Píratar leggja til uppsögn samnings kirkjunnar og ríkisins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. júní 2016 15:06 Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Birgitta Jónsdóttir en samflokksmenn hennar á þingi standa einnig að tillögunni. vísir/vilhelm Þingflokkur Pírata hefur lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi feli ríkisstjórninni að hefja undirbúning að uppsögn samkomulags við þjóðkirkjuna um kirkjujarðir, launagreiðslur presta og starfsmenn þjóðkirkjunnar. Fyrsti flutningsmaður er Birgitta Jónsdóttir. Samkomulagið sem nú er í gildi er frá árinu 1997 en stærstan hluta 20. aldarinnar ríkti talsverð óvissa um eignarrétt á kirkjujörðum. Nefnd var skipuð árið 1982 til að kanna hverjar kirkjueignir væru og gefa álit um réttarstöðu þeirra eigna. Þegar samkomulag milli íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar var undirritað árið 1997 var horft til álitsgerðar nefndarinnar, „[þ]rátt fyrir að ríkið hafi, á þeim 90 árum sem liðu, hvorki kannað til fullnustu lögmæti fyrri samninga, né heldur hvaða jarðir tilheyrðu honum, matsverð þeirra og rekstraruppgjör var engu síður gerður samningur um áframhaldandi skuldbindingar ríkisins við þjóðkirkjuna.“ Svo segir í greinargerð með ályktuninni. Flutningsmenn tillögunnar telja ljóst að ríkið sé löngu búið að greiða fyrir þær kirkjujarðir sem það fékk afhentar með samkomulaginu um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar frá árinu 1997. Síðan þá hefur ríkið greitt yfir 30 milljarða til kirkjunnar vegna samningsins eða um 1,5 milljarða á ári. „Á undanförnum áratugum hefur íslenskt samfélag tekið miklum breytingum, t.d. hvað varðar trúarbrögð og trúarvitund fólks. Samkvæmt skoðanakönnunum fer þeim fjölgandi sem eru hlynntir aðskilnaði ríkis og kirkju. Krafan um fullan aðskilnað ríkis og kirkju verður því sífellt háværari sem og krafan um að stuðla skuli að jafnri stöðu allra trúar- og lífsskoðunarfélaga. Það verður því að teljast eðlileg krafa að samningar sem ríkið gerir við þjóðkirkjuna eða önnur trú- og lífsskoðunarfélög byggist á nákvæmari útreikningum og á rökrænum forsendum en ekki á táknrænum grunni,“ segir í greinargerðinni. Greinargerðina má lesa í heild sinni hér. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Guðlast ekki lengur ólöglegt Frumvarp Pírata sem fellir úr gildi bann við guðlasti var samþykkt á þinginu fyrir skemmstu. 2. júlí 2015 16:13 Vilja afnema sjálfkrafa skráningu barna í trúfélög Píratar leggja nú fram í annað sinn frumvarp á Alþingi um afnám sjálfkrafa skráningu barna í trú-eða lífsskoðunarfélög. 10. mars 2016 10:18 Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærri en Píratar Bæði Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn bæta örlitlu fylgi við sig í nýjum þjóðarpúlsi Gallup. 1. júní 2016 22:40 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent „Merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið“ Innlent Fleiri fréttir „Merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Sjá meira
Þingflokkur Pírata hefur lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi feli ríkisstjórninni að hefja undirbúning að uppsögn samkomulags við þjóðkirkjuna um kirkjujarðir, launagreiðslur presta og starfsmenn þjóðkirkjunnar. Fyrsti flutningsmaður er Birgitta Jónsdóttir. Samkomulagið sem nú er í gildi er frá árinu 1997 en stærstan hluta 20. aldarinnar ríkti talsverð óvissa um eignarrétt á kirkjujörðum. Nefnd var skipuð árið 1982 til að kanna hverjar kirkjueignir væru og gefa álit um réttarstöðu þeirra eigna. Þegar samkomulag milli íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar var undirritað árið 1997 var horft til álitsgerðar nefndarinnar, „[þ]rátt fyrir að ríkið hafi, á þeim 90 árum sem liðu, hvorki kannað til fullnustu lögmæti fyrri samninga, né heldur hvaða jarðir tilheyrðu honum, matsverð þeirra og rekstraruppgjör var engu síður gerður samningur um áframhaldandi skuldbindingar ríkisins við þjóðkirkjuna.“ Svo segir í greinargerð með ályktuninni. Flutningsmenn tillögunnar telja ljóst að ríkið sé löngu búið að greiða fyrir þær kirkjujarðir sem það fékk afhentar með samkomulaginu um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar frá árinu 1997. Síðan þá hefur ríkið greitt yfir 30 milljarða til kirkjunnar vegna samningsins eða um 1,5 milljarða á ári. „Á undanförnum áratugum hefur íslenskt samfélag tekið miklum breytingum, t.d. hvað varðar trúarbrögð og trúarvitund fólks. Samkvæmt skoðanakönnunum fer þeim fjölgandi sem eru hlynntir aðskilnaði ríkis og kirkju. Krafan um fullan aðskilnað ríkis og kirkju verður því sífellt háværari sem og krafan um að stuðla skuli að jafnri stöðu allra trúar- og lífsskoðunarfélaga. Það verður því að teljast eðlileg krafa að samningar sem ríkið gerir við þjóðkirkjuna eða önnur trú- og lífsskoðunarfélög byggist á nákvæmari útreikningum og á rökrænum forsendum en ekki á táknrænum grunni,“ segir í greinargerðinni. Greinargerðina má lesa í heild sinni hér.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Guðlast ekki lengur ólöglegt Frumvarp Pírata sem fellir úr gildi bann við guðlasti var samþykkt á þinginu fyrir skemmstu. 2. júlí 2015 16:13 Vilja afnema sjálfkrafa skráningu barna í trúfélög Píratar leggja nú fram í annað sinn frumvarp á Alþingi um afnám sjálfkrafa skráningu barna í trú-eða lífsskoðunarfélög. 10. mars 2016 10:18 Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærri en Píratar Bæði Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn bæta örlitlu fylgi við sig í nýjum þjóðarpúlsi Gallup. 1. júní 2016 22:40 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent „Merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið“ Innlent Fleiri fréttir „Merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Sjá meira
Guðlast ekki lengur ólöglegt Frumvarp Pírata sem fellir úr gildi bann við guðlasti var samþykkt á þinginu fyrir skemmstu. 2. júlí 2015 16:13
Vilja afnema sjálfkrafa skráningu barna í trúfélög Píratar leggja nú fram í annað sinn frumvarp á Alþingi um afnám sjálfkrafa skráningu barna í trú-eða lífsskoðunarfélög. 10. mars 2016 10:18
Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærri en Píratar Bæði Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn bæta örlitlu fylgi við sig í nýjum þjóðarpúlsi Gallup. 1. júní 2016 22:40