Audi mokar út jeppum og jepplingum Finnur Thorlacius skrifar 11. maí 2016 16:00 Önnur kynslóð Audi Q7 jeppans selst eins og heitar lummur. Það gengur vel hjá þýska bílaframleiðandanum Audi um þessar mundir og er það ekki síst að þakka mikilli sölu á vinsælum jeppum og jepplingum fyrirtækisins. Í nýliðnum apríl jók Audi við sölu sína um 7,5% frá síðasta ári en sala jeppa og jepplinga jókst um 17%. Heildarsalan í apríl var 164.350 og þar af voru 52.150 jeppar og jepplingar. Sala nýs Audi Q7 jeppa jókst í apríl um 68% og alls seldust 8.400 slíkir á þessum eina mánuði. Einnig gekk mjög vel að selja nýja kynslóð A4 fólksbílsins og jókst sala hans um 35% og seldust 32.100 slíkir í apríl. Í Evrópu gekk vel hjá Audi í mánuðinum og jókst salan um 9% og heildarsalan 78.250 bílar, eða 48% heimssölunnar. Í heimalandinu Þýskalandi varð 12% söluaukning. Salan í Bandaríkjunum jókst um 6% og salan í Kína jókst um 9% og á þeim mikilvæga markaði seldust 49.576 bílar í apríl. Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent
Það gengur vel hjá þýska bílaframleiðandanum Audi um þessar mundir og er það ekki síst að þakka mikilli sölu á vinsælum jeppum og jepplingum fyrirtækisins. Í nýliðnum apríl jók Audi við sölu sína um 7,5% frá síðasta ári en sala jeppa og jepplinga jókst um 17%. Heildarsalan í apríl var 164.350 og þar af voru 52.150 jeppar og jepplingar. Sala nýs Audi Q7 jeppa jókst í apríl um 68% og alls seldust 8.400 slíkir á þessum eina mánuði. Einnig gekk mjög vel að selja nýja kynslóð A4 fólksbílsins og jókst sala hans um 35% og seldust 32.100 slíkir í apríl. Í Evrópu gekk vel hjá Audi í mánuðinum og jókst salan um 9% og heildarsalan 78.250 bílar, eða 48% heimssölunnar. Í heimalandinu Þýskalandi varð 12% söluaukning. Salan í Bandaríkjunum jókst um 6% og salan í Kína jókst um 9% og á þeim mikilvæga markaði seldust 49.576 bílar í apríl.
Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent