Þjálfari Króatíu: Þetta eru íþróttahryðjuverkamenn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júní 2016 21:41 Það var mikil reikistefna á vellinum í Saint-Étienne í dag. vísir/getty Króatía má búast við refsingu frá UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu, vegna skrílsláta hóps stuðningsmanna liðsins í leiknum gegn Tékklandi í Saint-Étienne í dag. Þegar nokkrar mínútur voru til leiksloka var blysum kastað inn á völlinn, fyrir aftan tékkneska markið. Einnig brutust út slagsmál á meðal króatísku stuðningsmannanna. Enski dómarinn Mark Clattenburg gerði nokkurra mínútna hlé á leiknum á meðan blysin voru hreinsuð af vellinum. Hléið virtist fara illa í leikmenn Króatíu sem fengu á sig jöfnunarmark skömmu eftir að Clattenburg flautaði leikinn aftur á. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli. Eftir leikinn sendi UEFA frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að uppákoman á Saint-Étienne yrði tekin til skoðunar á morgun.Ante Cacic var mikið niðri fyrir eftir leik.vísir/gettyAnte Cacic, landsliðsþjálfari Króatíu, fordæmdi hegðun þessara stuðningsmanna liðsins. „95% af stuðningsmönnum Króata þurfa að skammast sín fyrir hegðun nokkurra skemmdra epla. Þetta eru íþróttahryðjuverkamenn og þeir gera bara það sem þeim sýnist. Þetta eru ekki stuðningsmenn heldur fótboltabullur,“ sagði Cacic eftir leikinn. Króatar voru þegar undir smásjánni hjá UEFA eftir að stuðningsmaður liðsins hljóp inn á völlinn til að fagna marki Luka Modric í leiknum gegn Tyrklandi á sunnudaginn. Svona vandræði í kringum stuðningsmenn Króatíu eru ekki ný af nálinni. Gera þurfti hlé á leik Króata og Ítala í Mílanó í undankeppni EM vegna kynþáttafordóma stuðningsmanna Króatíu. Þá var dregið stig af Króatíu vegna þess að hakakross var sleginn í völlinn í Split og þeim gert að spila tvo leiki fyrir luktum dyrum. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Sjá meira
Króatía má búast við refsingu frá UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu, vegna skrílsláta hóps stuðningsmanna liðsins í leiknum gegn Tékklandi í Saint-Étienne í dag. Þegar nokkrar mínútur voru til leiksloka var blysum kastað inn á völlinn, fyrir aftan tékkneska markið. Einnig brutust út slagsmál á meðal króatísku stuðningsmannanna. Enski dómarinn Mark Clattenburg gerði nokkurra mínútna hlé á leiknum á meðan blysin voru hreinsuð af vellinum. Hléið virtist fara illa í leikmenn Króatíu sem fengu á sig jöfnunarmark skömmu eftir að Clattenburg flautaði leikinn aftur á. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli. Eftir leikinn sendi UEFA frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að uppákoman á Saint-Étienne yrði tekin til skoðunar á morgun.Ante Cacic var mikið niðri fyrir eftir leik.vísir/gettyAnte Cacic, landsliðsþjálfari Króatíu, fordæmdi hegðun þessara stuðningsmanna liðsins. „95% af stuðningsmönnum Króata þurfa að skammast sín fyrir hegðun nokkurra skemmdra epla. Þetta eru íþróttahryðjuverkamenn og þeir gera bara það sem þeim sýnist. Þetta eru ekki stuðningsmenn heldur fótboltabullur,“ sagði Cacic eftir leikinn. Króatar voru þegar undir smásjánni hjá UEFA eftir að stuðningsmaður liðsins hljóp inn á völlinn til að fagna marki Luka Modric í leiknum gegn Tyrklandi á sunnudaginn. Svona vandræði í kringum stuðningsmenn Króatíu eru ekki ný af nálinni. Gera þurfti hlé á leik Króata og Ítala í Mílanó í undankeppni EM vegna kynþáttafordóma stuðningsmanna Króatíu. Þá var dregið stig af Króatíu vegna þess að hakakross var sleginn í völlinn í Split og þeim gert að spila tvo leiki fyrir luktum dyrum.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Sjá meira