Eitt samfélag fyrir alla! Sema Erla Serdar skrifar 3. júní 2016 10:17 Við í Samfylkingunni erum þessa dagana að kjósa okkur nýjan formann en Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn á landinu sem velur formann sinn í allsherjaratkvæðagreiðslu á meðal allra félagsmanna. Á landsfundi flokksins sem hefst á í dag verður síðan ný forysta flokksins kosin, skerpt verður á stefnumálunum og línurnar lagðar fyrir komandi Alþingiskosningar. Það eru spennandi tímar framundan. Íslenskt samfélag er í stöðugri þróun. Breytt samfélag þýðir breyttar áherslur. Nýir tímar þýðir nýjar áskoranir. Krafan um ný stjórnmál og ný vinnubrögð í stjórnmálum hefur aldrei verið háværari og hún hefur sjaldan verið réttmætari. Það er mikilvægt fyrir þá stjórnmálaflokka sem ætla sér að ná eyrum fólksins í landinu að fylgja þeirri þróun sem á sér stað í samfélaginu. Flokkur jafnaðarmanna er engin undantekning þar á. Á sama tíma og kallað er eftir nýjum stjórnmálum og nýjum vinnubrögðum hefur krafan um sterkan jafnaðarmannaflokk sjaldan verið jafn hávær og nú og því er mikilvægt að hreyfing jafnaðarmanna svari þessum kröfum og mæti sterk til leiks í komandi kosningum svo hún komist í stöðu til þess að tryggja Íslendingum betra og jafnara samfélag, laust við sérhagsmunaöfl, spillingu, auðvaldspólitík og mismunun. Við sem hér erum og þeir sem hingað koma eiga hreinlega meira skilið en það samfélag óstöðugleika og ójöfnuðar sem við búum nú við. Jafnaðarmenn eru best til þess fallnir að byggja hér eitt samfélag fyrir alla þar sem félagslegt og efnahagslegt öryggi allra er tryggt, þar sem ungir Íslendingar vilja og geta byggt sér framtíð og þeir sem eldri eru vilja vera áfram hluti af, þar sem lífsgæði allra eru tryggð, aðgengi fyrir alla að heilsugæslu er til staðar, húsnæðismarkaðurinn er í lagi, skipting auðlinda er jöfn, atvinnulífið blómastrar, menntakerfið er til fyrirmyndar og ný stjórnarskrá mun líta dagsins ljós. Jafnaðarmenn eiga að sama skapi að halda áfram að vera í forystu í baráttunni fyrir jafnrétti, velferð og réttlæti og gegn allri mismunun, hvort sem hún er vegna uppruna, trúar eða menningar, kyns, kynhneigðar eða annarra þátta sem einkennir líf eða lífsstíl fólks. Jafnaðarmenn eiga að vera í forystu í baráttunni fyrir mannréttindum og mannúð og gegn vaxandi fordómum og hatri í íslensku samfélagi. Áskoranirnar eru margar en áskorunum fylgja tækifæri. Helsta verkefnið framundan er að endurmóta íslenskt samfélag í anda hugsjóna jafnaðarmanna, samfélag þar sem grundvallar lífsgæði almennings eru tryggð, þar sem fólk getur lifað mannsæmandi lífi og grunnstoðirnar eru í lagi og réttlæti, velferð og mannréttindi allra eru tryggð. Ég vil halda áfram að vinna að því ásamt öðrum jafnaðarmönnum að skapa hér eitt samfélag fyrir alla og býð mig því fram til varaformanns Samfylkingarinnar. Ég veit að sameinuð mun Samfylkingin, sem stofnuð var sem umbótaafl fyrir íslenskt samfélag og til höfuðs sérhagsmunaöflunum, skipa sér fremst í flokk í því krefjandi verkefni sem framundan er. Með grunngildi jafnaðarmanna um frelsi, jöfnuð og samstöðu eru okkur allir vegir færir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sema Erla Serdar Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Sjá meira
