Mestu umferðartafir í heiminum eru í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 3. maí 2016 09:01 Að meðaltali eyðir hver Bandaríkjamaður 50 klukkutímum á ári fastir í umferðarteppu. Það er meira en í nokkru öðru landi í heiminum. Misjafnt er á milli borga í Bandaríkjunum hve lengi vegfarendur þurfa að eyða tíma í þessar teppur. Í Los Angeles er það verst en þar í borg eyða bíleigendur 81 klukkutíma á ári í umferðarteppur. Næst á eftir koma Washington og San Francisco með 75 klukkutíma. Þar á eftir koma svo Houston (74), New York (73), Seattle (66), Boston (64), Chicago (60), Atlanta (59) og Honolulu á Hawaii (49). London verst af borgum Versta borg í heimi hvað varðar umferðarteppur er London en bíleigendur þar eyða 101 klukkutíma á ári fastir í þeim. Þar á eftir í næstu fimm sætum koma svo bandarískar borgir og meðalbiðtíminn er mun hærri þar í landi en í Englandi. Samtals eyddu bandaríksur þegnar 8 milljörðum klukkustunda bíðandi í umferðarteppum í fyrra. Það versta með ástandið í Bandaríkjunum er að það er bara að versna. Síaukin umferð á dögum ódýrs bensíns og mikillar sölu í bílum eykur bara á vandann og litlar framkvæmdir í vegakerfi landsins hjálpar ekki til. Talið er að 70 milljón fleiri íbúar muni berjast um plássið á bandarískum vegum eftir 30 ár. Þá er því spáð að 65% aukning verði í fjölda flutningabíla á bandarískum vegum á sama tíma. Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent
Að meðaltali eyðir hver Bandaríkjamaður 50 klukkutímum á ári fastir í umferðarteppu. Það er meira en í nokkru öðru landi í heiminum. Misjafnt er á milli borga í Bandaríkjunum hve lengi vegfarendur þurfa að eyða tíma í þessar teppur. Í Los Angeles er það verst en þar í borg eyða bíleigendur 81 klukkutíma á ári í umferðarteppur. Næst á eftir koma Washington og San Francisco með 75 klukkutíma. Þar á eftir koma svo Houston (74), New York (73), Seattle (66), Boston (64), Chicago (60), Atlanta (59) og Honolulu á Hawaii (49). London verst af borgum Versta borg í heimi hvað varðar umferðarteppur er London en bíleigendur þar eyða 101 klukkutíma á ári fastir í þeim. Þar á eftir í næstu fimm sætum koma svo bandarískar borgir og meðalbiðtíminn er mun hærri þar í landi en í Englandi. Samtals eyddu bandaríksur þegnar 8 milljörðum klukkustunda bíðandi í umferðarteppum í fyrra. Það versta með ástandið í Bandaríkjunum er að það er bara að versna. Síaukin umferð á dögum ódýrs bensíns og mikillar sölu í bílum eykur bara á vandann og litlar framkvæmdir í vegakerfi landsins hjálpar ekki til. Talið er að 70 milljón fleiri íbúar muni berjast um plássið á bandarískum vegum eftir 30 ár. Þá er því spáð að 65% aukning verði í fjölda flutningabíla á bandarískum vegum á sama tíma.
Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent