag en það verður spilað um sjö Íslandsmeistaratitla í Dalhúsum í Grafarvogi í dag. Bæði lið Víkingsstelpna og Selfossstráka unnu tvöfalt í vetur því fyrr í vetur unnu þau bikarúrslitaleiki sína í Laugardalshöllinni. Víkingstelpur unnu 18-15 sigur á Fram í spennandi leik. Brynhildur Vala Björnsdóttir var valin maður leiksins en hún átti stórleik bæði í vörn og sókn og skoraði 6 mörk. Selfossstrákarnir unnu 33-30 sigur á FH en þeir höfðu líka unnið FH-inga í bikarúrslitaleiknum í febrúar. Enn á ný var það einn maður sem gerði útslagið í úrslitaleiknum. Selfyssingurinn Haukur Þrastarson var valinn maður leiksins í úrslitaleiknum en hann skoraði 18 mörk í þessum leik. Hann skoraði 21 mark í bikarúrslitaleiknum fyrr í vetur og hefur þar með skorað 39 mörk fyrir Selfoss í úrslitaleikjum tímabilsins. Hér fyrir neðan má sjá nýkrýnda Íslandsmeistara en Handknattleikssambandið setti myndir inn á Instagram-síðu sína sem er til mikillar fyrirmyndar. Úrslitaleikirnir verða allir sýndir í beinni netútsendingu á Fjölnir TV en hinir úrslitaleikir dagsins eru: Klukkan 13.00 4.flokkur karla eldri Dalhús Valur - Fjölnir Klukkan 14.45 4.flokkur kvenna eldri Dalhús Fylkir -Valur Klukkan 16.30 3.flokkur karla Dalhús ÍBV - FH Klukkan 18.30 3.flokkur kvenna Dalhús Fylkir – Fram Klukkan 20.30 2.flokkur karla Dalhús Fram - Valur Selfoss varð í dag Íslandsmeistarar 4. fl karla yngri þegar liðið sigraði FH 33-30. Haukur Þrastarson var valinn maður leiksins en hann skoraði 18 mörk. #handbolti A photo posted by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on May 5, 2016 at 5:56am PDT Í morgun varð Víkingur Íslandsmeistari í 4kv yngri eftir 18-15 sigur á Fram í spennandi leik. #handbolti A photo posted by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on May 5, 2016 at 4:29am PDT Brynhildur Vala Björnsdóttir var valin maður leiksins þegar Víkingur varð Íslandsmeistari nú í morgun. Brynhildur átti stórleik bæði í vörn og sókn og skoraði 6 mörk. #handbolti A photo posted by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on May 5, 2016 at 4:34am PDT
Íslenski handboltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita