Mercedes Benz sýnir rafmagnsbíl í París Finnur Thorlacius skrifar 9. júní 2016 10:25 Mercedes Benz sér framtíðina í rafmagnsbílum. Mercedes Benz er með í undirbúningi mikla samkeppni við rafbílaframleiðandann Tesla með smíði fjögurra rafmagnsbíla. Benz mun kynna einn þeirra á bílasýningunni í París í haust. Þessi bíll á að vera svo til tilbúinn til framleiðslu og mun sýna hvernig þessir bíla Benz munu líta út á næstu árum, bæði að innra og ytra útliti. Þessi tiltekni bíll á þó ekki að koma á markað fyrr en árið 2019. Nýi rafmagnsbíll Mercedes Benz á að klúfa loftið betur en núverandi framleiðslubílar fyrirtækisins og því má búast við afar sportlegu útliti hans. Búist er við því að útlit bílsins verði ekki mjög frábrugðið útliti fyrri tilraunbíls fyrirtækisns, Concept IAA. Grill nýja bílsins ætti því að vera mjög frábrugðið núverandi framleiðslubílum, enda er ekki þörf á sömu kælingu og í brunabílum og loftinntök að mestu óþörf í rafmagnsbílum.Mercedes Benz Concept IAA rafmagnsbíllinn. Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent
Mercedes Benz er með í undirbúningi mikla samkeppni við rafbílaframleiðandann Tesla með smíði fjögurra rafmagnsbíla. Benz mun kynna einn þeirra á bílasýningunni í París í haust. Þessi bíll á að vera svo til tilbúinn til framleiðslu og mun sýna hvernig þessir bíla Benz munu líta út á næstu árum, bæði að innra og ytra útliti. Þessi tiltekni bíll á þó ekki að koma á markað fyrr en árið 2019. Nýi rafmagnsbíll Mercedes Benz á að klúfa loftið betur en núverandi framleiðslubílar fyrirtækisins og því má búast við afar sportlegu útliti hans. Búist er við því að útlit bílsins verði ekki mjög frábrugðið útliti fyrri tilraunbíls fyrirtækisns, Concept IAA. Grill nýja bílsins ætti því að vera mjög frábrugðið núverandi framleiðslubílum, enda er ekki þörf á sömu kælingu og í brunabílum og loftinntök að mestu óþörf í rafmagnsbílum.Mercedes Benz Concept IAA rafmagnsbíllinn.
Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent