Ragnar: Ekki fallegasti sigurinn en skítt með það | Draumur að rætast Tómas Þór Þórðarsson frá París skrifar 22. júní 2016 19:34 Ragnar hafði góðar gætur á austurrísku leikmönnunum í dag. Vísir/Vilhelm „Ég veit ekki alveg hvernig mér líður núna en þegar Arnór skoraði sigurmarkið þá trylltist maður hreint út sagt,“ sagði Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins, aðspurður út í tilfinningarnar eftir 2-1 sigur Íslands á Austurríki í lokaleik F-riðilsins í kvöld en Ragnar var ekkert að skafa af því hvort sigurinn hefði verið verðskuldaður. „Maður hugsaði að þetta væri nú ekki fallegur sigur en skítt með það. Við erum komnir áfram og maður tapaði sér af gleði,“ sagði Ragnar sem stóð vakt sína í vörninni í dag með prýði líkt og í fyrstu tveimur leikjum mótsins. Íslenska liðið byrjaði leikinn af krafti og hélt boltanum mun betur á upphafsmínútum leiksins en í síðustu leikjum. „Það þurfti ekkert að berja neina trú í okkur, þeir leyfðu okkur að spila út frá Hannesi og þá kom þetta af sjálfu sér. Eftir að við skorum förum við strax að reyna að verja forskotið og eftir á var það kannski lélegt að reyna ekki að ná öðru marki.“ Ragnar hrósaði einnig áhorfendunum í dag en íslensku leikmennirnir sungu með áhorfendum sigurlög eftir leikinn. „Þetta var einfaldlega geðbilun. Það var frábært að sjá hversu margir mættu í dag og allir í bláu og tilbúnir til að syngja. Ég held að fólk viti núna hvað það þýðir að hafa svona stuðning á vellinum og það var ótrúlega gaman að geta deilt þessu með þeim undir lokin.“ Ragnar viðurkenndi að það væri draumur að rætast með því að mæta Englandi í 16-liða úrslitunum. „Mig hefur alltaf dreymt um að spila á móti Englandi eða í ensku deildinni og loksins fæ ég tækifæri til að sýna mig gegn þeim. Við getum notið þessa leiks því öll pressan verður á þeim. Í dag hugsuðum við svolítið út í þetta stig sem við þurftum en við förum inn í þetta með nýtt hugarfar.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Stórkostlegur sigur strákanna í París Ísland vann Austurríki, 2-1, í ótrúlegum leik í París og mætir Englandi í 16-liða úrslitunum í Nice á mánudag. 22. júní 2016 17:45 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Sjá meira
„Ég veit ekki alveg hvernig mér líður núna en þegar Arnór skoraði sigurmarkið þá trylltist maður hreint út sagt,“ sagði Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins, aðspurður út í tilfinningarnar eftir 2-1 sigur Íslands á Austurríki í lokaleik F-riðilsins í kvöld en Ragnar var ekkert að skafa af því hvort sigurinn hefði verið verðskuldaður. „Maður hugsaði að þetta væri nú ekki fallegur sigur en skítt með það. Við erum komnir áfram og maður tapaði sér af gleði,“ sagði Ragnar sem stóð vakt sína í vörninni í dag með prýði líkt og í fyrstu tveimur leikjum mótsins. Íslenska liðið byrjaði leikinn af krafti og hélt boltanum mun betur á upphafsmínútum leiksins en í síðustu leikjum. „Það þurfti ekkert að berja neina trú í okkur, þeir leyfðu okkur að spila út frá Hannesi og þá kom þetta af sjálfu sér. Eftir að við skorum förum við strax að reyna að verja forskotið og eftir á var það kannski lélegt að reyna ekki að ná öðru marki.“ Ragnar hrósaði einnig áhorfendunum í dag en íslensku leikmennirnir sungu með áhorfendum sigurlög eftir leikinn. „Þetta var einfaldlega geðbilun. Það var frábært að sjá hversu margir mættu í dag og allir í bláu og tilbúnir til að syngja. Ég held að fólk viti núna hvað það þýðir að hafa svona stuðning á vellinum og það var ótrúlega gaman að geta deilt þessu með þeim undir lokin.“ Ragnar viðurkenndi að það væri draumur að rætast með því að mæta Englandi í 16-liða úrslitunum. „Mig hefur alltaf dreymt um að spila á móti Englandi eða í ensku deildinni og loksins fæ ég tækifæri til að sýna mig gegn þeim. Við getum notið þessa leiks því öll pressan verður á þeim. Í dag hugsuðum við svolítið út í þetta stig sem við þurftum en við förum inn í þetta með nýtt hugarfar.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Stórkostlegur sigur strákanna í París Ísland vann Austurríki, 2-1, í ótrúlegum leik í París og mætir Englandi í 16-liða úrslitunum í Nice á mánudag. 22. júní 2016 17:45 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Sjá meira
Stórkostlegur sigur strákanna í París Ísland vann Austurríki, 2-1, í ótrúlegum leik í París og mætir Englandi í 16-liða úrslitunum í Nice á mánudag. 22. júní 2016 17:45