Ráðvilltir Bretar spyrja Google hvað gerist næst Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. júní 2016 00:00 Það er von að þeir spyrji. Vísir/Getty Tölur frá Google sýna að Bretar hafa leitað til leitarvélar Google til þess að fá svör við því hvað gerist næst eftir sögulega þjóðaratkvæðagreiðslu Breta þar sem ákveðið var að Bretland myndi ganga úr Evrópusambandinu. Samkvæmt tölum frá Google Trends sem mælir hvað netnotendur leita eftir á Google sést að skömmu eftir að kjörstöðum var lokað í gærkvöldi leituðu Bretar eftir svörum við því hvað myndi gerast segðu Bretar sig úr ESB. Um 250 prósent aukning varð á leitarfrasanum „Hvað gerist ef við yfirgefum ESB“. +250% spike in "what happens if we leave the EU" in the past hourhttps://t.co/9b1d6Bsx6D— GoogleTrends (@GoogleTrends) June 24, 2016 Ef til vill bendir þetta til þess að kjósendur hafi margir hverjir ef til vill ekki áttað sig á afleiðingum þjóðaratkvæðagreiðslunnar en gæti þó einnig varpað ljósi undrun og ringlun eftir að niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru gerðar ljósar. Einnig varð vart við gríðarlega aukningu á leit að svörum við spurningunni hvort að Bretland væri enn í ESB eða ekki en um 2450 prósent aukning varð á leitarfrasasnum „erum við enn inn í ESB eða ekki.“"Are we in or out of the EU?" has spiked +2,450% in the UK #EURefResults https://t.co/pHHbQ1KEXC …— GoogleTrends (@GoogleTrends) June 24, 2016 Bretland er enn hluti af ESB og verður það allt þangað til samningaviðræðum við ESB lýkur um skilmála brotthvarfs Bretlands. Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar er reyndar ekki lagalega bindandi en David Cameron, fráfarandi forsætisráðherra, Bretlands hefur sagt að niðurstaðan verði virt. Gríðarleg óvissa ríkir þó núna um hvaða áhrif brotthvarf Bretlands mun hafa á efnahag og þjóðlíf í Bretlandi. Ljóst er að miðað við niðurstöður kosninganna að breska þjóðin er klofin, yngri kynslóðirnar er æfar út í þær eldri fyrir að takmarka framtíðarmöguleika þeirra með því að kjósa Bretland út úr ESB auk þess sem líklegt er talið að Skotland muni halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði sitt. Hlutabréfamarkaðir víða um heim hafa tekið mikla dýfu og pundið hefur veikst mikið. Því skal engan undra að Bretar séu ráðvilltir í dag. Ljóst er að margir eru ósáttir við niðurstöðuna sem sést kannski best á því að í Bretlandi varð 100 prósent aukning á leitarfrasanum „Hvernig fæ ég írskt vegabréf.“Svo virðist sem að ekki allir hafi verið það nákvæmlega á hreinu hvað hvert atkvæði myndi þýða en BBC tók viðtal við mann sem, sjá má hér að neðan, sem kaus með því að Bretland myndi yfirgefa ESB. Hann hafi þó fengið áfall eftir að David Cameron sagði af sér og sé nú áhyggjufullur yfir því hvað muni gerast. Brexit Tengdar fréttir Skotar þegar byrjaðir að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Þetta segir Nicola Sturgeon, forseti heimastjórnar skosku heimastjórnarinnar. 24. júní 2016 10:52 Hlutabréfamarkaðir hrynja Markaðurinn bregst mjög illa við tíðindum um væntanlegt brotthvarf Breta úr ESB 24. júní 2016 09:46 Lilja Dögg: Bretar að yfirgefa Evrópusambandið en alls ekki að yfirgefa Evrópu Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að efnahagsleg tenging Breta við Evrópu og Ísland verði ekki frábrugðin því sem hún er í dag. 24. júní 2016 11:20 Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? Bretland er klofið eftir niðurstöðu Brexit-atkvæðagreiðslunnar. 24. júní 2016 10:15 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Tölur frá Google sýna að Bretar hafa leitað til leitarvélar Google til þess að fá svör við því hvað gerist næst eftir sögulega þjóðaratkvæðagreiðslu Breta þar sem ákveðið var að Bretland myndi ganga úr Evrópusambandinu. Samkvæmt tölum frá Google Trends sem mælir hvað netnotendur leita eftir á Google sést að skömmu eftir að kjörstöðum var lokað í gærkvöldi leituðu Bretar eftir svörum við því hvað myndi gerast segðu Bretar sig úr ESB. Um 250 prósent aukning varð á leitarfrasanum „Hvað gerist ef við yfirgefum ESB“. +250% spike in "what happens if we leave the EU" in the past hourhttps://t.co/9b1d6Bsx6D— GoogleTrends (@GoogleTrends) June 24, 2016 Ef til vill bendir þetta til þess að kjósendur hafi margir hverjir ef til vill ekki áttað sig á afleiðingum þjóðaratkvæðagreiðslunnar en gæti þó einnig varpað ljósi undrun og ringlun eftir að niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru gerðar ljósar. Einnig varð vart við gríðarlega aukningu á leit að svörum við spurningunni hvort að Bretland væri enn í ESB eða ekki en um 2450 prósent aukning varð á leitarfrasasnum „erum við enn inn í ESB eða ekki.“"Are we in or out of the EU?" has spiked +2,450% in the UK #EURefResults https://t.co/pHHbQ1KEXC …— GoogleTrends (@GoogleTrends) June 24, 2016 Bretland er enn hluti af ESB og verður það allt þangað til samningaviðræðum við ESB lýkur um skilmála brotthvarfs Bretlands. Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar er reyndar ekki lagalega bindandi en David Cameron, fráfarandi forsætisráðherra, Bretlands hefur sagt að niðurstaðan verði virt. Gríðarleg óvissa ríkir þó núna um hvaða áhrif brotthvarf Bretlands mun hafa á efnahag og þjóðlíf í Bretlandi. Ljóst er að miðað við niðurstöður kosninganna að breska þjóðin er klofin, yngri kynslóðirnar er æfar út í þær eldri fyrir að takmarka framtíðarmöguleika þeirra með því að kjósa Bretland út úr ESB auk þess sem líklegt er talið að Skotland muni halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði sitt. Hlutabréfamarkaðir víða um heim hafa tekið mikla dýfu og pundið hefur veikst mikið. Því skal engan undra að Bretar séu ráðvilltir í dag. Ljóst er að margir eru ósáttir við niðurstöðuna sem sést kannski best á því að í Bretlandi varð 100 prósent aukning á leitarfrasanum „Hvernig fæ ég írskt vegabréf.“Svo virðist sem að ekki allir hafi verið það nákvæmlega á hreinu hvað hvert atkvæði myndi þýða en BBC tók viðtal við mann sem, sjá má hér að neðan, sem kaus með því að Bretland myndi yfirgefa ESB. Hann hafi þó fengið áfall eftir að David Cameron sagði af sér og sé nú áhyggjufullur yfir því hvað muni gerast.
Brexit Tengdar fréttir Skotar þegar byrjaðir að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Þetta segir Nicola Sturgeon, forseti heimastjórnar skosku heimastjórnarinnar. 24. júní 2016 10:52 Hlutabréfamarkaðir hrynja Markaðurinn bregst mjög illa við tíðindum um væntanlegt brotthvarf Breta úr ESB 24. júní 2016 09:46 Lilja Dögg: Bretar að yfirgefa Evrópusambandið en alls ekki að yfirgefa Evrópu Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að efnahagsleg tenging Breta við Evrópu og Ísland verði ekki frábrugðin því sem hún er í dag. 24. júní 2016 11:20 Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? Bretland er klofið eftir niðurstöðu Brexit-atkvæðagreiðslunnar. 24. júní 2016 10:15 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Skotar þegar byrjaðir að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Þetta segir Nicola Sturgeon, forseti heimastjórnar skosku heimastjórnarinnar. 24. júní 2016 10:52
Hlutabréfamarkaðir hrynja Markaðurinn bregst mjög illa við tíðindum um væntanlegt brotthvarf Breta úr ESB 24. júní 2016 09:46
Lilja Dögg: Bretar að yfirgefa Evrópusambandið en alls ekki að yfirgefa Evrópu Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að efnahagsleg tenging Breta við Evrópu og Ísland verði ekki frábrugðin því sem hún er í dag. 24. júní 2016 11:20
Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? Bretland er klofið eftir niðurstöðu Brexit-atkvæðagreiðslunnar. 24. júní 2016 10:15