Victoria's Secret hættir að selja sundföt Ritstjórn skrifar 21. maí 2016 11:30 Bandaríski undirfataframleiðandinn Victoria's Secret tilkynnti á dögunum að hann ætli að hætta að selja sundfatnað. Ákvörðunin var tekin í kjölfar ráðningar nýs forstjóra, Jan Singer. Merkið mun einnig hætta að gefa út vörubæklingana, sem það hefur gert allt frá upphafi. Í tilkynningunni kemur fram að þrátt fyrir að sala á vörum Victoria's Secret hafi aukist á milli ára, hafi salan á sundfatnaði verið undir væntingum og verði því hætt. Victoria's Secret hóf að selja sundföt fyrir nokkum árum þar sem það þótti rökrétt skref í vexti fyrirtækisins. Singer mun þó vera þeirrar skoðunar að sundfatasala sé einfaldlega ekki þess virði. Victoria´s Secret er eitt vinsælasta undirfatamerki í heiminum í dag og mun ætla að halda sókn sinni áfram á því sviði. Mest lesið "Ekki séns að hún sé ómáluð“ Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Sjáðu stuttmyndina Íslenskar Stelpur eftir Ísold Glamour Gigi biðst afsökunar á Melania Trump eftirhermunni Glamour Tíu vinsælustu vörurnar í tískuheiminum í dag Glamour Lærðu að farða þig eins og Adele Glamour 16 hlutir sem bara besta vinkona þín myndi segja þér um óléttu og fæðingar Glamour Glamour og Dior gefa heppnum Glamour-unnendum gjöf Glamour Marc Jacobs býr til bol úr Instagram óhappinu Glamour Þakkaði förðunarfræðingnum sínum sérstaklega Glamour
Bandaríski undirfataframleiðandinn Victoria's Secret tilkynnti á dögunum að hann ætli að hætta að selja sundfatnað. Ákvörðunin var tekin í kjölfar ráðningar nýs forstjóra, Jan Singer. Merkið mun einnig hætta að gefa út vörubæklingana, sem það hefur gert allt frá upphafi. Í tilkynningunni kemur fram að þrátt fyrir að sala á vörum Victoria's Secret hafi aukist á milli ára, hafi salan á sundfatnaði verið undir væntingum og verði því hætt. Victoria's Secret hóf að selja sundföt fyrir nokkum árum þar sem það þótti rökrétt skref í vexti fyrirtækisins. Singer mun þó vera þeirrar skoðunar að sundfatasala sé einfaldlega ekki þess virði. Victoria´s Secret er eitt vinsælasta undirfatamerki í heiminum í dag og mun ætla að halda sókn sinni áfram á því sviði.
Mest lesið "Ekki séns að hún sé ómáluð“ Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Sjáðu stuttmyndina Íslenskar Stelpur eftir Ísold Glamour Gigi biðst afsökunar á Melania Trump eftirhermunni Glamour Tíu vinsælustu vörurnar í tískuheiminum í dag Glamour Lærðu að farða þig eins og Adele Glamour 16 hlutir sem bara besta vinkona þín myndi segja þér um óléttu og fæðingar Glamour Glamour og Dior gefa heppnum Glamour-unnendum gjöf Glamour Marc Jacobs býr til bol úr Instagram óhappinu Glamour Þakkaði förðunarfræðingnum sínum sérstaklega Glamour