Árangur í málefnum fatlaðs fólks Eygló Harðardóttir skrifar 7. júlí 2016 07:00 Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks hefur reynst mikilvægt tæki í að vinna að uppfyllingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Ályktunin var samþykkt á Alþingi þann 1. júní 2012. Í áætluninni voru tilgreind 43 verkefni á átta málasviðum sem lúta að aðgengi, atvinnu, félagslegri vernd og sjálfstæðu lífi, heilbrigði, ímynd og fræðslu, mannréttindum, menntun og þátttöku í samfélaginu. Framkvæmdaáætlunin átti að gilda 2012 til 2014, en gildistími hennar var framlengdur uns ný áætlun tæki við þar sem fjárveitingar til hennar voru minni en væntingar stóðu til á því tímabili. Úr því var bætt og fjölmörg verkefni hafa orðið að raunveruleika. Nefna má styrki til úttektar á aðgengi fatlaðs fólks að þeim stöðum sem almenningur hefur aðgang að og styrkur til að gerðar handbókar fyrir ferðaþjónustuaðila um aðgengismál; vitundarvakningu og átaksverkefni til að auka atvinnumöguleika fatlaðs fólks á almennum vinnumarkaði í samstarfi við Vinnumálastofnun; styrki til nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefna í velferðarþjónustu til að auka lífsgæði notenda, Hjálpartækjamiðstöð Sjúkratrygginga fékk styrk til fræðslu í meðferð og þróun tjáskiptatækja og haldið var sérstakt málþing um velferðartækni; Barnaverndarstofa fékk styrk til að veita starfsmönnum í barnavernd, félagsþjónustu og hjá Barnahúsi þjálfun í að vinna með fötluðum börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi; og sjónvarpsþættirnir Með okkar augum fengu sérstakan styrk. Vinna að nýrri framkvæmdaáætlun er hafin og er áhersla lögð á víðtækt samráð og þátttöku við gerð hennar. Nánari upplýsingar eru á vef ráðuneytisins: www.velferdarraduneyti.is/framkvaemdaaaetlun. Vegna sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hefur starfshópur á mínum vegum undir forystu Willums Þórs Þórssonar þingmanns lagt fram frumvarpsdrög með veigamiklum breytingum á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og málefni fatlaðs fólks. Drögin hafa verið birt til umsagnar á vef ráðuneytisins. Þá er það von mín að drög að nýrri framkvæmdaáætlun verði birt til umsagnar í byrjun september. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks hefur reynst mikilvægt tæki í að vinna að uppfyllingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Ályktunin var samþykkt á Alþingi þann 1. júní 2012. Í áætluninni voru tilgreind 43 verkefni á átta málasviðum sem lúta að aðgengi, atvinnu, félagslegri vernd og sjálfstæðu lífi, heilbrigði, ímynd og fræðslu, mannréttindum, menntun og þátttöku í samfélaginu. Framkvæmdaáætlunin átti að gilda 2012 til 2014, en gildistími hennar var framlengdur uns ný áætlun tæki við þar sem fjárveitingar til hennar voru minni en væntingar stóðu til á því tímabili. Úr því var bætt og fjölmörg verkefni hafa orðið að raunveruleika. Nefna má styrki til úttektar á aðgengi fatlaðs fólks að þeim stöðum sem almenningur hefur aðgang að og styrkur til að gerðar handbókar fyrir ferðaþjónustuaðila um aðgengismál; vitundarvakningu og átaksverkefni til að auka atvinnumöguleika fatlaðs fólks á almennum vinnumarkaði í samstarfi við Vinnumálastofnun; styrki til nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefna í velferðarþjónustu til að auka lífsgæði notenda, Hjálpartækjamiðstöð Sjúkratrygginga fékk styrk til fræðslu í meðferð og þróun tjáskiptatækja og haldið var sérstakt málþing um velferðartækni; Barnaverndarstofa fékk styrk til að veita starfsmönnum í barnavernd, félagsþjónustu og hjá Barnahúsi þjálfun í að vinna með fötluðum börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi; og sjónvarpsþættirnir Með okkar augum fengu sérstakan styrk. Vinna að nýrri framkvæmdaáætlun er hafin og er áhersla lögð á víðtækt samráð og þátttöku við gerð hennar. Nánari upplýsingar eru á vef ráðuneytisins: www.velferdarraduneyti.is/framkvaemdaaaetlun. Vegna sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hefur starfshópur á mínum vegum undir forystu Willums Þórs Þórssonar þingmanns lagt fram frumvarpsdrög með veigamiklum breytingum á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og málefni fatlaðs fólks. Drögin hafa verið birt til umsagnar á vef ráðuneytisins. Þá er það von mín að drög að nýrri framkvæmdaáætlun verði birt til umsagnar í byrjun september. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar