Þjóðfylkingin Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. júlí 2016 07:00 Á dögunum hlotnaðist mér sá heiður að vera samþykktur í hóp Íslensku þjóðfylkingarinnar á Facebook. Aðeins fáir útvaldir fá inngöngu í hópinn. Til að mynda hafði mér verið hafnað þrisvar áður en ég var að endingu samþykktur. Umrædd fylking hyggur á framboð í komandi alþingiskosningum og er afar forvitnileg. Fylkingin stendur til að mynda fyrir einstaklingsfrelsi og takmörkun ríkisafskipta. Á sama tíma vilja flokksmenn að Landsbankinn verði í eigu ríkisins, búrkur verði bannaðar á Íslandi og hafna trúarbrögðum sem „eru andstæð stjórnarskrá“. Umræður í hópi flokksins eru afar líflegar enda flokksmenn algerlega lausir við rétttrúnað þann sem vomir yfir samfélaginu. Til dæmis eru þeir sannfærðir um að í auknum straumi flóttamanna felist syndaflóðið síðara og aðeins árvökul augu þeirra geta forðað íslenskri menningu frá tortímingu. Hvatvís stökk ég á bak Rósinants, keyrði hann sporum og hirti ekki um köll míns innri Sansjós. Ótrauður benti ég á að áðurnefnt syndaflóð, á fyrsta ársfjórðungi, hefði talið 25 manns. Aðrir flóttamenn lentu á óhagganlegum varnargarði í formi Útlendingastofnunar. Vettvangsferð mín varð að sneypuför þegar mér var hent öfugum úr hópnum og meinað að koma þangað aftur. Sem dyggur hlustandi þáttarins Línan er laus, á Útvarpi Sögu, komu viðbrögðin ekki á óvart. Það verður áhugavert að sjá hvernig Íslensku þjóðfylkingunni farnast í kosningunum. Sjálfur er ég spenntastur fyrir því að sjá hvort fyrrgreind taktík, að vísa óákveðnum kjósendum frá hópnum, muni bera ávöxt. Líkurnar á því að atkvæði mitt endi hjá flokknum minnkuðu í það minnsta til muna við þá aðgerð.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Óli Eiðsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun
Á dögunum hlotnaðist mér sá heiður að vera samþykktur í hóp Íslensku þjóðfylkingarinnar á Facebook. Aðeins fáir útvaldir fá inngöngu í hópinn. Til að mynda hafði mér verið hafnað þrisvar áður en ég var að endingu samþykktur. Umrædd fylking hyggur á framboð í komandi alþingiskosningum og er afar forvitnileg. Fylkingin stendur til að mynda fyrir einstaklingsfrelsi og takmörkun ríkisafskipta. Á sama tíma vilja flokksmenn að Landsbankinn verði í eigu ríkisins, búrkur verði bannaðar á Íslandi og hafna trúarbrögðum sem „eru andstæð stjórnarskrá“. Umræður í hópi flokksins eru afar líflegar enda flokksmenn algerlega lausir við rétttrúnað þann sem vomir yfir samfélaginu. Til dæmis eru þeir sannfærðir um að í auknum straumi flóttamanna felist syndaflóðið síðara og aðeins árvökul augu þeirra geta forðað íslenskri menningu frá tortímingu. Hvatvís stökk ég á bak Rósinants, keyrði hann sporum og hirti ekki um köll míns innri Sansjós. Ótrauður benti ég á að áðurnefnt syndaflóð, á fyrsta ársfjórðungi, hefði talið 25 manns. Aðrir flóttamenn lentu á óhagganlegum varnargarði í formi Útlendingastofnunar. Vettvangsferð mín varð að sneypuför þegar mér var hent öfugum úr hópnum og meinað að koma þangað aftur. Sem dyggur hlustandi þáttarins Línan er laus, á Útvarpi Sögu, komu viðbrögðin ekki á óvart. Það verður áhugavert að sjá hvernig Íslensku þjóðfylkingunni farnast í kosningunum. Sjálfur er ég spenntastur fyrir því að sjá hvort fyrrgreind taktík, að vísa óákveðnum kjósendum frá hópnum, muni bera ávöxt. Líkurnar á því að atkvæði mitt endi hjá flokknum minnkuðu í það minnsta til muna við þá aðgerð.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun