Ólöf Nordal hissa á skorti á kynjablöndun á EM Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júní 2016 15:48 Það kom innanríkisráðherra fullkomlega á óvart að einungis karlkyns lögreglumenn skyldu sendir til Frakklands. Vísir/Vilhelm Það kom Ólöfu Nordal innanríkisráðherra „fullkomlega á óvart“ að einungis karlkyns lögreglumenn skyldu sendir á Evrópumótið í knattspyrnu í Frakklandi sem hefst innan tíðar. Hennar skilningur hafi verið sá að jafnt hafi verið leitað eftir körlum sem konum. Þetta kom fram í máli Ólafar á Alþingi er hún svaraði fyrirspurn Brynhildar Pétursdóttur, þingmanni Bjartrar framtíðar. „Það var skilningur minn að verið væri að leita jafnt að körlum sem konum og ég held að það hafi verið hugsunin. Ég hafði ekki hugmyndaflug í það sjálf að niðurstaðan gæti orðið þessi þannig að það kom mér fullkomlega á óvart,“ sagði Ólöf á þingi í dag sem ætlar að koma skoðun sinni á framfæri við ríkislögreglustjóra. Líkt og komið hefur fram mun ríkislögreglustjóri senda átta lögreglumenn á Evrópumótið í knattspyrnu í Frakklandi. Eiga þeir að vera frönskum lögregluyfirvöldum innan handar. Í hópnum eru eingöngu karlar. Kurr er meðal lögreglukvenna vegna þeirrar ákvörðunar að senda bara karla til Frakklands en samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra gáfu lögreglukonur ekki kost á sér í verkefnið. Embætti ríkislögreglustjóra segist ekki hafa fengið beiðni frá frönskum yfirvöldum um að átta manna hópur lögregluþjóna sem sendur yrði til Frakklands í sumar yrði kynjablandaður. Alþingi EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Átta íslenskir lögreglumenn standa vaktina á EM í Frakklandi Ríkisstjórn Íslands setur allt að 20 milljónir króna í verkefnið. 24. maí 2016 15:25 Lögreglukonur ósáttar við ójöfnuð á EM Engin lögreglukona verður í hópi átta íslenskra lögregluþjóna á Evrópumeistaramótinu í fótbolta í Frakklandi. Konum hjá Ríkislögreglustjóra var boðið en engin sá sér fært að fara. Fyrrverandi lögreglukona segir þetta letjandi sk 2. júní 2016 07:00 Ríkislögreglustjóri kannast ekki við beiðni um kynjablöndun Einungisi karlar verða sendir til Frakklands til aðstoðar lögreglu þar vegna Evrópumótsins. 1. júní 2016 22:44 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Það kom Ólöfu Nordal innanríkisráðherra „fullkomlega á óvart“ að einungis karlkyns lögreglumenn skyldu sendir á Evrópumótið í knattspyrnu í Frakklandi sem hefst innan tíðar. Hennar skilningur hafi verið sá að jafnt hafi verið leitað eftir körlum sem konum. Þetta kom fram í máli Ólafar á Alþingi er hún svaraði fyrirspurn Brynhildar Pétursdóttur, þingmanni Bjartrar framtíðar. „Það var skilningur minn að verið væri að leita jafnt að körlum sem konum og ég held að það hafi verið hugsunin. Ég hafði ekki hugmyndaflug í það sjálf að niðurstaðan gæti orðið þessi þannig að það kom mér fullkomlega á óvart,“ sagði Ólöf á þingi í dag sem ætlar að koma skoðun sinni á framfæri við ríkislögreglustjóra. Líkt og komið hefur fram mun ríkislögreglustjóri senda átta lögreglumenn á Evrópumótið í knattspyrnu í Frakklandi. Eiga þeir að vera frönskum lögregluyfirvöldum innan handar. Í hópnum eru eingöngu karlar. Kurr er meðal lögreglukvenna vegna þeirrar ákvörðunar að senda bara karla til Frakklands en samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra gáfu lögreglukonur ekki kost á sér í verkefnið. Embætti ríkislögreglustjóra segist ekki hafa fengið beiðni frá frönskum yfirvöldum um að átta manna hópur lögregluþjóna sem sendur yrði til Frakklands í sumar yrði kynjablandaður.
Alþingi EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Átta íslenskir lögreglumenn standa vaktina á EM í Frakklandi Ríkisstjórn Íslands setur allt að 20 milljónir króna í verkefnið. 24. maí 2016 15:25 Lögreglukonur ósáttar við ójöfnuð á EM Engin lögreglukona verður í hópi átta íslenskra lögregluþjóna á Evrópumeistaramótinu í fótbolta í Frakklandi. Konum hjá Ríkislögreglustjóra var boðið en engin sá sér fært að fara. Fyrrverandi lögreglukona segir þetta letjandi sk 2. júní 2016 07:00 Ríkislögreglustjóri kannast ekki við beiðni um kynjablöndun Einungisi karlar verða sendir til Frakklands til aðstoðar lögreglu þar vegna Evrópumótsins. 1. júní 2016 22:44 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Átta íslenskir lögreglumenn standa vaktina á EM í Frakklandi Ríkisstjórn Íslands setur allt að 20 milljónir króna í verkefnið. 24. maí 2016 15:25
Lögreglukonur ósáttar við ójöfnuð á EM Engin lögreglukona verður í hópi átta íslenskra lögregluþjóna á Evrópumeistaramótinu í fótbolta í Frakklandi. Konum hjá Ríkislögreglustjóra var boðið en engin sá sér fært að fara. Fyrrverandi lögreglukona segir þetta letjandi sk 2. júní 2016 07:00
Ríkislögreglustjóri kannast ekki við beiðni um kynjablöndun Einungisi karlar verða sendir til Frakklands til aðstoðar lögreglu þar vegna Evrópumótsins. 1. júní 2016 22:44
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum