Ítarleg umfjöllun um Pepsi-deild kvenna hjá miðlum 365 10. maí 2016 12:32 Úr leik hjá Val og Breiðablik síðasta sumar. vísir/andri Nýtt keppnistímabil í Pepsi-deild kvenna hefst á morgun og verður ítarleg umfjöllun í miðlum 365 í allt sumar. KSÍ, 365, Hagsmunasamtök félaga í efstu deild kvenna og Sport TV undirrita í dag framleiðslusamning um Pepsi-deild kvenna sem gerir það að verkum að deildin fær ítarlegri umfjöllun en áður hefur þekkst. Sævar Freyr Þráinsson forstjóri 365 fagnar þessari niðurstöðu. „Það er virkilega ánægjulegt að hafa getað lokað þessu með öllum þeim sem koma hér við sögu og erum stolt af því að taka þátt í að auka veg kvennafótboltans. Þetta hefur verið draumurinn frá því að ég hóf störf hjá 365. Með hvatningu Hagsmunasamtaka félaga í efstu deild kvenna, virkri umræðu sem hefur verið í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum, stuðningi KSÍ og bakhjarla varð þetta verkefni mögulegt.“ Ágúst Héðinsson yfirmaður íþrótta og útvarps hjá 365: „Minnst einn leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í hverri umferð. Þá verður hver umferð gerð upp í sérstökum markaþætti þar sem sýnt verður úr öllum leikjum. Leikjunum verður þar að auki gerð góð skil í Sportpakkanum í kvöldfréttum Stöðvar 2, en nýlega voru íþróttafréttir Stöðvar 2 lengdar og eru nú minnst tíu mínútur hvern dag. Umfjöllun í sjónvarpi verður undir styrkri stjórn Helenu Ólafsdóttur, fyrrum landsliðskonu í knattspyrnu og margreyndum þjálfara, en fáir hafa betri þekkingu á knattspyrnu kvenna á Íslandi en Helena. Fylgst verður með öllu því helsta sem gerist í Pepsi-deild kvenna í öðrum miðlum, svo sem Vísi, Fréttablaðinu og Akraborginni á X-inu 977. Þá verður vitanlega hægt að fylgjast með leikjum í beinni útsendingu hvar sem er á landinu í gegnum 365 appið.“ Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ: „Samstarf knattspyrnuhreyfingarinnar og 365 miðla hefur verið með miklum ágætum um langt skeið og þessi samningur, með aðkomu Ölgerðarinnar, Hagsmunasamtaka félaga í efstu deild eflir það samstarf enn frekar. Vikulegur markaþáttur með öllum helstu atvikum úr leikjum í Pepsi-deild kvenna mun auka umfjöllun um deildina og almennan áhuga á henni. Þetta er mikið framfaraskref. Ég er virkilega ánægður með samninginn og bind miklar vonir við hann.“ Ragna Lóa Stefánsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka félaga í efstu deild kvenna: „Þessi samningur er mikilvægt skref fyrir kvennaknattspyrnuna í landinu og sérstaklega í þeirri vinnu Hagsmunasamtaka félaga í efstu deild að auka sýnileika Pepsi-deildarinnar. Við erum sannfærð um að glæsilegur markaþáttur með reyndum stjórnanda muni gegn lykilhlutverki og færa umfjöllunina upp á nýjan stall." Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira
Nýtt keppnistímabil í Pepsi-deild kvenna hefst á morgun og verður ítarleg umfjöllun í miðlum 365 í allt sumar. KSÍ, 365, Hagsmunasamtök félaga í efstu deild kvenna og Sport TV undirrita í dag framleiðslusamning um Pepsi-deild kvenna sem gerir það að verkum að deildin fær ítarlegri umfjöllun en áður hefur þekkst. Sævar Freyr Þráinsson forstjóri 365 fagnar þessari niðurstöðu. „Það er virkilega ánægjulegt að hafa getað lokað þessu með öllum þeim sem koma hér við sögu og erum stolt af því að taka þátt í að auka veg kvennafótboltans. Þetta hefur verið draumurinn frá því að ég hóf störf hjá 365. Með hvatningu Hagsmunasamtaka félaga í efstu deild kvenna, virkri umræðu sem hefur verið í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum, stuðningi KSÍ og bakhjarla varð þetta verkefni mögulegt.“ Ágúst Héðinsson yfirmaður íþrótta og útvarps hjá 365: „Minnst einn leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í hverri umferð. Þá verður hver umferð gerð upp í sérstökum markaþætti þar sem sýnt verður úr öllum leikjum. Leikjunum verður þar að auki gerð góð skil í Sportpakkanum í kvöldfréttum Stöðvar 2, en nýlega voru íþróttafréttir Stöðvar 2 lengdar og eru nú minnst tíu mínútur hvern dag. Umfjöllun í sjónvarpi verður undir styrkri stjórn Helenu Ólafsdóttur, fyrrum landsliðskonu í knattspyrnu og margreyndum þjálfara, en fáir hafa betri þekkingu á knattspyrnu kvenna á Íslandi en Helena. Fylgst verður með öllu því helsta sem gerist í Pepsi-deild kvenna í öðrum miðlum, svo sem Vísi, Fréttablaðinu og Akraborginni á X-inu 977. Þá verður vitanlega hægt að fylgjast með leikjum í beinni útsendingu hvar sem er á landinu í gegnum 365 appið.“ Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ: „Samstarf knattspyrnuhreyfingarinnar og 365 miðla hefur verið með miklum ágætum um langt skeið og þessi samningur, með aðkomu Ölgerðarinnar, Hagsmunasamtaka félaga í efstu deild eflir það samstarf enn frekar. Vikulegur markaþáttur með öllum helstu atvikum úr leikjum í Pepsi-deild kvenna mun auka umfjöllun um deildina og almennan áhuga á henni. Þetta er mikið framfaraskref. Ég er virkilega ánægður með samninginn og bind miklar vonir við hann.“ Ragna Lóa Stefánsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka félaga í efstu deild kvenna: „Þessi samningur er mikilvægt skref fyrir kvennaknattspyrnuna í landinu og sérstaklega í þeirri vinnu Hagsmunasamtaka félaga í efstu deild að auka sýnileika Pepsi-deildarinnar. Við erum sannfærð um að glæsilegur markaþáttur með reyndum stjórnanda muni gegn lykilhlutverki og færa umfjöllunina upp á nýjan stall."
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti