Einkunnir íslenska liðsins: Kári bestur Tómas Þór Þórðarsson frá París skrifar 22. júní 2016 20:00 Íslensku leikmennirnir áttu allir sem einn góðan dag í dag. Vísir/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið vann í kvöld í fyrsta sinn sigur á stórmóti í knattspyrnu með ótrúlegum 2-1 sigri á Austurríki á þjóðarleikvangi Frakklands. Varamaðurinn Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmark Íslands á 94. mínútu og gulltryggði sæti Íslands í 16-liða úrslitum. Íslenska liðið komst yfir snemma leiks annan leikinn í röð en eftir það færði austurríska liðið sig framar á völlinn. Íslensku leikmennirnir gáfust ekki upp og vörðu stigið sem til þurfti með kjafti og klóm eftir að Austurríki tókst að jafna þar til Arnór Ingvi skoraði sigurmarkið á 94. mínútu. Kári Árnason var að mati Vísis maður leiksins í dag með níu í einkunn en fimm leikmenn fengu átta í einkunn. Einkunnagjöfina má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 8 Hársbreidd frá því að gera afdrifarík mistök snemma leiks en náði sjálfur að bjarga. Var öruggur í öðrum aðgerðum. Varði úr dauðafæri í síðari hálfleik á mikilvægu augnabliki.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Skynsamur í sínum ákvörðunum, kom lítið út úr honum fram á við en varðist vel.Kári Árnason, miðvörður 9 - Maður leiksins Lagði upp markið hans Jóns Daða og bjargaði marki í seinni hálfleik þegar Alaba var í dauðafæri. Öruggur í öllu sínu.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Batt vörnina saman með Kára og reyndi að halda boltanum aftast eins og hægt var.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Gaf víti með óþarfa broti í fyrri hálfleik og heppinn að fá ekki dæmt á sig annað í seinni hálfleik. Stóð stundum tæpt.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Opnaði leikinn á þrumuskoti í samskeytin og var líflegur á hægri kantinum. Þræddi frábæra sendingu á Birki Bjarna sem var hársbreidd fyrir innan. Lítið í boltanum í seinni hálfleik.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 Kom sér betur í spilið en í undanförnum leikjum snemma leiks sem gaf tóninn og skapaði öryggi hjá okkar mönnum fram á við í fyrri hálfleik.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 8 Sinnti mikilli varnarvinnu en gekk lítið að koma honum í boltann í sóknarleiknum.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 7 Lítið áberandi í fyrri hálfleiknum en komst betur í takt við leikinn í þeim síðari og var líklega mest ógnandi leikmaður Íslands fram á við.Jón Daði Böðvarsson, framherji 8 Vanmetnasti leikmaður liðsins, sýndi frábær tilþrif og kom Íslandi yfir með marki af harðfylgi á 18. mínútu.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 7 Hélt áfram hálofta vinnu sinni en gekk illa að koma sér í spil. Örþreyttur í seinni hálfleik og okkar mönnum gekk illa að finna hann. Varamenn:Theodór Elmar Bjarnason - (Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 71. mínútu) Kom öflugur inn af bekknum og var viljugur til að halda boltanum sem þurfti. Varðist vel og lagði upp sigurmarkið.Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Kolbein Sigþórsson á 80. mínútu) Kom ferskur inn og var sallarólegur þrátt fyrir að vera að koma inn á í fyrsta sinn á mótinu. Vann mikilvægar sekúndur fyrir íslenska liðið og skoraði sigurmarkið.Sverrir Ingi Ingason - (Kom inn á fyrir Jóhann Berg Guðmundsson á 86. mínútu) EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Stórkostlegur sigur strákanna í París Ísland vann Austurríki, 2-1, í ótrúlegum leik í París og mætir Englandi í 16-liða úrslitunum í Nice á mánudag. 22. júní 2016 17:45 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið vann í kvöld í fyrsta sinn sigur á stórmóti í knattspyrnu með ótrúlegum 2-1 sigri á Austurríki á þjóðarleikvangi Frakklands. Varamaðurinn Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmark Íslands á 94. mínútu og gulltryggði sæti Íslands í 16-liða úrslitum. Íslenska liðið komst yfir snemma leiks annan leikinn í röð en eftir það færði austurríska liðið sig framar á völlinn. Íslensku leikmennirnir gáfust ekki upp og vörðu stigið sem til þurfti með kjafti og klóm eftir að Austurríki tókst að jafna þar til Arnór Ingvi skoraði sigurmarkið á 94. mínútu. Kári Árnason var að mati Vísis maður leiksins í dag með níu í einkunn en fimm leikmenn fengu átta í einkunn. Einkunnagjöfina má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 8 Hársbreidd frá því að gera afdrifarík mistök snemma leiks en náði sjálfur að bjarga. Var öruggur í öðrum aðgerðum. Varði úr dauðafæri í síðari hálfleik á mikilvægu augnabliki.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Skynsamur í sínum ákvörðunum, kom lítið út úr honum fram á við en varðist vel.Kári Árnason, miðvörður 9 - Maður leiksins Lagði upp markið hans Jóns Daða og bjargaði marki í seinni hálfleik þegar Alaba var í dauðafæri. Öruggur í öllu sínu.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Batt vörnina saman með Kára og reyndi að halda boltanum aftast eins og hægt var.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Gaf víti með óþarfa broti í fyrri hálfleik og heppinn að fá ekki dæmt á sig annað í seinni hálfleik. Stóð stundum tæpt.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Opnaði leikinn á þrumuskoti í samskeytin og var líflegur á hægri kantinum. Þræddi frábæra sendingu á Birki Bjarna sem var hársbreidd fyrir innan. Lítið í boltanum í seinni hálfleik.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 Kom sér betur í spilið en í undanförnum leikjum snemma leiks sem gaf tóninn og skapaði öryggi hjá okkar mönnum fram á við í fyrri hálfleik.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 8 Sinnti mikilli varnarvinnu en gekk lítið að koma honum í boltann í sóknarleiknum.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 7 Lítið áberandi í fyrri hálfleiknum en komst betur í takt við leikinn í þeim síðari og var líklega mest ógnandi leikmaður Íslands fram á við.Jón Daði Böðvarsson, framherji 8 Vanmetnasti leikmaður liðsins, sýndi frábær tilþrif og kom Íslandi yfir með marki af harðfylgi á 18. mínútu.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 7 Hélt áfram hálofta vinnu sinni en gekk illa að koma sér í spil. Örþreyttur í seinni hálfleik og okkar mönnum gekk illa að finna hann. Varamenn:Theodór Elmar Bjarnason - (Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 71. mínútu) Kom öflugur inn af bekknum og var viljugur til að halda boltanum sem þurfti. Varðist vel og lagði upp sigurmarkið.Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Kolbein Sigþórsson á 80. mínútu) Kom ferskur inn og var sallarólegur þrátt fyrir að vera að koma inn á í fyrsta sinn á mótinu. Vann mikilvægar sekúndur fyrir íslenska liðið og skoraði sigurmarkið.Sverrir Ingi Ingason - (Kom inn á fyrir Jóhann Berg Guðmundsson á 86. mínútu)
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Stórkostlegur sigur strákanna í París Ísland vann Austurríki, 2-1, í ótrúlegum leik í París og mætir Englandi í 16-liða úrslitunum í Nice á mánudag. 22. júní 2016 17:45 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Stórkostlegur sigur strákanna í París Ísland vann Austurríki, 2-1, í ótrúlegum leik í París og mætir Englandi í 16-liða úrslitunum í Nice á mánudag. 22. júní 2016 17:45