Við í Samfylkingunni erum þessa dagana að kjósa okkur nýjan formann en Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn á landinu sem velur formann sinn í allsherjaratkvæðagreiðslu á meðal allra félagsmanna. Á landsfundi flokksins sem hefst á í dag verður síðan ný forysta flokksins kosin, skerpt verður á stefnumálunum og línurnar lagðar fyrir komandi Alþingiskosningar. Það eru spennandi tímar framundan. Íslenskt samfélag er í stöðugri þróun. Breytt samfélag þýðir breyttar áherslur. Nýir tímar þýðir nýjar áskoranir. Krafan um ný stjórnmál og ný vinnubrögð í stjórnmálum hefur aldrei verið háværari og hún hefur sjaldan verið réttmætari. Það er mikilvægt fyrir þá stjórnmálaflokka sem ætla sér að ná eyrum fólksins í landinu að fylgja þeirri þróun sem á sér stað í samfélaginu. Flokkur jafnaðarmanna er engin undantekning þar á. Á sama tíma og kallað er eftir nýjum stjórnmálum og nýjum vinnubrögðum hefur krafan um sterkan jafnaðarmannaflokk sjaldan verið jafn hávær og nú og því er mikilvægt að hreyfing jafnaðarmanna svari þessum kröfum og mæti sterk til leiks í komandi kosningum svo hún komist í stöðu til þess að tryggja Íslendingum betra og jafnara samfélag, laust við sérhagsmunaöfl, spillingu, auðvaldspólitík og mismunun. Við sem hér erum og þeir sem hingað koma eiga hreinlega meira skilið en það samfélag óstöðugleika og ójöfnuðar sem við búum nú við. Jafnaðarmenn eru best til þess fallnir að byggja hér eitt samfélag fyrir alla þar sem félagslegt og efnahagslegt öryggi allra er tryggt, þar sem ungir Íslendingar vilja og geta byggt sér framtíð og þeir sem eldri eru vilja vera áfram hluti af, þar sem lífsgæði allra eru tryggð, aðgengi fyrir alla að heilsugæslu er til staðar, húsnæðismarkaðurinn er í lagi, skipting auðlinda er jöfn, atvinnulífið blómastrar, menntakerfið er til fyrirmyndar og ný stjórnarskrá mun líta dagsins ljós. Jafnaðarmenn eiga að sama skapi að halda áfram að vera í forystu í baráttunni fyrir jafnrétti, velferð og réttlæti og gegn allri mismunun, hvort sem hún er vegna uppruna, trúar eða menningar, kyns, kynhneigðar eða annarra þátta sem einkennir líf eða lífsstíl fólks. Jafnaðarmenn eiga að vera í forystu í baráttunni fyrir mannréttindum og mannúð og gegn vaxandi fordómum og hatri í íslensku samfélagi. Áskoranirnar eru margar en áskorunum fylgja tækifæri. Helsta verkefnið framundan er að endurmóta íslenskt samfélag í anda hugsjóna jafnaðarmanna, samfélag þar sem grundvallar lífsgæði almennings eru tryggð, þar sem fólk getur lifað mannsæmandi lífi og grunnstoðirnar eru í lagi og réttlæti, velferð og mannréttindi allra eru tryggð. Ég vil halda áfram að vinna að því ásamt öðrum jafnaðarmönnum að skapa hér eitt samfélag fyrir alla og býð mig því fram til varaformanns Samfylkingarinnar. Ég veit að sameinuð mun Samfylkingin, sem stofnuð var sem umbótaafl fyrir íslenskt samfélag og til höfuðs sérhagsmunaöflunum, skipa sér fremst í flokk í því krefjandi verkefni sem framundan er. Með grunngildi jafnaðarmanna um frelsi, jöfnuð og samstöðu eru okkur allir vegir færir.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun