Nýr Citroën C3 með Cactus-útliti Finnur Thorlacius skrifar 6. júlí 2016 11:00 Nýr Citroën C3. Citroën kynnti nýjan C3 bíl sinn í lok síðasta mánaðar og kom það flestum á óvart að útlitið hefur hann að stórum hluta erft frá hinum vinsæla Citroën C4 Cactus og er kominn með samskonar hnjaskbólur á hliðunum. Bíllinn er einnig kominn með annan lit á þakinu og vindkljúf að aftan. Bíllinn er nú 399 mm langur og með stærra 300 lítra skott. Ein af nýjungunum sem kynnt er í þessum bíl er myndbandskerfi sem fer í gang ef kerfið skynjar hættu og hugsanlegan árekstur. Nýtt upplýsingakerfi verður í bílnum með Android og Apple CarPlay möguleikum. Hægt verður að fá blindpunktsviðvörun og akreinaskiptivara í bílinn, sem ekki er algengt með svo litla bíla. Bensínvélar bílsins verða frá 82 til 110 hestöfl og dísilvélarnar 75, 99 og 120 hestafla. Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent
Citroën kynnti nýjan C3 bíl sinn í lok síðasta mánaðar og kom það flestum á óvart að útlitið hefur hann að stórum hluta erft frá hinum vinsæla Citroën C4 Cactus og er kominn með samskonar hnjaskbólur á hliðunum. Bíllinn er einnig kominn með annan lit á þakinu og vindkljúf að aftan. Bíllinn er nú 399 mm langur og með stærra 300 lítra skott. Ein af nýjungunum sem kynnt er í þessum bíl er myndbandskerfi sem fer í gang ef kerfið skynjar hættu og hugsanlegan árekstur. Nýtt upplýsingakerfi verður í bílnum með Android og Apple CarPlay möguleikum. Hægt verður að fá blindpunktsviðvörun og akreinaskiptivara í bílinn, sem ekki er algengt með svo litla bíla. Bensínvélar bílsins verða frá 82 til 110 hestöfl og dísilvélarnar 75, 99 og 120 hestafla.
Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent