Kolbeinn blæs á ásakanirnar: „Ég er að glíma við meiðsli og gat ekki spilað“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. maí 2016 11:28 Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsframherji Íslands í fótbolta, var á meðal níu landsliðsmanna sem mættu á fyrstu æfingu strákanna okkar í formlegum undirbúningi liðsins fyrir Evrópumótið í Frakklandi. Þarna voru mættir strákarnir sem spila í deildum þar sem keppni er lokið en þetta voru Kolbeinn, Aron Einar, Alfreð, Emil, Jón Daði, Ragnar Sigurðsson, Gylfi Þór, Sverrir Ingi Ingason og Jóhann Berg. Mikill áhugi er á íslenska landsliðinu en haugur af erlendum blaðamönnum frá Sviss, Þýskalandi, Austurríki og Svíþjóð voru mættir á æfinguna á Laugardalsvellinum í morgun. „Þetta er fyrsti dagurinn í undirbúningi og loksins er maður kominn heim. Ég er búinn að bíða eftir þessu mjög lengi og nú er ferlið og undirbúningurinn hafinn. Það er tilhlökkun í öllum. Maður sér hversu stórt þetta er strax á fyrsta deginum í dag. Það er mikið af blaðamönnum og nóg að gera,“ sagði Kolbeinn hress í samtali við Vísi.Kolbeinn Sigþórsson í leik með Nantes.Vísir/AFPBlæs á þetta Kolbeinn náði ekki að klára tímabilið með liði sínu Nantes í Frakklandi vegna meiðsla á hné sem hann er að reyna að fá sig góðan af áður en Evrópumótið hefst. „Staðan í dag er mjög fín. Ég er mjög ánægður með hvernig hnéð er í dag. Ég fór í sprautu til Barcelona í síðustu viku til að láta létta á hnénu og fjarlægja verkina sem voru,“ sagði Kolbeinn um meiðslin. „Mér finnst það hafa virkað. Eins og staðan er í dag er ég mjög vongóður um að þetta blessist allt saman og verði mjög gott.“ „Það þarf mikið að gerast svo ég fari ekki með. Ég pæli ekkert í því. Ég tek bara einn dag í einu og sé hvernig ég er og reyni að bæta við æfingar á hverjum degi. Ég er í fínu formi. Ég er búinn að vera að æfa vel sjálfur og nú fer ég út á völl að jogga með Aroni Einari. Vonandi förum við saman í gegnum þetta og endum með því að komast saman á EM,“ sagði Kolbeinn. Íslenski framherjinn átti ekki góðu gengi að fagna á sínu fyrsta tímabili með Nantes en hann skoraði aðeins þrjú mörk í 26 leikjum. Í síðasta mánuði skrifuðu nokkrir franskir fréttamiðlar um stöðu Kolbeins innan liðsins en hann var sagður óvinsæll og að spara sig fyrir Evrópumótið. Hann gefur lítið fyrir þennan fréttaflutning. „Ég ætla ekki að fara mikið út í þetta,“ sagði Kolbeinn um ásakanirnar við Vísi. „Það var svarað fyrir þetta í fjölmiðlum. Það er ekkert á bakvið þetta. Þetta er ekki besta staðan sem gat komið upp en það lá ekkert á bakvið þetta. Ég er bara að glíma við meiðsli og gat því ekki spilað leikina með liðinu. Þannig var staðan þannig ég blæs á þetta.“ „Að sjálfsögðu vonaðist ég samt eftir því að eiga betra fyrsta ár. Það voru miklar væntingar bundnar við mig þannig vonandi næ ég að sýna mitt rétta andlit á EM og taka næsta ár meiðslafrír og geta sýnt hvað ég get. Það var samt leiðinlegt að þetta ár var ekki það besta á ferlinum,“ sagði Kolbeinn, en er hann á útleið hjá Nantes? „Núna er ég bara að einbeita mér að því að ná mér góðum fyrir EM og spila vel þar. Svo kemur í ljós hvernig staðan verður,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsframherji Íslands í fótbolta, var á meðal níu landsliðsmanna sem mættu á fyrstu æfingu strákanna okkar í formlegum undirbúningi liðsins fyrir Evrópumótið í Frakklandi. Þarna voru mættir strákarnir sem spila í deildum þar sem keppni er lokið en þetta voru Kolbeinn, Aron Einar, Alfreð, Emil, Jón Daði, Ragnar Sigurðsson, Gylfi Þór, Sverrir Ingi Ingason og Jóhann Berg. Mikill áhugi er á íslenska landsliðinu en haugur af erlendum blaðamönnum frá Sviss, Þýskalandi, Austurríki og Svíþjóð voru mættir á æfinguna á Laugardalsvellinum í morgun. „Þetta er fyrsti dagurinn í undirbúningi og loksins er maður kominn heim. Ég er búinn að bíða eftir þessu mjög lengi og nú er ferlið og undirbúningurinn hafinn. Það er tilhlökkun í öllum. Maður sér hversu stórt þetta er strax á fyrsta deginum í dag. Það er mikið af blaðamönnum og nóg að gera,“ sagði Kolbeinn hress í samtali við Vísi.Kolbeinn Sigþórsson í leik með Nantes.Vísir/AFPBlæs á þetta Kolbeinn náði ekki að klára tímabilið með liði sínu Nantes í Frakklandi vegna meiðsla á hné sem hann er að reyna að fá sig góðan af áður en Evrópumótið hefst. „Staðan í dag er mjög fín. Ég er mjög ánægður með hvernig hnéð er í dag. Ég fór í sprautu til Barcelona í síðustu viku til að láta létta á hnénu og fjarlægja verkina sem voru,“ sagði Kolbeinn um meiðslin. „Mér finnst það hafa virkað. Eins og staðan er í dag er ég mjög vongóður um að þetta blessist allt saman og verði mjög gott.“ „Það þarf mikið að gerast svo ég fari ekki með. Ég pæli ekkert í því. Ég tek bara einn dag í einu og sé hvernig ég er og reyni að bæta við æfingar á hverjum degi. Ég er í fínu formi. Ég er búinn að vera að æfa vel sjálfur og nú fer ég út á völl að jogga með Aroni Einari. Vonandi förum við saman í gegnum þetta og endum með því að komast saman á EM,“ sagði Kolbeinn. Íslenski framherjinn átti ekki góðu gengi að fagna á sínu fyrsta tímabili með Nantes en hann skoraði aðeins þrjú mörk í 26 leikjum. Í síðasta mánuði skrifuðu nokkrir franskir fréttamiðlar um stöðu Kolbeins innan liðsins en hann var sagður óvinsæll og að spara sig fyrir Evrópumótið. Hann gefur lítið fyrir þennan fréttaflutning. „Ég ætla ekki að fara mikið út í þetta,“ sagði Kolbeinn um ásakanirnar við Vísi. „Það var svarað fyrir þetta í fjölmiðlum. Það er ekkert á bakvið þetta. Þetta er ekki besta staðan sem gat komið upp en það lá ekkert á bakvið þetta. Ég er bara að glíma við meiðsli og gat því ekki spilað leikina með liðinu. Þannig var staðan þannig ég blæs á þetta.“ „Að sjálfsögðu vonaðist ég samt eftir því að eiga betra fyrsta ár. Það voru miklar væntingar bundnar við mig þannig vonandi næ ég að sýna mitt rétta andlit á EM og taka næsta ár meiðslafrír og geta sýnt hvað ég get. Það var samt leiðinlegt að þetta ár var ekki það besta á ferlinum,“ sagði Kolbeinn, en er hann á útleið hjá Nantes? „Núna er ég bara að einbeita mér að því að ná mér góðum fyrir EM og spila vel þar. Svo kemur í ljós hvernig staðan verður,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Sjá meira