Draumamark Shaqiri dugði ekki til og Pólverjar fóru áfram | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. júní 2016 16:00 Pólverjar fagna sætinu í 8-liða úrslitum. Vísir/EPA Pólverjar urðu nú rétt í þessu fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum á EM 2016 eftir sigur á Sviss eftir framlengdan leik og vítaspyrnukeppni. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma og hvorugu liðinu tókst að skora í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítakeppni. Þar sýndu leikmenn Póllands gríðarlegt öryggi og skoruðu úr öllum fimm spyrnum sínum. Svisslendingar skoruðu úr fjórum en Granit Xhaka, nýjasti leikmaður Arsenal, skaut langt framhjá úr sinni spyrnu. Pólverjar byrjuðu leikinn af miklum krafti og strax eftir nokkurra sekúndna leik skaut Arek Milik yfir úr dauðafæri. Pólska liðið komst yfir á 39. mínútu þegar Jakub Blaszczykowski rak smiðshöggið á frábæra skyndisókn. Þetta var 18. landsliðsmark Blaszczykowskis en Pólland hefur aldrei tapað leik sem hann skorar í. Það varð engin breyting þar á í dag.Shaqiri jafnaði metin með mergjuðu marki.vísir/epaStaðan var 0-1 í hálfleik en svissneska liðið kom ákveðnara til leiks í seinni hálfleik og fór að ógna marki Pólverja sem fengu ekki á sig mark í riðlakeppninni. Lukasz Fabianski varði aukaspyrnu Ricardos Rodríguez á 73. mínútu og fimm mínútum síðar skaut Haris Seferovic í slána. Stíflan brast svo á 82. mínútu þegar Xherdan Shaqiri klippti boltann glæsilega í stöng og inn og jafnaði metin. Algjörlega magnað mark hjá Shaqiri sem spilaði sinn besta leik á EM í dag. Í framlengingunni var Sviss sterkari aðilinn en tókst ekki að skora sigurmarkið. Varamaðurinn Eren Derdiyok komst næst því á 113. mínútu en Fabianski varði skalla hans af stuttu færi frábærlega.Vítakeppnin (Sviss byrjar): 1-0 Stephan Lichtsteiner skorar 1-1 Robert Lewandowski skorar 1-1 Granit Xhaka skýtur framhjá 1-2 Arek Milik skorar 2-2 Xherdan Shaqiri skorar 2-3 Kamil Glik skorar 3-3 Fabian Schär skorar 3-4 Jakub Blaszczykowski skorar 4-4 Ricardo Rodríguez skorar 4-5 Grzegorz Krychowiak skorarMilik klúðrar dauðafæri fá dauðafæri á 20. sekúndu! 16 liða úrslitin eru hafin! #EMÍsland https://t.co/2IVfsNplYB— Síminn (@siminn) June 25, 2016 Błaszczykowski kemur Pólverjum yfir MARK! er komið yfir á móti ! Błaszczykowski skorar á 39. mínútu! #EMÍsland https://t.co/UzECYIPKSe— Síminn (@siminn) June 25, 2016 Stórkostlegt jöfnunarmark Shaqiri ÓTRÚLEGT mark hjá ! Shaqiri með bakfallsspyrnu - mögulega mark keppninar hingað til. Framlenging. #EMÍsland https://t.co/v1MbMrfHqt— Síminn (@siminn) June 25, 2016 Krychowiak skorar úr síðustu spyrnu Pólverja tryggja sér sæti í 8 liða úrslitum í vítaspyrnukeppni. v hefst svo klukkan 16:00 #EMÍsland https://t.co/Y9mEjgxGT5— Síminn (@siminn) June 25, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Sjá meira
Pólverjar urðu nú rétt í þessu fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum á EM 2016 eftir sigur á Sviss eftir framlengdan leik og vítaspyrnukeppni. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma og hvorugu liðinu tókst að skora í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítakeppni. Þar sýndu leikmenn Póllands gríðarlegt öryggi og skoruðu úr öllum fimm spyrnum sínum. Svisslendingar skoruðu úr fjórum en Granit Xhaka, nýjasti leikmaður Arsenal, skaut langt framhjá úr sinni spyrnu. Pólverjar byrjuðu leikinn af miklum krafti og strax eftir nokkurra sekúndna leik skaut Arek Milik yfir úr dauðafæri. Pólska liðið komst yfir á 39. mínútu þegar Jakub Blaszczykowski rak smiðshöggið á frábæra skyndisókn. Þetta var 18. landsliðsmark Blaszczykowskis en Pólland hefur aldrei tapað leik sem hann skorar í. Það varð engin breyting þar á í dag.Shaqiri jafnaði metin með mergjuðu marki.vísir/epaStaðan var 0-1 í hálfleik en svissneska liðið kom ákveðnara til leiks í seinni hálfleik og fór að ógna marki Pólverja sem fengu ekki á sig mark í riðlakeppninni. Lukasz Fabianski varði aukaspyrnu Ricardos Rodríguez á 73. mínútu og fimm mínútum síðar skaut Haris Seferovic í slána. Stíflan brast svo á 82. mínútu þegar Xherdan Shaqiri klippti boltann glæsilega í stöng og inn og jafnaði metin. Algjörlega magnað mark hjá Shaqiri sem spilaði sinn besta leik á EM í dag. Í framlengingunni var Sviss sterkari aðilinn en tókst ekki að skora sigurmarkið. Varamaðurinn Eren Derdiyok komst næst því á 113. mínútu en Fabianski varði skalla hans af stuttu færi frábærlega.Vítakeppnin (Sviss byrjar): 1-0 Stephan Lichtsteiner skorar 1-1 Robert Lewandowski skorar 1-1 Granit Xhaka skýtur framhjá 1-2 Arek Milik skorar 2-2 Xherdan Shaqiri skorar 2-3 Kamil Glik skorar 3-3 Fabian Schär skorar 3-4 Jakub Blaszczykowski skorar 4-4 Ricardo Rodríguez skorar 4-5 Grzegorz Krychowiak skorarMilik klúðrar dauðafæri fá dauðafæri á 20. sekúndu! 16 liða úrslitin eru hafin! #EMÍsland https://t.co/2IVfsNplYB— Síminn (@siminn) June 25, 2016 Błaszczykowski kemur Pólverjum yfir MARK! er komið yfir á móti ! Błaszczykowski skorar á 39. mínútu! #EMÍsland https://t.co/UzECYIPKSe— Síminn (@siminn) June 25, 2016 Stórkostlegt jöfnunarmark Shaqiri ÓTRÚLEGT mark hjá ! Shaqiri með bakfallsspyrnu - mögulega mark keppninar hingað til. Framlenging. #EMÍsland https://t.co/v1MbMrfHqt— Síminn (@siminn) June 25, 2016 Krychowiak skorar úr síðustu spyrnu Pólverja tryggja sér sæti í 8 liða úrslitum í vítaspyrnukeppni. v hefst svo klukkan 16:00 #EMÍsland https://t.co/Y9mEjgxGT5— Síminn (@siminn) June 25, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Sjá meira