Dómari bannar Johnny Depp að koma nálægt Amber Heard Birgir Olgeirsson skrifar 27. maí 2016 21:55 Amber Heard og Johnny Depp. Vísir/Getty Dómari hefur samþykkt beiðni leikkonunnar Amber Heard um nálgunarbann á eiginmann hennar Johnny Depp. Má Depp ekki koma nálægt henni eða hafa samband við hana fram að 17. júní þegar mál hennar gegn leikaranum verður tekið fyrir en hún hefur sakað hann um ráðist á hana. Á vef Telegraph er vitnað í greinargerð frá Heard hún lagði fram á sama tíma og hún fór fram á nálgunarbann gegn leikaranum. Þar segir hún Depp hafa kastað farsíma í andlit hennar síðastliðinn laugardag. Hún lagði einnig fram ljósmynd af áverkum á andliti sínu. Hún segir leikarann hafa rifið í hár hennar, öskrað á hana og lamið hana ítrekað, ásamt því að grípa um andlit hennar. Þegar hún mætti í dómshúsið í Los Angeles í dag tóku fjölmiðlamenn eftir því að hún var marin á hægri kinn fyrir neðan auga. Lögreglan í Los Angeles var kölluð að heimili Depp og Heard á laugardag en sá sem hafði samband við lögreglu bað lögreglumennina um að gera ekki skýrslu um málið. Lögregluembættið í Los Angeles sagði lögreglumennina hafa metið málið svo að enginn glæpur hefði verið framinn. Heard segir Depp hafa verið undir áhrifum lyfja og áfengis þegar hann veittist að henni. „Ég lifi í þeim ótta að Johnny snúi aftur óboðinn til að hrella mig, líkamlega og andlega,“ segir Heard. Dómarinn varð ekki við beiðni Heard þess efnis að Depp þyrfti að undirgangast reiðistjórnunarnámskeið og þá vildi hann ekki verða við beiðni hennar um að Depp fengi ekki að koma nálægt hundi hennar. Heard fór fram á nálgunarbannið fimm dögum eftir að hafa farið fram á skilnað við Depp. Telegraph hefur eftir lögmanni Depp, Laura Wasser, að Depp sé í Portúgal þessa stundin þar sem hann kemur fram á tónleikum með hljómsveit sinni Hollywood Vampires. Wasser sagði í greinargerð sem lögð var fyrir dóminn í dag að Depp myndi ekki koma nálægt Heard. Sagði Wasser að þessi nálgunarbannsbeiðni Heard, ásamt beiðni um fjárhagsaðstoð frá Depp, virtist vera viðbragð Heard við neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun sem leikkonan hefur fengið eftir að hafa sótt um skilnað frá Depp. Deilur Johnny Depp og Amber Heard Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Sjá meira
Dómari hefur samþykkt beiðni leikkonunnar Amber Heard um nálgunarbann á eiginmann hennar Johnny Depp. Má Depp ekki koma nálægt henni eða hafa samband við hana fram að 17. júní þegar mál hennar gegn leikaranum verður tekið fyrir en hún hefur sakað hann um ráðist á hana. Á vef Telegraph er vitnað í greinargerð frá Heard hún lagði fram á sama tíma og hún fór fram á nálgunarbann gegn leikaranum. Þar segir hún Depp hafa kastað farsíma í andlit hennar síðastliðinn laugardag. Hún lagði einnig fram ljósmynd af áverkum á andliti sínu. Hún segir leikarann hafa rifið í hár hennar, öskrað á hana og lamið hana ítrekað, ásamt því að grípa um andlit hennar. Þegar hún mætti í dómshúsið í Los Angeles í dag tóku fjölmiðlamenn eftir því að hún var marin á hægri kinn fyrir neðan auga. Lögreglan í Los Angeles var kölluð að heimili Depp og Heard á laugardag en sá sem hafði samband við lögreglu bað lögreglumennina um að gera ekki skýrslu um málið. Lögregluembættið í Los Angeles sagði lögreglumennina hafa metið málið svo að enginn glæpur hefði verið framinn. Heard segir Depp hafa verið undir áhrifum lyfja og áfengis þegar hann veittist að henni. „Ég lifi í þeim ótta að Johnny snúi aftur óboðinn til að hrella mig, líkamlega og andlega,“ segir Heard. Dómarinn varð ekki við beiðni Heard þess efnis að Depp þyrfti að undirgangast reiðistjórnunarnámskeið og þá vildi hann ekki verða við beiðni hennar um að Depp fengi ekki að koma nálægt hundi hennar. Heard fór fram á nálgunarbannið fimm dögum eftir að hafa farið fram á skilnað við Depp. Telegraph hefur eftir lögmanni Depp, Laura Wasser, að Depp sé í Portúgal þessa stundin þar sem hann kemur fram á tónleikum með hljómsveit sinni Hollywood Vampires. Wasser sagði í greinargerð sem lögð var fyrir dóminn í dag að Depp myndi ekki koma nálægt Heard. Sagði Wasser að þessi nálgunarbannsbeiðni Heard, ásamt beiðni um fjárhagsaðstoð frá Depp, virtist vera viðbragð Heard við neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun sem leikkonan hefur fengið eftir að hafa sótt um skilnað frá Depp.
Deilur Johnny Depp og Amber Heard Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Sjá meira