Bugatti Chiron hraðskreiðari en allir Le Mans bílarnir Finnur Thorlacius skrifar 5. júlí 2016 16:15 Bugatti Chiron með sín 1.500 hestöfl er ógnarlega öflugur sportbíll. Í síðasta mánuði var 24 klukkutíma þolaksturkeppnin í Le Mans í Frakklandi. Þar bar Porsche sigur úr bítum eftir að Toyota bíll hafði haft forystuna þangað til nokkrar mínútur voru eftir af keppninni, en bilaði á ögurstundu. Áður en keppnin hófst fékk ökumaður á Bugatti Chiron að prófa sig á brautinni með sín 1.500 hestöfl undir húddinu. Þar náði hann 380 kílómetra hraða sem var 34 km meiri hraði en nokkur af keppnisbílunum náði í keppninni. Þessi mikli hraði var reyndar nokkuð undir hámarkshraða Bugatti Chiron bílsins, en hann nær 420 km hámarkshraða. Rétt er að hafa í huga að Bugatti Chiron er fjöldaframleiddur bíll en það á ekki við keppnisbílana í Le Mans. Fyrstu Bugatti Chiron bílarnir sem afgreiddir eru til kaupenda verða afhentir í sumar og hver þeirra þarf að reiða fram 335 milljónir króna. Framleiddir verða 500 Bugatti Chiron bílar og hafa 200 nú þegar verið pantaðir af efnuðum kaupendum. Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent
Í síðasta mánuði var 24 klukkutíma þolaksturkeppnin í Le Mans í Frakklandi. Þar bar Porsche sigur úr bítum eftir að Toyota bíll hafði haft forystuna þangað til nokkrar mínútur voru eftir af keppninni, en bilaði á ögurstundu. Áður en keppnin hófst fékk ökumaður á Bugatti Chiron að prófa sig á brautinni með sín 1.500 hestöfl undir húddinu. Þar náði hann 380 kílómetra hraða sem var 34 km meiri hraði en nokkur af keppnisbílunum náði í keppninni. Þessi mikli hraði var reyndar nokkuð undir hámarkshraða Bugatti Chiron bílsins, en hann nær 420 km hámarkshraða. Rétt er að hafa í huga að Bugatti Chiron er fjöldaframleiddur bíll en það á ekki við keppnisbílana í Le Mans. Fyrstu Bugatti Chiron bílarnir sem afgreiddir eru til kaupenda verða afhentir í sumar og hver þeirra þarf að reiða fram 335 milljónir króna. Framleiddir verða 500 Bugatti Chiron bílar og hafa 200 nú þegar verið pantaðir af efnuðum kaupendum.
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent