Ekki bara einn Bale sem er á fleygiferð á EM | Dóttirin bræddi mörg hjörtu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júní 2016 14:00 Gareth Bale og dóttir hans Alba Bale. Vísir/Getty Gareth Bale og dóttir hans Alba Bale áttu fallega stund fyrir framan syngjandi stuðningsmenn wales eftir sigur velska liðsins í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi. Gareth Bale var að hitta Ölbu Bale og restina af fjölskyldu sinni í fyrsta sinn í þrjár vikur en velska liðið mátti ekki láta fjölskyldumeðlimi trufla sig á fyrstu ferð liðsins á Evrópumóti. Velska liðið hefur eins og Íslands komist alla leið í átta liða úrslitin á sínu fyrsta EM. Gareth Bale hefur spilað mjög vel og er einn af markahæstu mönnum Evrópumótsins með þrjú mörk. Walesonline segir frá kringumstæðunum á bak við það að Gareth Bale og dóttir hans Alba Bale skemmtu sér svona vel saman á Parc des Princes leikvanginum í París. Hinn þriggja ára Alba Bale bræddi hjörtu margra þegar hún hljóp í kringum pabba sinn á grasinu og svo í átt til allra þeirra fjölmörgu velsku stuðningsmanna sem voru ekkert farnir úr stúkunni enda enn að fagna sigri. „Þetta var æðisleg stund. Ég hafði ekki séð fjölskyldu mína í þrjár vikur og það var því tilfinningaþrungið þegar hún hljóp inn á völlinn," sagði Gareth Bale. „Ég mun aldrei gleyma þessari stund að fá að fagna svo stórum sigri með fjölskyldu minni. Ég á myndirnar og myndböndin af henni að hlaupa um og mun örugglega skoða þær oft í framtíðinni," sagði Bale. „Hún er reyndar fljótari en ég þegar ég var á hennar aldri," grínaðist Gareth Bale með. Það er hægt að sjá myndir af feðginum saman hér fyrir neðan og þá býður Walesonline upp á myndband í frétt sinni hér.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Sjá meira
Gareth Bale og dóttir hans Alba Bale áttu fallega stund fyrir framan syngjandi stuðningsmenn wales eftir sigur velska liðsins í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi. Gareth Bale var að hitta Ölbu Bale og restina af fjölskyldu sinni í fyrsta sinn í þrjár vikur en velska liðið mátti ekki láta fjölskyldumeðlimi trufla sig á fyrstu ferð liðsins á Evrópumóti. Velska liðið hefur eins og Íslands komist alla leið í átta liða úrslitin á sínu fyrsta EM. Gareth Bale hefur spilað mjög vel og er einn af markahæstu mönnum Evrópumótsins með þrjú mörk. Walesonline segir frá kringumstæðunum á bak við það að Gareth Bale og dóttir hans Alba Bale skemmtu sér svona vel saman á Parc des Princes leikvanginum í París. Hinn þriggja ára Alba Bale bræddi hjörtu margra þegar hún hljóp í kringum pabba sinn á grasinu og svo í átt til allra þeirra fjölmörgu velsku stuðningsmanna sem voru ekkert farnir úr stúkunni enda enn að fagna sigri. „Þetta var æðisleg stund. Ég hafði ekki séð fjölskyldu mína í þrjár vikur og það var því tilfinningaþrungið þegar hún hljóp inn á völlinn," sagði Gareth Bale. „Ég mun aldrei gleyma þessari stund að fá að fagna svo stórum sigri með fjölskyldu minni. Ég á myndirnar og myndböndin af henni að hlaupa um og mun örugglega skoða þær oft í framtíðinni," sagði Bale. „Hún er reyndar fljótari en ég þegar ég var á hennar aldri," grínaðist Gareth Bale með. Það er hægt að sjá myndir af feðginum saman hér fyrir neðan og þá býður Walesonline upp á myndband í frétt sinni hér.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Sjá meira