Ólafur Arnalds og Baddi Z við tökur á tónlistarmynd Birgir Örn Steinarsson skrifar 24. júní 2016 16:41 Ólafur Arnalds og Baddi Z verða við tökur á myndinni Islandsongs næstu sjö vikur. Vísir/Marínó Thorlacius/Vilhelm Nú standa yfir upptökur á tónlistarmyndinni Island Song sem er samstarfsverkefni Ólafs Arnalds tónlistarmanns og Baldvin Z leikstjóra. Parið hefur valið sjö áfangastaði á Íslandi og er einn staður heimsóttur í hverri viku. Þar vinnur Ólafur lag með vel völdu tónlistarfólki frá hverjum stað sem áætlað er að gefa út eitt í einu vikulega næstu sjö vikurnar. „Þetta er hugmynd sem gekk upphaflega út á það að fara og taka upp lög á flottum stöðum um landið. Svo datt mér í hug að fá alltaf einhvern með mér í hvert lag,“ útskýrir Ólafur um tilurð verkefnisins. „Þá geri ég tónlistina en svo vinnum við hana saman á staðnum. Hugmyndin er að búa til mynd sem sýnir tónlistarmenningu landsins sem er oft þannig að þeir sem vinna kaupfélaginu eru kannski snillingar þó fáir viti af því.“ Fyrsti gestur pabbi Ásgeirs Trausta Upptökur á fyrsta laginu eru klárar en þar vann Ólafur með Einari Georg á Hvammstanga en hann er faðir tónlistarmanna Ásgeirs Trausta og Þorsteins úr Hjálmum og hefur samið texta þeirra þekktustu laga. Lagið sem hann og Ólafur unnu saman heitir Árbakkinn og kemur út á mánudag.Stutt myndband sem sýnir hluta af gerð þess lags má sjá hér fyrir neðan en myndbandið verður sýnt í heild sinni á Vísi á mánudag.Á heimasíðunni Islandsongs.is má sjá hvaða staði þeir félagar munu heimsækja næstu vikuna en þeir vilja ekkert gefa upp um það strax hverjum Ólafur ætlar að vinna með.Vísir/Islandsongs.isLeita að sérstöku fólki„Við erum að leita að sérstöku fólki. Við erum ekkert að binda okkur við það að þetta sé úr þeirri tónlist sem ég kem en samt líka. Við munum til dæmis vinna með kór og Sinfóníusveit Norðurlands á Akureyri, poppsöngvurum og organistum. Það verða engir þeir sömu og ég hef verið að vinna með áður.“ Myndin er unnin fyrir Universal sem gefur tónlist Ólafs út um allan heim. Stefnt er á að myndin verði tilbúin í október en áhugasamir geta fylgst með gangi mála á Facebook-síðu Ólafs sem og á sérstakri heimasíðu verkefnisins Islandsongs.is. Birt verða þar myndbönd en einnig verða beinar útsendingar frá upptökum sendar í gegnum Facebook síðuna. Stefnt er á að tónlistarmyndin verði frumsýnd í völdum kvikmyndahúsum víðs vegar um heim samtímis. Þetta er nú ekki í fyrsta skiptið sem þeir félagar Baddi Z og Ólafur Arnalds vinna saman. Ólafur hefur hingað til séð um tónlist við kvikmyndir Badda, bæði Vonarstræti og fyrstu mynd leikstjórans Óróa. Bíó og sjónvarp Tónlist Tengdar fréttir Ólafur Arnalds og Arnór Dan með einstaka útgáfu af laginu Say My Name Tónlistarmennirnir Ólafur Arnalds og Arnór Dan hafa gefið frá sér ábreiðu af laginu Say My Name sem sveitin Destiny's Child gerði heimsfrægt árið 1999. 17. maí 2016 12:30 Ólafur Arnalds um einelti í æsku: „Ég man stundir þar sem ég þorði ekki út í frímínútur“ Ólafur Arnalds, tónlistarmaður, sagði frá einelti sem hann varð fyrir í grunnskóla á Facebook-síðu sinni í gær. 6. maí 2016 13:14 Afhenti BUGL hljóðfæri: „Tónlist getur gert mikið fyrir geðræna sjúkdóma“ Ólafur Arnalds lét verðlaunafé íslensku bjartsýnisverðlaunanna renna til Barna- og unglingadeildar Landspítalans. 13. mars 2016 17:13 Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Fleiri fréttir Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Sjá meira
Nú standa yfir upptökur á tónlistarmyndinni Island Song sem er samstarfsverkefni Ólafs Arnalds tónlistarmanns og Baldvin Z leikstjóra. Parið hefur valið sjö áfangastaði á Íslandi og er einn staður heimsóttur í hverri viku. Þar vinnur Ólafur lag með vel völdu tónlistarfólki frá hverjum stað sem áætlað er að gefa út eitt í einu vikulega næstu sjö vikurnar. „Þetta er hugmynd sem gekk upphaflega út á það að fara og taka upp lög á flottum stöðum um landið. Svo datt mér í hug að fá alltaf einhvern með mér í hvert lag,“ útskýrir Ólafur um tilurð verkefnisins. „Þá geri ég tónlistina en svo vinnum við hana saman á staðnum. Hugmyndin er að búa til mynd sem sýnir tónlistarmenningu landsins sem er oft þannig að þeir sem vinna kaupfélaginu eru kannski snillingar þó fáir viti af því.“ Fyrsti gestur pabbi Ásgeirs Trausta Upptökur á fyrsta laginu eru klárar en þar vann Ólafur með Einari Georg á Hvammstanga en hann er faðir tónlistarmanna Ásgeirs Trausta og Þorsteins úr Hjálmum og hefur samið texta þeirra þekktustu laga. Lagið sem hann og Ólafur unnu saman heitir Árbakkinn og kemur út á mánudag.Stutt myndband sem sýnir hluta af gerð þess lags má sjá hér fyrir neðan en myndbandið verður sýnt í heild sinni á Vísi á mánudag.Á heimasíðunni Islandsongs.is má sjá hvaða staði þeir félagar munu heimsækja næstu vikuna en þeir vilja ekkert gefa upp um það strax hverjum Ólafur ætlar að vinna með.Vísir/Islandsongs.isLeita að sérstöku fólki„Við erum að leita að sérstöku fólki. Við erum ekkert að binda okkur við það að þetta sé úr þeirri tónlist sem ég kem en samt líka. Við munum til dæmis vinna með kór og Sinfóníusveit Norðurlands á Akureyri, poppsöngvurum og organistum. Það verða engir þeir sömu og ég hef verið að vinna með áður.“ Myndin er unnin fyrir Universal sem gefur tónlist Ólafs út um allan heim. Stefnt er á að myndin verði tilbúin í október en áhugasamir geta fylgst með gangi mála á Facebook-síðu Ólafs sem og á sérstakri heimasíðu verkefnisins Islandsongs.is. Birt verða þar myndbönd en einnig verða beinar útsendingar frá upptökum sendar í gegnum Facebook síðuna. Stefnt er á að tónlistarmyndin verði frumsýnd í völdum kvikmyndahúsum víðs vegar um heim samtímis. Þetta er nú ekki í fyrsta skiptið sem þeir félagar Baddi Z og Ólafur Arnalds vinna saman. Ólafur hefur hingað til séð um tónlist við kvikmyndir Badda, bæði Vonarstræti og fyrstu mynd leikstjórans Óróa.
Bíó og sjónvarp Tónlist Tengdar fréttir Ólafur Arnalds og Arnór Dan með einstaka útgáfu af laginu Say My Name Tónlistarmennirnir Ólafur Arnalds og Arnór Dan hafa gefið frá sér ábreiðu af laginu Say My Name sem sveitin Destiny's Child gerði heimsfrægt árið 1999. 17. maí 2016 12:30 Ólafur Arnalds um einelti í æsku: „Ég man stundir þar sem ég þorði ekki út í frímínútur“ Ólafur Arnalds, tónlistarmaður, sagði frá einelti sem hann varð fyrir í grunnskóla á Facebook-síðu sinni í gær. 6. maí 2016 13:14 Afhenti BUGL hljóðfæri: „Tónlist getur gert mikið fyrir geðræna sjúkdóma“ Ólafur Arnalds lét verðlaunafé íslensku bjartsýnisverðlaunanna renna til Barna- og unglingadeildar Landspítalans. 13. mars 2016 17:13 Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Fleiri fréttir Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Sjá meira
Ólafur Arnalds og Arnór Dan með einstaka útgáfu af laginu Say My Name Tónlistarmennirnir Ólafur Arnalds og Arnór Dan hafa gefið frá sér ábreiðu af laginu Say My Name sem sveitin Destiny's Child gerði heimsfrægt árið 1999. 17. maí 2016 12:30
Ólafur Arnalds um einelti í æsku: „Ég man stundir þar sem ég þorði ekki út í frímínútur“ Ólafur Arnalds, tónlistarmaður, sagði frá einelti sem hann varð fyrir í grunnskóla á Facebook-síðu sinni í gær. 6. maí 2016 13:14
Afhenti BUGL hljóðfæri: „Tónlist getur gert mikið fyrir geðræna sjúkdóma“ Ólafur Arnalds lét verðlaunafé íslensku bjartsýnisverðlaunanna renna til Barna- og unglingadeildar Landspítalans. 13. mars 2016 17:13