Þvæla að viðhald á gervigrasi sé minna en á alvöru grasi Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. maí 2016 19:11 Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri FH, bendir á að kostnaðurinn við gervigras er ekki minni heldur en við alvöru gras en mikil umræða um gervigras hefur sprottið upp eftir fyrstu umferðir Pepsi-deildar karla. FH-ingar spila á grasi og ætla sér ekki að breyta því en völlur liðsins er í frábæru standi miðað við árstíma enda vel haldið utan um hann. „Við erum í góðu samstarfi við Golfklúbbinn Keili og höfum verið það síðan 1990. Þeir eru með yfirumsjón yfir vellinum og svo vinnur vallarstjórinn okkar mjög náið með þeim,“ sagði Birgir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Menn vilja vera á grasi. Menn fara í æfingaferðir erlendis til að spila á grasi en ekki gervigrasi og öll stærstu lið Evrópu spila á grasi.“ Birgir segir það ekki ódýrara að leggja gervigrasvöll og halda honum við. „Fyrst og fremst er það stofnkostnaðurinn. Það kostar um 130 milljónir að leggja gervigrasvöll með undirlagi og öllu saman. Til að geta nýtt það sem æfingasvæði allan veturinn þarftu flóðljós og almennileg flóðljós kosta um 100 milljónir. Þarna ertu kominn með 230 milljónir í byrjunarkostnað,“ sagði Birgir. „Ofan á þetta þarftu viðhald. Það þarf að bursta völlinn að lágmarki þrisvar sinnum í viku. Það er algengur misskilningur að viðhald á gervigrasi sé minna en á alvöru grasi. Það er bara þvæla.“ „Ég veit ekki um neitt bæjarfélag sem getur hent út 230 milljónum með vinstri. Svo þarf að hafa íhuga að ef menn vilja keppa á gervigrasi og hafa það sem líkast alvöru grasi þarf að skipta því út á þriggja til fjögurra ára fresti. Það kostar ekki 130 milljónir en kannski 50 milljónir. Þennan pening þurfa menn að taka inn í jöfnuna,“ sagði Birgir Jóhannsson. Alla fréttina má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Fleiri fréttir Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Sjá meira
Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri FH, bendir á að kostnaðurinn við gervigras er ekki minni heldur en við alvöru gras en mikil umræða um gervigras hefur sprottið upp eftir fyrstu umferðir Pepsi-deildar karla. FH-ingar spila á grasi og ætla sér ekki að breyta því en völlur liðsins er í frábæru standi miðað við árstíma enda vel haldið utan um hann. „Við erum í góðu samstarfi við Golfklúbbinn Keili og höfum verið það síðan 1990. Þeir eru með yfirumsjón yfir vellinum og svo vinnur vallarstjórinn okkar mjög náið með þeim,“ sagði Birgir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Menn vilja vera á grasi. Menn fara í æfingaferðir erlendis til að spila á grasi en ekki gervigrasi og öll stærstu lið Evrópu spila á grasi.“ Birgir segir það ekki ódýrara að leggja gervigrasvöll og halda honum við. „Fyrst og fremst er það stofnkostnaðurinn. Það kostar um 130 milljónir að leggja gervigrasvöll með undirlagi og öllu saman. Til að geta nýtt það sem æfingasvæði allan veturinn þarftu flóðljós og almennileg flóðljós kosta um 100 milljónir. Þarna ertu kominn með 230 milljónir í byrjunarkostnað,“ sagði Birgir. „Ofan á þetta þarftu viðhald. Það þarf að bursta völlinn að lágmarki þrisvar sinnum í viku. Það er algengur misskilningur að viðhald á gervigrasi sé minna en á alvöru grasi. Það er bara þvæla.“ „Ég veit ekki um neitt bæjarfélag sem getur hent út 230 milljónum með vinstri. Svo þarf að hafa íhuga að ef menn vilja keppa á gervigrasi og hafa það sem líkast alvöru grasi þarf að skipta því út á þriggja til fjögurra ára fresti. Það kostar ekki 130 milljónir en kannski 50 milljónir. Þennan pening þurfa menn að taka inn í jöfnuna,“ sagði Birgir Jóhannsson. Alla fréttina má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Fleiri fréttir Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Sjá meira