Jón Daði og Ragnar ekki í hættu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júní 2016 15:00 Jón Daði lagði upp sigurmarkið gegn Englendingum eftir frábæra sókn strákanna okkar. vísir/epa Það er óhætt að segja að allar líkur séu á því að fái Ísland gult spjald í leiknum gegn Frakklandi á Stade de France á sunnudaginn þá fari viðkomandi leikmaður í bann. Níu leikmenn íslenska liðsins eru á gulu spjaldi eftir leikina fjóra á EM til þessa. Alls eru 45 leikmenn í liðunum átta á hættusvæði fyrir átta liða úrslitin sem hefjast í kvöld með leik Póllands og Portúgal. Alfreð Finnbogason var í leikbanni í leiknum gegn Austurríki en þess utan hafa gulu spjöldið dreifst lygilega vel, sem betur fer. „Þetta var hluti af planinu,“ sagði Lars Lagerbäck í gríni á blaðamannafundi í Annecy í gær. Réttir menn fengu gul spjöld í leiknum gegn Englandi. „Við sögðum þeim að þeir væru þeir einu sem mættu fá gul spjöld,“ grínaðist Svíinn áfram en ræddi svo á alvarlegum nótum. Hann sagði landsliðsmennina hafa rætt gulu spjöldin, sum væru ósanngjörn en Lars hefur á árum sínum með landsliðið lagt mikið upp úr því að leikmenn sýni aga og fái ekki ódýr gul spjöld. Nú er staðan hins vegar sú að svo til allt byrjunarliðið er á gulu spjaldi, fyrir utan Ragnar Sigurðsson og Jón Daða Böðvarsson. Þeir eru einu leikmennirnir í byrjunarliðinu sem geta fengið gult spjald án þess að fara í bann í næsta leik. N’Golo Kanté, leikmaður Leicester, og Adil Rami, miðvörður Sevilla, verða í banni í leiknum á móti Íslandi. Þá eru Olivier Giroud og Laurent Koscielny, leikmenn Arsenal, á hættusvæði. Eftir átta liða úrslitin taka leikmenn ekki lengur spjöld með sér í næstu leiki. Gulu spjöldin þurrkast út. Ragnar og Jón Daði geta því áhyggjulausir fengið gult spjald án þess að vera á hættusvæði komist Ísland í undanúrslit. Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook , Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ekkert að hugsa um tilboðið frá ASOS Birkir Bjarnason fékk óvænt tilboð á meðan á leik Englands og Íslands stóð í sextán liða úrslitum. 30. júní 2016 09:44 EM í dag: Hinn franski Grýluvöllur Í þetta sinn er EM í dag sendur út frá æfingavelli íslenska liðsins í Annecy. 30. júní 2016 08:34 Heimir: Einbeitingin ekki í lagi ef við eyðum öllum tímanum í að vera frægir Lars Lagerbäck lét strákana okkar heyra það á blaðamannafundi í gær fyrir að vera ekki með 100 prósent einbeitingu eftir sigurinn á Englandi. 30. júní 2016 09:53 Við getum klárað hvaða lið sem er í heiminum „Við erum í himnaríki,“ segir Birkir Bjarnason. 30. júní 2016 09:31 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Sjá meira
Það er óhætt að segja að allar líkur séu á því að fái Ísland gult spjald í leiknum gegn Frakklandi á Stade de France á sunnudaginn þá fari viðkomandi leikmaður í bann. Níu leikmenn íslenska liðsins eru á gulu spjaldi eftir leikina fjóra á EM til þessa. Alls eru 45 leikmenn í liðunum átta á hættusvæði fyrir átta liða úrslitin sem hefjast í kvöld með leik Póllands og Portúgal. Alfreð Finnbogason var í leikbanni í leiknum gegn Austurríki en þess utan hafa gulu spjöldið dreifst lygilega vel, sem betur fer. „Þetta var hluti af planinu,“ sagði Lars Lagerbäck í gríni á blaðamannafundi í Annecy í gær. Réttir menn fengu gul spjöld í leiknum gegn Englandi. „Við sögðum þeim að þeir væru þeir einu sem mættu fá gul spjöld,“ grínaðist Svíinn áfram en ræddi svo á alvarlegum nótum. Hann sagði landsliðsmennina hafa rætt gulu spjöldin, sum væru ósanngjörn en Lars hefur á árum sínum með landsliðið lagt mikið upp úr því að leikmenn sýni aga og fái ekki ódýr gul spjöld. Nú er staðan hins vegar sú að svo til allt byrjunarliðið er á gulu spjaldi, fyrir utan Ragnar Sigurðsson og Jón Daða Böðvarsson. Þeir eru einu leikmennirnir í byrjunarliðinu sem geta fengið gult spjald án þess að fara í bann í næsta leik. N’Golo Kanté, leikmaður Leicester, og Adil Rami, miðvörður Sevilla, verða í banni í leiknum á móti Íslandi. Þá eru Olivier Giroud og Laurent Koscielny, leikmenn Arsenal, á hættusvæði. Eftir átta liða úrslitin taka leikmenn ekki lengur spjöld með sér í næstu leiki. Gulu spjöldin þurrkast út. Ragnar og Jón Daði geta því áhyggjulausir fengið gult spjald án þess að vera á hættusvæði komist Ísland í undanúrslit. Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook , Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ekkert að hugsa um tilboðið frá ASOS Birkir Bjarnason fékk óvænt tilboð á meðan á leik Englands og Íslands stóð í sextán liða úrslitum. 30. júní 2016 09:44 EM í dag: Hinn franski Grýluvöllur Í þetta sinn er EM í dag sendur út frá æfingavelli íslenska liðsins í Annecy. 30. júní 2016 08:34 Heimir: Einbeitingin ekki í lagi ef við eyðum öllum tímanum í að vera frægir Lars Lagerbäck lét strákana okkar heyra það á blaðamannafundi í gær fyrir að vera ekki með 100 prósent einbeitingu eftir sigurinn á Englandi. 30. júní 2016 09:53 Við getum klárað hvaða lið sem er í heiminum „Við erum í himnaríki,“ segir Birkir Bjarnason. 30. júní 2016 09:31 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Sjá meira
Ekkert að hugsa um tilboðið frá ASOS Birkir Bjarnason fékk óvænt tilboð á meðan á leik Englands og Íslands stóð í sextán liða úrslitum. 30. júní 2016 09:44
EM í dag: Hinn franski Grýluvöllur Í þetta sinn er EM í dag sendur út frá æfingavelli íslenska liðsins í Annecy. 30. júní 2016 08:34
Heimir: Einbeitingin ekki í lagi ef við eyðum öllum tímanum í að vera frægir Lars Lagerbäck lét strákana okkar heyra það á blaðamannafundi í gær fyrir að vera ekki með 100 prósent einbeitingu eftir sigurinn á Englandi. 30. júní 2016 09:53
Við getum klárað hvaða lið sem er í heiminum „Við erum í himnaríki,“ segir Birkir Bjarnason. 30. júní 2016 09:31
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti