Sjálfsmark skaut Wales í 8-liða úrslit | Sjáðu markið 25. júní 2016 17:45 Skömmu eftir að boltinn hafnaði í netinu. Hal Robson-Kanu, framherji Wales, er himinlifandi en sömu sögu er ekki að segja af Gareth McAuley og Michael McGovern, leikmönnum N-Írlands. Vísir/EPA Ævintýri Gareths Bale og félaga í velska landsliðinu heldur áfram en þeir eru komnir í 8-liða úrslit á EM 2016 eftir 1-0 sigur á N-Írlandi á Parc des Princes í dag. Bale skoraði í öllum leikjunum í riðlakeppninni en komst ekki á blað í dag. Real Madrid-maðurinn átti þó risastóran þátt í eina marki leiksins. Á 75. mínútu átti Bale hættulega fyrirgjöf frá vinstri inn á vítateiginn og Gareth McAuley, miðvörðurinn reyndi, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Annars gerðist fátt markvert í leiknum. Norður-Írum tókst að halda Bale og Aaron Ramsey niðri í fyrri hálfleik fyrir utan eitt skipti þegar sá síðarnefndi skoraði af stuttu færi. Markið var hins vegar dæmt af vegna rangstöðu. Norður-Írar ógnuðu aðallega í föstum leikatriðum en gerðu lítið í opnum leik eins og áður á mótinu. Bale var nálægt því að skora sitt fjórða mark á EM á 58. mínútu en Michael McGovern, besti leikmaður N-Írlands á mótinu, varði aukaspyrnu hans vel. Bale var þó ekki hættur og bjó sigurmarkið til þegar stundarfjórðungur var til leiksloka eins og áður sagði. Wales mætir annað hvort Belgíu eða Ungverjalandi í 8-liða úrslitunum í Lille á föstudaginn.McAuley setur boltann í eigið mark setja boltann í eigið mark. komið yfir. 1-0. #EMÍsland https://t.co/3S1m1uuGtO— Síminn (@siminn) June 25, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Ævintýri Gareths Bale og félaga í velska landsliðinu heldur áfram en þeir eru komnir í 8-liða úrslit á EM 2016 eftir 1-0 sigur á N-Írlandi á Parc des Princes í dag. Bale skoraði í öllum leikjunum í riðlakeppninni en komst ekki á blað í dag. Real Madrid-maðurinn átti þó risastóran þátt í eina marki leiksins. Á 75. mínútu átti Bale hættulega fyrirgjöf frá vinstri inn á vítateiginn og Gareth McAuley, miðvörðurinn reyndi, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Annars gerðist fátt markvert í leiknum. Norður-Írum tókst að halda Bale og Aaron Ramsey niðri í fyrri hálfleik fyrir utan eitt skipti þegar sá síðarnefndi skoraði af stuttu færi. Markið var hins vegar dæmt af vegna rangstöðu. Norður-Írar ógnuðu aðallega í föstum leikatriðum en gerðu lítið í opnum leik eins og áður á mótinu. Bale var nálægt því að skora sitt fjórða mark á EM á 58. mínútu en Michael McGovern, besti leikmaður N-Írlands á mótinu, varði aukaspyrnu hans vel. Bale var þó ekki hættur og bjó sigurmarkið til þegar stundarfjórðungur var til leiksloka eins og áður sagði. Wales mætir annað hvort Belgíu eða Ungverjalandi í 8-liða úrslitunum í Lille á föstudaginn.McAuley setur boltann í eigið mark setja boltann í eigið mark. komið yfir. 1-0. #EMÍsland https://t.co/3S1m1uuGtO— Síminn (@siminn) June 25, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira