Annað slys Tesla bíls með sjálfstýringu Finnur Thorlacius skrifar 7. júlí 2016 10:20 Tesla Model X. Þann 1. júlí varð dauðaslys í Bandaríkjunum er eigandi Tesla Model S bíls var með sjálfstýringuna á og var það fyrsta dauðaslys sem vitað er um þar sem sjálfstýring bílsins var á. Nú hefur annað slys hent í Tesla bíl með sjálfstýringuna við völd, í þetta skiptið í Tesla Model X bíl. Enginn lést í slysinu sem átti sér stað í Pennsilvania ríki í Bandaríkjunum. Tesla Model X bíllinn ók á vegrið og hentist við það yfir á öfugan vegarhelming og þaðan á steypt vegrið, valt og endaði á þakinu. Þeir tveir sem voru í bílnum sluppu að mestu ómeiddir. Rannsókn er hafin á því hvort rétt hafi verið greint frá hjá eigandi bílsins að sjálfstýring hans hafi verið við stjórnvölinn og ekki eru enn nægar sannanir til að fullyrða að svo hafi verið, en eigandinn fullyrðir þó að þannig hafi verið í pottinn búið. Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent
Þann 1. júlí varð dauðaslys í Bandaríkjunum er eigandi Tesla Model S bíls var með sjálfstýringuna á og var það fyrsta dauðaslys sem vitað er um þar sem sjálfstýring bílsins var á. Nú hefur annað slys hent í Tesla bíl með sjálfstýringuna við völd, í þetta skiptið í Tesla Model X bíl. Enginn lést í slysinu sem átti sér stað í Pennsilvania ríki í Bandaríkjunum. Tesla Model X bíllinn ók á vegrið og hentist við það yfir á öfugan vegarhelming og þaðan á steypt vegrið, valt og endaði á þakinu. Þeir tveir sem voru í bílnum sluppu að mestu ómeiddir. Rannsókn er hafin á því hvort rétt hafi verið greint frá hjá eigandi bílsins að sjálfstýring hans hafi verið við stjórnvölinn og ekki eru enn nægar sannanir til að fullyrða að svo hafi verið, en eigandinn fullyrðir þó að þannig hafi verið í pottinn búið.
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent