Ísland njóti bestu kjara Lilja Alfreðsdóttir skrifar 23. júní 2016 07:00 Bretar ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag hvort þeir yfirgefi Evrópusambandið eða verði þar áfram. Viðhorfskannanir gefa til kynna að úrslitin verði tvísýn og þjóðin virðist skiptast í tvo jafn stóra hópa, þar sem annar vill aukið efnahagspólitískt sjálfstæði en hinn halda Evrópusamstarfinu áfram. Bretland er eitt mikilvægasta viðskiptaland Íslands. Íslendingar fluttu út vörur og þjónustu til Bretlands fyrir meira en 120 milljarða króna á síðasta ári. Á móti fluttum við inn vörur og þjónustu frá Bretlandi fyrir 90 milljarða. Bretar eru um 19% erlendra ferðamanna á Íslandi og eru fjölmennastir í hópi þeirra sem sækja okkur heim. Flugferðir milli landanna voru um 6.400 talsins á síðasta ári og um 2.200 Íslendingar eru skráðir með lögheimili í Bretlandi.Grundvallast á EES–samningnum Samskipti Íslands og Bretlands grundvallast að miklu leyti á EES-samningnum. Hann kveður á um frelsi í viðskiptum og fjárfestingum, frjálsa búsetu fólks og samstarf á ýmsum sviðum. Samningurinn helst óbreyttur ef Bretar velja sér áframhaldandi veru í Evrópusambandinu. Ef Bretar segja skilið við sambandið munu þeir þurfa að semja um viðskiptakjör og ýmis samskipti sín við aðrar þjóðir, þar með taldar aðildarþjóðir EES-samningsins. Engar breytingar yrðu þó á samskiptum Íslands og Bretlands í a.m.k. tvö ár frá ákvörðun um úrsögn, samkvæmt sáttmálum ESB. Með samhljóða ákvörðun allra aðildarríkjanna má lengja þann tíma.Í startholunum Íslensk stjórnvöld hafa fylgst náið með þróun mála undanfarna mánuði og búið sig undir niðurstöðuna, hver sem hún kann að verða. Í báðum tilvikum er markmiðið það sama; að tryggja festu og stöðugleika í samskiptum landanna, að viðskiptakjör verði framvegis a.m.k. jafn góð og hingað til og frelsi íbúanna til ferða og búsetu í hvoru landi fyrir sig haldist óbreytt. Leiðirnar að því markmiði hafa verið kortlagðar og við erum í startholunum, ef á þarf að halda.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Bretar ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag hvort þeir yfirgefi Evrópusambandið eða verði þar áfram. Viðhorfskannanir gefa til kynna að úrslitin verði tvísýn og þjóðin virðist skiptast í tvo jafn stóra hópa, þar sem annar vill aukið efnahagspólitískt sjálfstæði en hinn halda Evrópusamstarfinu áfram. Bretland er eitt mikilvægasta viðskiptaland Íslands. Íslendingar fluttu út vörur og þjónustu til Bretlands fyrir meira en 120 milljarða króna á síðasta ári. Á móti fluttum við inn vörur og þjónustu frá Bretlandi fyrir 90 milljarða. Bretar eru um 19% erlendra ferðamanna á Íslandi og eru fjölmennastir í hópi þeirra sem sækja okkur heim. Flugferðir milli landanna voru um 6.400 talsins á síðasta ári og um 2.200 Íslendingar eru skráðir með lögheimili í Bretlandi.Grundvallast á EES–samningnum Samskipti Íslands og Bretlands grundvallast að miklu leyti á EES-samningnum. Hann kveður á um frelsi í viðskiptum og fjárfestingum, frjálsa búsetu fólks og samstarf á ýmsum sviðum. Samningurinn helst óbreyttur ef Bretar velja sér áframhaldandi veru í Evrópusambandinu. Ef Bretar segja skilið við sambandið munu þeir þurfa að semja um viðskiptakjör og ýmis samskipti sín við aðrar þjóðir, þar með taldar aðildarþjóðir EES-samningsins. Engar breytingar yrðu þó á samskiptum Íslands og Bretlands í a.m.k. tvö ár frá ákvörðun um úrsögn, samkvæmt sáttmálum ESB. Með samhljóða ákvörðun allra aðildarríkjanna má lengja þann tíma.Í startholunum Íslensk stjórnvöld hafa fylgst náið með þróun mála undanfarna mánuði og búið sig undir niðurstöðuna, hver sem hún kann að verða. Í báðum tilvikum er markmiðið það sama; að tryggja festu og stöðugleika í samskiptum landanna, að viðskiptakjör verði framvegis a.m.k. jafn góð og hingað til og frelsi íbúanna til ferða og búsetu í hvoru landi fyrir sig haldist óbreytt. Leiðirnar að því markmiði hafa verið kortlagðar og við erum í startholunum, ef á þarf að halda.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun