Hermann: "Það voru gæði í okkar aðgerðum“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. maí 2016 21:30 Hermann var léttari á brún en hann hefur verið eftir undanfarna leiki. vísir/valli „Að sjálfsögðu erum við sáttir. Það leið öllum vel inni í klefa núna,“ sagðir sigurreifur Hermann Hreiðarsson eftir 2-1 sigur Fylkis á Keflavík suður með sjó. Leikurinn var hluti af 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins og úrslitin þýða að Árbæingar verða í pottinum þegar dregið verður á föstudag. Fyrir leik hafði Fylkis ekki unnið leik það sem af er sumri og úrslitin því kærkomin. „Mér fannst við vera heldur sterkari í fyrri. Við áttum stórskemmtilegar sóknir, skoruðum frábær mörk og fengum þrjú flott færi. Það voru gæði í okkar aðgerðum. Svo settu þeir aukna pressu á okkur með vindinum í síðari hálfleik, við náðum engum takti við leikinn en stóðum þetta af okkur.“ Mark Keflavíkur kom út vítaspyrnu í uppbótartíma. Þeir höfðu átt skot að marki sem Ólafur Íshólm varði út í teiginn og síðan fylgdi annað skot í rammann. Skyndilega var búið að flauta vítaspyrnu og enginn virtist vita neitt hvað hafði gerst. „Ég er búinn að spyrja alla í klefanum og það veit enginn neitt. Þú verður eiginlega að taka dómarann í viðtal og spyrja hann á hvað hann var að dæma. Hann verður að gefa svarið,“ sagði Hermann og brosti út í annað. Eyjamaðurinn telur að sigurinn muni gefa sínum strákum það sem þarf til að spyrna sér frá botni Pepsi-deildarinnar. „Við erum í þessu til að vinna leiki. Að geta fagnað í klefanum eftir leik er það sem telur. Svo verðum við líka í hattinum í bikarnum og erum spenntir fyrir því,“ sagði Hermann að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Fylkir 1-2 | Fylkismenn sóttu sigur Fylkir verður í pottinum á föstudag þegar dregið verður í Borgunarbikarnum eftir sigur gegn Keflavík. 25. maí 2016 22:45 Mest lesið Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Sjá meira
„Að sjálfsögðu erum við sáttir. Það leið öllum vel inni í klefa núna,“ sagðir sigurreifur Hermann Hreiðarsson eftir 2-1 sigur Fylkis á Keflavík suður með sjó. Leikurinn var hluti af 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins og úrslitin þýða að Árbæingar verða í pottinum þegar dregið verður á föstudag. Fyrir leik hafði Fylkis ekki unnið leik það sem af er sumri og úrslitin því kærkomin. „Mér fannst við vera heldur sterkari í fyrri. Við áttum stórskemmtilegar sóknir, skoruðum frábær mörk og fengum þrjú flott færi. Það voru gæði í okkar aðgerðum. Svo settu þeir aukna pressu á okkur með vindinum í síðari hálfleik, við náðum engum takti við leikinn en stóðum þetta af okkur.“ Mark Keflavíkur kom út vítaspyrnu í uppbótartíma. Þeir höfðu átt skot að marki sem Ólafur Íshólm varði út í teiginn og síðan fylgdi annað skot í rammann. Skyndilega var búið að flauta vítaspyrnu og enginn virtist vita neitt hvað hafði gerst. „Ég er búinn að spyrja alla í klefanum og það veit enginn neitt. Þú verður eiginlega að taka dómarann í viðtal og spyrja hann á hvað hann var að dæma. Hann verður að gefa svarið,“ sagði Hermann og brosti út í annað. Eyjamaðurinn telur að sigurinn muni gefa sínum strákum það sem þarf til að spyrna sér frá botni Pepsi-deildarinnar. „Við erum í þessu til að vinna leiki. Að geta fagnað í klefanum eftir leik er það sem telur. Svo verðum við líka í hattinum í bikarnum og erum spenntir fyrir því,“ sagði Hermann að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Fylkir 1-2 | Fylkismenn sóttu sigur Fylkir verður í pottinum á föstudag þegar dregið verður í Borgunarbikarnum eftir sigur gegn Keflavík. 25. maí 2016 22:45 Mest lesið Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Fylkir 1-2 | Fylkismenn sóttu sigur Fylkir verður í pottinum á föstudag þegar dregið verður í Borgunarbikarnum eftir sigur gegn Keflavík. 25. maí 2016 22:45