Ný stjórnarskrá Íslands skiptir miklu máli fyrir Evrópu (og heimsbyggð alla) Arne Hintz skrifar 17. maí 2016 00:00 Frá sjónarhóli Evrópubúa er Ísland tákn lýðræðis og framfara, nú þegar heimsálfan er nánast öll þjökuð af efnahagslegri óvissu, einræðistilburðum og ótta. Ný stjórnarskrá Íslands, stjórnarskrá þjóðarinnar, vísar heimsbyggðinni leið út úr kreppunni og til nýrrar uppbyggingar. Brýnt er að hún verði samþykkt – ekki bara vegna Íslendinga, heldur líka fyrir Evrópubúa og aðra. Senn líður að því að Bretar greiði atkvæði um áframhaldandi veru sína í Evrópusambandinu, og það hefur sjaldan verið svona erfitt að vera meðmæltur því að halda aðild áfram. Heimsálfan situr föst í varanlegri efnahagskreppu, hægri öfgaöflum vex fiskur um hrygg í mörgum aðildarríkjanna, og landamærin sem heyrðu fortíðinni til hafa verið dregin upp að nýju. Samstaða og valdajafnvægi Evrópusambandsins hefur verið vefengt, ekki síst vegna þess hvernig gríska stjórnin var þvinguð til þess að taka upp aðhaldsstefnu þvert á vilja þjóðarinnar, og sjálfur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sagt að slík stefna væri ekki tæk. Á Twitter má slá upp #thisisacoup, þræði sem spratt fram eftir að deila Grikkja og ESB hafði verið leyst til bráðabirgða í júní í fyrra. Þar má sjá dæmi um það hvað lýðræðið er orðið brothætt í Evrópu. Þó eru rökin í þágu „Brexit“ (brotthvarf Breta úr ESB) ekki mjög sannfærandi heldur. Lífskjör breskrar alþýðu versna með hverri hrinu aðhaldsaðgerða, og aðgerðir hins opinbera til þess að sporna fæti við „öfgastefnum“ hafa haft hrollvekjandi áhrif á fjölbreytta, lýðræðislega umræðu. Seinna á árinu verða líklega samþykkt lög um rétt til rannsókna, og þar með verður almennt eftirlit, sem Snowden gagnrýndi með uppljóstrunum sínum, útfært og lögfest. Skilyrðin til þess að styrkja og efla lýðræðið eru ef til vill ekki sem best á tímum efnahagskreppu og ótta við hryðjuverk. Á slíkum tímum er þó einmitt hvað brýnust þörfin á opinni umræðu og almennum skoðanaskiptum, og þá er líka þörf á nýbreytni, róttækum lausnum og raunverulegum breytingum. Þess vegna hefur mörgum verið það hvatning að líta til Íslands. Þar leiddi efnahagskreppan til verulegra breytinga á vettvangi stjórnmála og efnahags. Tillögur að stefnubreytingum á borð við þær, sem kynntar eru hjá Alþjóðlegri stofnun um upplýsinga- & tjáningarfrelsi (IMMI) gerðu ráð fyrir nýjum, heildrænum leiðum til framfara fyrir landið, og ný stjórnarskrá var samin í opnu og heildrænu grasrótarferli, stjórnarskrá þjóðarinnar, fyrir þjóðina. Nefnd íslenskra ríkisborgara, stjórnlagaráð, samdi textann, almenningur lagði til þúsundir athugasemda, og árangurinn var samþykktur með þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig hefur íslenska þjóðin valið sér sérstaklega lýðræðislega leið út úr kreppunni og á vit framtíðarinnar. Hún hefur sýnt að andlaus kyrrstaðan, sem nú einkennir stjórnmál í Evrópu, ásamt einræðis- og útilokunartilburðum, er ekki sjálfgefið viðbragð við öryggisógnum og erfiðum efnahag. Þvert á móti hefur hún sýnt fram á að lýðræðið er lifandi, þrátt fyrir allt og á þessum tímum, og að við, borgararnir, getum skapað okkur nýjan grundvöll fyrir því ríki sem við viljum, og því lífi sem við kjósum okkur. Nú ríkir mikil óvissa í allri Evrópu að því er varðar þessi mál. Íslenska þjóðin sýndi mikið hugrekki þegar hún réðst í það verkefni að semja sér nýja stjórnarskrá, og hefur það haft áhrif langt út fyrir eylandið. Þetta er vísbending um þá leið sem kann að vera fær til þess að takast á við vandann sem við er að etja, og um allan heim fylgjast menn grannt með framhaldinu. Það, hvernig nýja stjórnarskráin var samin og samþykkt með þjóðaratkvæðagreiðslu, hefur orðið mörgum hvatning út fyrir landsteinana, og nú vona þeir að Alþingi hætti að tefja framgang þessa sögulega verkefnis. Það yrði ekki aðeins til vitnis um það, hvað lýðræðið stendur traustum fótum á Íslandi, heldur yrði það líka mikilvægt dæmi til eftirbreytni, um lýðræðislega leið út úr kreppu og óvissu.Ólöf Pétursdóttir þýddi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Brexit Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Frá sjónarhóli Evrópubúa er Ísland tákn lýðræðis og framfara, nú þegar heimsálfan er nánast öll þjökuð af efnahagslegri óvissu, einræðistilburðum og ótta. Ný stjórnarskrá Íslands, stjórnarskrá þjóðarinnar, vísar heimsbyggðinni leið út úr kreppunni og til nýrrar uppbyggingar. Brýnt er að hún verði samþykkt – ekki bara vegna Íslendinga, heldur líka fyrir Evrópubúa og aðra. Senn líður að því að Bretar greiði atkvæði um áframhaldandi veru sína í Evrópusambandinu, og það hefur sjaldan verið svona erfitt að vera meðmæltur því að halda aðild áfram. Heimsálfan situr föst í varanlegri efnahagskreppu, hægri öfgaöflum vex fiskur um hrygg í mörgum aðildarríkjanna, og landamærin sem heyrðu fortíðinni til hafa verið dregin upp að nýju. Samstaða og valdajafnvægi Evrópusambandsins hefur verið vefengt, ekki síst vegna þess hvernig gríska stjórnin var þvinguð til þess að taka upp aðhaldsstefnu þvert á vilja þjóðarinnar, og sjálfur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sagt að slík stefna væri ekki tæk. Á Twitter má slá upp #thisisacoup, þræði sem spratt fram eftir að deila Grikkja og ESB hafði verið leyst til bráðabirgða í júní í fyrra. Þar má sjá dæmi um það hvað lýðræðið er orðið brothætt í Evrópu. Þó eru rökin í þágu „Brexit“ (brotthvarf Breta úr ESB) ekki mjög sannfærandi heldur. Lífskjör breskrar alþýðu versna með hverri hrinu aðhaldsaðgerða, og aðgerðir hins opinbera til þess að sporna fæti við „öfgastefnum“ hafa haft hrollvekjandi áhrif á fjölbreytta, lýðræðislega umræðu. Seinna á árinu verða líklega samþykkt lög um rétt til rannsókna, og þar með verður almennt eftirlit, sem Snowden gagnrýndi með uppljóstrunum sínum, útfært og lögfest. Skilyrðin til þess að styrkja og efla lýðræðið eru ef til vill ekki sem best á tímum efnahagskreppu og ótta við hryðjuverk. Á slíkum tímum er þó einmitt hvað brýnust þörfin á opinni umræðu og almennum skoðanaskiptum, og þá er líka þörf á nýbreytni, róttækum lausnum og raunverulegum breytingum. Þess vegna hefur mörgum verið það hvatning að líta til Íslands. Þar leiddi efnahagskreppan til verulegra breytinga á vettvangi stjórnmála og efnahags. Tillögur að stefnubreytingum á borð við þær, sem kynntar eru hjá Alþjóðlegri stofnun um upplýsinga- & tjáningarfrelsi (IMMI) gerðu ráð fyrir nýjum, heildrænum leiðum til framfara fyrir landið, og ný stjórnarskrá var samin í opnu og heildrænu grasrótarferli, stjórnarskrá þjóðarinnar, fyrir þjóðina. Nefnd íslenskra ríkisborgara, stjórnlagaráð, samdi textann, almenningur lagði til þúsundir athugasemda, og árangurinn var samþykktur með þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig hefur íslenska þjóðin valið sér sérstaklega lýðræðislega leið út úr kreppunni og á vit framtíðarinnar. Hún hefur sýnt að andlaus kyrrstaðan, sem nú einkennir stjórnmál í Evrópu, ásamt einræðis- og útilokunartilburðum, er ekki sjálfgefið viðbragð við öryggisógnum og erfiðum efnahag. Þvert á móti hefur hún sýnt fram á að lýðræðið er lifandi, þrátt fyrir allt og á þessum tímum, og að við, borgararnir, getum skapað okkur nýjan grundvöll fyrir því ríki sem við viljum, og því lífi sem við kjósum okkur. Nú ríkir mikil óvissa í allri Evrópu að því er varðar þessi mál. Íslenska þjóðin sýndi mikið hugrekki þegar hún réðst í það verkefni að semja sér nýja stjórnarskrá, og hefur það haft áhrif langt út fyrir eylandið. Þetta er vísbending um þá leið sem kann að vera fær til þess að takast á við vandann sem við er að etja, og um allan heim fylgjast menn grannt með framhaldinu. Það, hvernig nýja stjórnarskráin var samin og samþykkt með þjóðaratkvæðagreiðslu, hefur orðið mörgum hvatning út fyrir landsteinana, og nú vona þeir að Alþingi hætti að tefja framgang þessa sögulega verkefnis. Það yrði ekki aðeins til vitnis um það, hvað lýðræðið stendur traustum fótum á Íslandi, heldur yrði það líka mikilvægt dæmi til eftirbreytni, um lýðræðislega leið út úr kreppu og óvissu.Ólöf Pétursdóttir þýddi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. maí.
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar