Bílaframleiðendur í Bretlandi kjósa áframhaldandi veru í ESB Finnur Thorlacius skrifar 23. júní 2016 10:04 Land Rover Discovery Sport. Allir bílaframleiðendur sem starfa í Bretlandi vilja að landið verði áfram í Evrópusambandinu og telja að þeir tapi miklum fjárhæðum ef breskir kjósendur velja útgöngu. Jaguar Land Rover segir að fyrirtækið yrði af allt af 185 milljörðum króna fram til ársins 2020 ef af útgöngu verður. Þetta byggir Jaguar Land Rover á útreikningum vegna þeirra skattabreytinga sem útganga hefði í för með sér. Leggjast myndi á 10% útflutningsskattur á þá bíla sem framleiddir eru í Bretlandi en seldir í löndum Evrópusambandsins. Ennfremur myndi leggjast á 4% skattur á þá íhluti sem breskar bílaverksmiðjur myndu flytja inn frá löndum Evrópusambandsins. Forstjóri Jaguar Land Rover hefur skrifað bréf til starfsmanna fyrirtækisins þar sem hann útlistar þessi áhrif og hvaða afleiðingar þær hefðu. Með því má ljóst vera að hann hvetur starfsmenn sína til að greiða atkvæði sitt með áframhaldandi veru í Evrópusambandinu og að atkvæði greitt á annan hátt myndi stefna störfum þess í hættu vegna minnkandi eftirspurnar eftir bílum Jaguar Land Rover. Ef að kosningarnar fara á þann hátt að Bretlandi gengi úr Evrópusambandinu er ekki ólíklegt að fyrirtæki eins og Jaguar Land Rover kysi frekar að smíða bíla sína í löndum Evrópusambandsins fremur en í heimalandinu Bretlandi og því eru störf starfsmanna þar í enn meiri hættu. Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent
Allir bílaframleiðendur sem starfa í Bretlandi vilja að landið verði áfram í Evrópusambandinu og telja að þeir tapi miklum fjárhæðum ef breskir kjósendur velja útgöngu. Jaguar Land Rover segir að fyrirtækið yrði af allt af 185 milljörðum króna fram til ársins 2020 ef af útgöngu verður. Þetta byggir Jaguar Land Rover á útreikningum vegna þeirra skattabreytinga sem útganga hefði í för með sér. Leggjast myndi á 10% útflutningsskattur á þá bíla sem framleiddir eru í Bretlandi en seldir í löndum Evrópusambandsins. Ennfremur myndi leggjast á 4% skattur á þá íhluti sem breskar bílaverksmiðjur myndu flytja inn frá löndum Evrópusambandsins. Forstjóri Jaguar Land Rover hefur skrifað bréf til starfsmanna fyrirtækisins þar sem hann útlistar þessi áhrif og hvaða afleiðingar þær hefðu. Með því má ljóst vera að hann hvetur starfsmenn sína til að greiða atkvæði sitt með áframhaldandi veru í Evrópusambandinu og að atkvæði greitt á annan hátt myndi stefna störfum þess í hættu vegna minnkandi eftirspurnar eftir bílum Jaguar Land Rover. Ef að kosningarnar fara á þann hátt að Bretlandi gengi úr Evrópusambandinu er ekki ólíklegt að fyrirtæki eins og Jaguar Land Rover kysi frekar að smíða bíla sína í löndum Evrópusambandsins fremur en í heimalandinu Bretlandi og því eru störf starfsmanna þar í enn meiri hættu.
Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent